Leita í fréttum mbl.is

Matarlystin komin aftur!

Hæ krúsulúsur,

kominn tími til að láta vita af sér aðeins.  Ég er orðinn frískur og sprækur og fór í leikskólann á miðvikudaginn (öskudagur), var sko náttfataball og við fórum í íþróttahúsið í skólanum og slógum köttinn úr tunnunni - ótrúlega mikið stuðpartý!!  Ég hef ekki þurft að nota súrefnið í 5 nætur og metta bara nokkuð vel, svona 94-95 þegar ég er vakandi, sem sumum finnst kannski ekki mikið en það er ágætt fyrir mig.  Mamma fór með mig upp á spító á mánudagsmorguninn til að láta hlusta mig og var hljóðið í lungunum svipað og það hefur verið síðan í haust.  Krúttlæknirinn minn var svakalega hugsi á svipinn og velti upp við mömmu ýmsum ástæðum sem gætu verið orsökin fyrir þessu lungnaveseni.  Hugsanlega verður settur inn einhver lungnalæknir sem getur hjálpað til með að fá betri botn í lungun mín - læknarnir hér heima eru nefnilega svo flottir, þeir vinna svo vel saman og nýta sér sérþekkingu hvors annars, en svíarnir virðast stundum pínu feimnir við það, láta stundum eins og þeir séu með sérþekkingu á öllu.  Ég er sko ekki að gefa frat í frábæru læknana mína í Svíþjóð en við fundum fyrir því að þeir voru tregari að leita sér aðstoðar hjá "kollegum" sínum, eins og það sé einhver yfirlýsing um vanhæfni þess læknis sem leitar sér ráða, nei, okkur finnst það sko vera merki um þroska og öryggi þeirra lækna sem viðurkenna að þeir eru ekki sérfræðingar á öllum sviðum (jamm, mamma, nú ertu búin að koma því til skila, má ég þá taka við aftur?!).  Meðan ég var lasinn um daginn hafði ég sko enga matarlyst og grenntist aðeins aftur (ekki eins og ég megi við því!), en síðustu daga hefur matarlystin verið að koma tilbaka og í morgun vaknaði ég og heimtaði að fara niður til að fá eitthvað að borða þrátt fyrir að ég væri búin að fá næringu í gegnum slönguna í alla nótt.  Það sem er frekar merkilegt við það er að næringarpokinn minn inniheldur 500 hitaeiningar (sem er nú þokkalegt fyrir svona lítinn putta eins og mig), og ég kláraði pokann ekki fyrr en um 7 í morgun, vaknaði kl.7.30 og vildi maaaat!  Fékk mér sko bæði Cheerios og kókópöffs og smá kóksopa með (jamm, veit að flestir foreldrar myndu ekki leyfa það en mamma og pabbi hafa svo lengi horft upp á að ég borða ekki eða drekk, þannig að þau þurfa smá tíma til að skrúfa fyrir kókið en eru samt farin að gera það mér til mikillar óánægjuAngry).  Ég fer í blóðprufu á morgun, alltaf sami kvíðinn sem fylgir því, en pínu titringur hefur verið undanfarið hjá mömmu og pabba þar sem mars er að nálgast en þá eru tvö ár síðan ég greindist aftur og það er þeim erfitt.  Ætla að smella mér í bílaleik og smjatta á smá meira cheeriopöffs!

Með kjamskveðju,

Benjamín Nökkvi sælkeragarmur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þér líður betur og byrjaður að borða  Vildi bara kvitta fyrir innlitið

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 10:23

2 identicon

Bless kallinn.Er að kikja í fyrsta sinn.Bestu kveðjur Halldór

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband