Leita í fréttum mbl.is

Jólastresslaus desember í Stokkhólmi

Elskurnar mínar, nú fer senn að líða að jólum og tilfinningin eilítið fjarlæg, einn aðventustjaki í glugga, ein undurfögur fiðrildasería á spegli, risastór (aðkeypt of course) piparkökuhjörtu, og tilbúið piparkökuhús (bara að setja saman - en það verður sko gaman!!) - Coop Konsum rokkar!!! Mamman fór að pæla í hvort ástæðan fyrir ekki minnstu jólastresstilfinningu væri sú að við værum í öðru landi og "næðum ekki að "detta" inní eitthvað stress", en nei, sú gamla fattaði að jólastressið hefur hreinlega verið 0% síðustu 7 ár - við erum orðin svo vön að ég hafi legið á spítala í desember og oftar en ekki allt fram að Þorláksmessu, þannig að við erum svo sjóuð að halda jól með stuttum fyrirvara að í stað þess að stressa þá er hamingjan fólgin í því að nú er komin 11 desember og ég er ekki á spítala (allavega ekki inniliggjandi), mamman er í trylltum vinnugír og ætlar að vinna til 21 desember, og God þá höfum við nú tvo daga til að undirbúa jólin og það nægir okkur alveg Smile.

Þegar kemur að fréttum af mér fer mamma í smá flækju um hvað skal skrifa - ég meina, mér líður ágætlega, er glaður og kátur flesta daga (Teklan og Nikulás sögðu bæði um daginn að sterarnir hefðu örugglega svona "öfug" áhrif á mig - ég væri ekkert oft pirraður en aftur á móti ótrúlega fyndinn og brandararnir og hláturinn væru einkennandi, og ég væri fyndinn sem aldrei fyrr!!).

 Mikilvægt er að skilja að ég er enn á háskammtameðferð á sterum (er kominn úr 30 mg, sem er sama og 2 mg á kíló niður í 15 mg), við erum að tala um steraskammta sem eru í einu orði sagt "huge" og ég er búinn að vera á þeim síðan þann 30 júní og það er með ólíkindum að ég skuli ekki vera verr farinn af aukaverkunum en ég er!!!

Auðvitað eru aukaverkanir - hár blóðþrýstingur, ég þyngist óeðlilega mikið (ekki gott þar sem það er svo erfitt fyrir kroppinn að þyngjast um 30% á nokkrum mánuðum, og eykur allt álag á vöðva, liði, osfrv.), ég er farinn að fá töluverða höfuðverki, fæturnir mínir (vöðvaslen/vöðvaþreyta af langvarandi sternotkun) eru oft þreyttir og þrekið mitt hefur minnkað töluvert yfir aukinni þyngd plús vöðvaþreytunni, lifrin mín virðist ekki alveg í lagi (smá hnútur í henni sem þarf að skoða nánar - verður gert næsta þriðjudag), og svo mætti lengi telja.

En þar sem ég er OFURNAGLI og elska lífið (OG FÓTBOLTA) þá bítur þetta lítið á mig - ég fæ yndisleg hláturköst á hverjum einasta degi, reyti af mér brandara og hef óendanlega hæfileika að sjá það fyndna í svo mörgu (meira að segja blóðprufunum og öllu því álagi sem ég þarf að standa undir uppi á spítala - get oftar en ekki fundið eitthvað skondið við langflestar spítalaheimsóknir!!). Ég er byrjaður á nýjum lyfjum (tek núna ca. 10 mismunandi lyfjategundir tvisvar á dag!!!), en ákveðið var að setja mig á ónæmisbælandi lyf - í sama lyfjaflokki og gefið er eftir líffæraflutninga - bara önnur tegund en síðast og eilítið skárri.  Þetta var ekki besta ákvörðunin en læknarnir hér höfðu ekki þorað að minnka sterana í 6 vikur, aukaverkanirnar af sterunum jukust og jukust og því ekki þorandi annað en að byrja að minnka þá mjööööög hægt og í staðinn setja inn Cell Cept sem (vonandi) bætir upp sterana þegar kemur að veiku lungunum mínum.

Nóg um þetta í bili Cool. Pabbi þurfti að skreppa heim í Íslands í nokkra daga og það sést best á því hvað mikið er til af yndislegu fólki sem langar að létta okkur bæði lund og áhyggjum af fjárhag. Pabbi kom heim með risahangilæri og alþjóðlegt kreditkort þar sem búið var að leggja inn dágóða upphæð til að auðvelda okkur að njóta jólanna, þ.e. að geta keypt inn það sem við þurfum (sem er ekkert rosalega mikið - við verðum glöð þrátt fyrir að ekki sé hægt að gera og kaupa "allt"). Þetta voru samnemendur pabba úr Klakinu og þökkum við ykkur öllum fyrir - þið eruð yndisleg að hugsa á þennan hátt til okkar og langa til að gefa af ykkur á þennan hátt, þetta er einlæg kærleiksgjöf og verður maður alltaf klökkur þegar fólk tekur sér tíma til að leggja manni lið á þennan hátt Halo.

 Með jólastuðkveðjum,

Benjamín Nökkvi Gleðipinni og Sprellari

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, ég held að restin af heiminum mætti alveg læra af þér frænka varðandi jólastress. Það eru allir jólastressaðir í kringum mann og það þarf að gera grilljón hluti fyrir jólin (ég er sko alveg ein af þeim, enda ekki búin í prófum fyrr en á þriðjudaginn og á eftir á gera allt - ji hvað ég verð skemmtileg fram að jólum).  Mikið vildi ég að ég kynni að sleppa að vera jólastressuð.  Heimilið er gjörsamlega í rúst og foreldrar mínir koma í mat á aðfangadag!   Ég vildi að ég ætti töfrasprota sem ég gæti sveiflað og myndi taka til fyrir mig.  Ég held að ég þyrfti að læra að slappa aðeins af og hætta þessu jólastressi.  Ætli ég þurfi ekki líka að læra láta ekki allt fara í svona hrikalegt drasl! 

humm, en ég dáist að þér að geta þrátt fyrir allt, verið laus við jólastressið, því nóg stress fylgir aðstæðunum sem þú lifir í.  Ég skil stundum bara ekki hvernig þú ferð að þessu.

 Ég vona að allt gangi vel hjá Benjamíni og hann er sko flottur strákur.  Fylgist reglulega með fréttum af honum og mér þykir gott að sjá að þó þið vitið ekki hvert stefnir, þá er a.m.k. verið að reyna að hjálpa honum.   Manni líður betur að vita af því.

 En allavega, ég þarf að fá jólaandann yfir mig og láta stressið hverfa. Gangi þér vel í verkefninu þínu og til hamingju með styrkinn um daginn.

Kveðja Andrea.

Andrea (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband