Leita í fréttum mbl.is

Súrefnisþjónustan, ætli það sé ehf?

Bleeeesuð öll!  Pjúff, þetta kvef eða flensa eða hvað þetta nú er, er búið að vera frekar þreytandi síðustu viku.  Við mamma bæði lasin, en sem betur fer enginn annar í fjölskyldunni, allavega ekki enn!  Ónæmiskerfið hennar mömmu gömlu er búið að vera  í lamassessi síðan í byrjun árs en hún hefur, eins og ég, gripið allskonar kvef og vibba.  Held hún sé eitthvað lúin sú gamla!  Anyways, þá var ég farinn að metta enn verr um miðja viku (88-90 þegar ég var vakandi) og mömmu fannst ég sofa svo svakalega fast þegar ég sofnaði og erfitt var að vekja mig.  Mamma er orðin sjóuð í allskonar einkennum þannig að hún fór að pæla í hvort þessi ofursvefn gæti ekki eitthvað tentgst súrefnismettuninni, en allir detta niður í mettun þegar þeir sofa þannig að ég hef líklega orðið það lágur að ég átti erfitt með að vakna.  Sterarnir voru hækkaðir aðeins, ég var settur á Tamiflu (nei, ég er ekki með fuglaflensu!!) og súrefnisþjónustan kom til okkar með súrefnisvél á fimmtudaginn.  Við erum samt bara með kveikt á henni á nóttunni því þá þarf ég mest á súrefnishjálp að halda.  Ég er farinn að metta betur (93-94 í vöku í dag) sem er gott og ég er allur hressari.  Ég er samt svolítið slappur ennþá og hef litla matarlyst en mamma og pabbi eru dugleg að gefa mér næringu í hnappinn minn.  Vonandi kemst ég í leikskólann á mánudaginn, orðinn nett leiður á að hanga heima síðustu mánuði!!!  Eitt er pínu skrítið, ég er farinn að labba á tánum!  Mamma er að reyna að fá mig til að segja sér hvort mér sé illt í fótunum en ég segi bara "æi, mér er ekkert illt, vill bara labba svona!".  Ef einhver hefur hugmynd um hvað þetta gæti verið þá má sá hinn sami láta okkur vita - skiljum þetta ekki alveg!

Með oxygenkveðju,

Benjamín Nökkvi Ballettdansari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt..hafið það gott í dag

Melanie Rose (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:12

2 identicon

Þegar Þuríður mín var í meðferð labbaði hún í einhverntíma á tánum, doktorarnir sögðu við okkur að þetta væri eitt af því sem gæti fylgt.  Enn hann Benjamín er nú ekki í meðferð þannig ég veitiggi?  Kanski kemur þetta svona langt á eftir?

Við kíkjum annars á ykkur reglulega, kveðja Áslaug co

Áslaug Ósk Hinriksdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:09

3 identicon

úff, leiðinlegt að heyra hversu léleg mettunin þín sé. Vonandi fer þér og mömmu þinni að batna.

 Ég veit ekki með þetta að labba á tánum, en ég myndi spyrja bæklunarlækni af því, hann ætti að geta svarað því.

Allavega er Ásgeir með Sigurjón Sigurðsson í Læknastöðinni Glæsibæ. Það er fínn bæklunarlæknir en það er dálítið erfitt að fá tíma hjá honum.

 Kv. Andrea.

Andrea (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:42

4 identicon

Hæhæ

Þetta er Margrét systir Hörpu Lindar. Þegar Harpa var í meðferð heyrðum við að því að sum krabbameinslyf gætu haft áhrif á sinarnar í fótunum og stytt þær. En ég hélt nú að einkennin myndu koma fram mjög fljótlega eftir lyfjagjöf. Það mætti alveg athuga þetta betur. Gott að allt annað gengur vel!

Harpa var í skoðun og þarf ekki að koma aftur fyrr en eftir 6 mán, sem er alveg rosalega gott! ;)

Kveðja, Margrét

Margrét Huld (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband