Leita í fréttum mbl.is

BWAHHHH, KVEF ENN OG AFTUR!!!

Well oh well, þá er kvefpúkinn kominn aftur!  Vaknaði um eitt í nótt og þurfti að pissa, komst ekki framúr en mamma fann að ég var brennandi heitur, mældi mig og ég var með 40 stiga hita.  Ég andaði svakalega hratt og púlsinn var mjög hraður (hitinn) og leið hreint ekki vel.  Mamma gaf mér hitalækkandi en það virtist ekki duga til því eftir klukkutíma var ég enn með 39,8, þannig að hún hringdi upp á bráða (again and again!) og vildi láta kíkja á mig.  Það er nú einusinni þannig að með mína sögu á bakinu þá finnst foreldrum mínum ekki skynsamlegt að taka neina sénsa, við förum sko frekar 100 sinnum of oft en einu sinni of sjaldan upp á spító.  Kannski finnst sumum það asnalegt en enn hefur ekki komið að því að mamma hafi vitlaust fyrir sér, þ.e. þegar við förum upp á spító þá er ég lasinn og þá er betra að láta kíkja á mig enn að sitja heima með hjartað í buxunum af kvíða um hvað sé að hrjá mig.  Ég mettaði sæmilega (92-93), púlsinn var hraður, en hitinn var sem betur fer á niðurleið, það voru teknar blóðprufur (mamma var gjörsamlega að fríka út af kvíða um að prufurnar myndu sýna eitthvað ljótt - ekki það að henni fyndist raunsætt að hvítblæðið væri búið að taka sig upp en lítið annað skýrði þennan hita).  Blóðprufurnar voru ágætar, lækkun í blóðflögum, smá hækkun í hvítum, "bardagafrumurnar" hlutfallslega háar, en allt þetta bendir til að einhver vírus sé að hrella mig - kannski blessaða flensan sem tröllríður öllu þessa dagana.  Við fengum allavega að fara heim aftur og sofnaði ég fljótlega eftir að við komum heim (04.30!) en mamma náði ekki að gíra sig niður og svaf því lítið sem ekkert, en svona er þetta bara.  Málið er að kvíðinn, sem fær að blómstra í hvert skipti sem ég fæ háan hita og verð lasinn, verður mjög yfirþyrmandi og sendir foreldra mína tilbaka til þess tíma þegar ég var veikur og það verður ekkert auðveldari með tímanum (allavega ekki ennþá!).  Ég er semsagt heima í dag og við mamma erum að horfa á Svamp Sveinsson, en ég er furðanlega hress miðað við ástandið (en ekki hvað!).

Með enneinusinnikvefkveðju,

Benjamín Nökkvi Súperkrútt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þið ekkert þurfa að afsaka það að fara upp á spítala þegar Benjamín fær 40°C hita. Ég er sjálf komin í paranoid gírinn um leið og Ásgeir Valur fer yfir 39°C því hann fær svo til aldrei svo háan hita (hefur gerst tvisvar held ég). Hann er nefnilega frekar í þeim pakka að detta niður í lágan hita þegar hann veikist (hefur dottið allt niður í 33,7°C, en ég er löngu hætt að kippa mér upp við það, því það er honum víst eðlilegt að haga sér svona undarlega þegar hann verður lasinn).   

Þótt við höfum aðeins einu sinni farið upp á spítala að kveldi til þá hefur maður nú stundum hringt og spurt ráða (eða skroppið á læknavaktina), því ég held að það sé betra að hringja / fara niður eftir einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan. Ég er allavega á því.

 Ég er stundum paranoid þegar hann er mjög kvefaður að hann fái lungnabólgu, en sem betur fer hefur það ekki gerst enn. En þegar börn eru í áhættuhópi með svona hluti, þá er um að gera að láta tékka á svona hlutum strax. Ef allt er í lagi, þá veit maður það a.m.k.

Allavega, punkturinn er sá að það er sko algjör óþarfi að afsaka fýluferðir upp á spítala.  Fýluferðirnar þjóna þó a.m.k. þeim tilgangi að maður veit þá að allt er í lagi.

Láttu þér nú batna Benjamín.

Kv. Andrea. 

Andrea (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:52

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég tek undir með Andreu.  Minn litli moli, sem er jafngamall Benjamíni, fékk hitakrampa 13 mánaða gamall, sem er ekkert á við það sem þið hafið gengið í gegnum með molann ykkar, en ég sef ekki rólega þegar hann er með hita.  Hann er t.d. með hita núna og hann fær ekki að sofa langt í burtu frá mér!!  

Ég er búin að fylgjast með ykkur úr fjarlægð síðan Benjamín fór í 2. sinn í mergskiptin, og dáist að ykkur öllum.  Þið eruð algjörar hetjur, öll sömul.

Kærleikskveðja... 

SigrúnSveitó, 13.2.2007 kl. 20:51

3 identicon

Hæ snúlli!

Þú ert svo duglegur, ég veit ég hef sagt það oft...en það er bara ekki hægt að sleppa því Ég vona að ég fari að fá að hitta þig aftur prins...þú ert svo rosaleg dúlla að það hálfa vælri nóg. Ég hugsa mikið til þín hetja og trúi á þig og batann meira en nokkuð annað. Koss og knús. Þín vinkona Ásrún Eva

Ásrún Eva Harðardóttir (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband