Leita í fréttum mbl.is

Halló, halló, halló!

Good God hvað það er langt síðan ég skrifaði síðast!  Málið er nú það að ég hef farið á leikskólann alla vikuna (loksins!) og mamma er búin að vera uppi á Þjóðarbókhlöðu að vinna, þannig að á meðan ég þarf að treysta á mömmu að skrifa verð ég víst að sætta mig við að hún tekur svona vinnutarnir og sinnir þá ekki skrifunum mínum á meðanCrying  Nei, nei, mamma mín, allt í góðu bara, bara standa sig betur í framtíðinni!  Anyways, þá líður mér loksins betur, þetta leiðindakvef varð ansi krassandi á tímabili og húðin mín var svo viðkvæm sumstaðar að ég flagnaði allhrikalega á stórum svæðum.  Það hryglir aðeins í hægra lunganu ennþá en ég er að fara í blóðprufu á mánudaginn og vonadi verður "hlustunin" þá miklu betri en síðast.  Guð, haldiði ekki að ég sé orðinn baðsjúkur - gæinn sem hataði að fara í bað og mikið basl var að koma mér í baðið!!  Heimta sko að fara í bað núna minnst einu sinni á dag og helst myndi ég vilja fara mörgum sinnum yfir daginn!  Jamm, lífið getur verið fljótt að breytast, ha!  Well oh well, læt heyra frá mér á næstu dögum eða allavega eftir að ég er búinn í blóðprufunni.  Æi, gleymdi aðeins - þið munið kannski að Nikulás stóribróðir fékk svona hársjúkdóm (Alopecia Areata) og fór að missa hárið, en nú er hann kominn með leiðindarútbrot í andlitið og enginn skilur neitt í neinu.  Má ég biðja ykkur um að hugsa líka fallega til hans og Teklunnar minnar eins og þið hafið gert til mín, þau hafa þurft að lifa við svo erfiðar aðstæður í svo laaaaangan tíma að þau eiga sko skilið að líða vel og ekki líka lenda í einhverjum leiðindarveikindum.

Með smásorgíhjartaútafþvíaðsystkinummínumlíðurstundumillakveðju, b

Benjamín Nökkvi Hinn Blíði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð öll famelían í mínum bænum :)

Dísa (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 19:53

2 identicon

Elskurnar mínar. Mikið er gott að þér líður betur en voðalega er þetta leiðinlegt með Nikulás, ekki á þetta bætandi. Vonandi tekst þeim að finna út hvað þetta er.

Eigum við ekki að reyna að fara að borða saman aftur bráðlega.

Heyrumst

Margrét, Biggi og strumparnir

Margrét Backman (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:10

3 identicon

Vonandi fer sorginni í hjartanu að létta vinur svo allir geti verið frískir og glaðir á ný þið eruð ótrúlega dugleg og þú svo flottur strákur. Kveðja P.S

p.s. (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:08

4 identicon

Gangi þér vel sæti.....mun fylgjast með þér hér

Melanie Rose (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband