Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Kominn tími á smá fréttir af mér!

Hæ krúsur, aldeilis kominn tími á smá fréttaskot.  Ég er búinn að vera með kvef í rúmar 6 vikur, var orðinn skárri en alltaf að sjúga upp í nefið en svo allt í einu fór ég að verða mjög hás og mamma heyrði að hljóðið í lungunum var ekki alveg eins og það  átti að vera.  Þar sem við höfum iðulega lent uppi á spító um helgar hringdi mamma uppeftir á föstudag og fékk að koma með mig í hlustun - mikið rétt hjá þeirri gömlu, það var komin þétting í hægra lungað, lítið loftflæði, og töluvert brak og slímhljóð.  Það góða var samt það að vinstra lungað var næstum því hreint, en ákveðið var að setja mig á sýklalyf þar sem allar líkur voru á því að hæsið mitt væri einhver veirusýking sem gæti gert mig viðkvæmari gagnavart einhverjum leiðindarbakteríum sem myndu gera lungun mín enn veikari.  Settum pústin mín inn af fullum krafti um helgina til að reyna að losa um slímið í hægra lunganu.  Í dag fór ég svo í allskonar rannsóknir upp á spító - hefðbundna blóðprufan mín (sem kom vel út by the waySmile), vigtun (hafði þyngst um 600 gr - júhúúú, mesta þyngdaraukning í manna minnum), blóðþrýstingur, hlustun, súrefnismettun (sem var glæsileg, 98%) - svo fór ég í hjartaómun til að athuga hvernig æðakerfið mitt og hjartað hefði það eftir ýmiskonar stíflur hér áður, lifrarbilunina árið 2004, og hvort lyfin hefðu haft áhrif á hjartað mitt.  Niðurstöðurnar úr hjartaómuninni voru bara ágætar miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum - hjartað sjálft var í fínu lagi, æðakerfið mitt er pínu krumpað og þar sem ég fékk stíflu einusinni virðist sem bláæðin hafi lokast en æðakerfið okkar er nú frekar magnað þannig að það hafa aðrar minni æðar tekið við og skila blóðinu í hjartað mitt eins og vera ber, þrátt fyrir að fara eftir kræklóttari leiðum en hjá flestum öðrum.  Töluverð þrenging er síðan á bláæðinni minni þegar hún kemur að lifrinni minni en líklega tengist það lífrarbilunni(2004) en þrátt fyrir þrenginguna er samt flæði í lifrina og mamma þarf bara að fá aðeins nákvæmari upplýsingar hvað allt þetta þýðir - en niðurstaðan er samt sú sem ég sagði í upphafi, þ.e. þetta er bara frekar gott miðað við aðstæður mínar, þannig að við megum sko alveg gleðjast yfir því!!  Síðan fór ég að hitta taugalæknir sem skoðaði mig hátt og lágt - hvort ég gæti hoppað jafnfætis, hvort ég gæti fylgt ljósi með augunum, hvernig viðbrögðin mín voru (reflexarnir), og margt margt fleira.  Niðurstaðan var sú að honum fannst ég sko frekar flottur sko!  Miðað við gæja sem ekki hefur labbað nema í eitt og hálft ár hef ég nú náð ansi langt, þó svo að færni mín á sumum sviðum sé að sjálfsögðu ekki jafn góð og hjá jafnöldrum mínum.  Læknirinn ætlar að senda beiðni um að það verði lagt fyrir mig sálfræðilegt þroskamat sem og hreyfiþroskamat - bara hið besta mál, því þá er hægt að styrkja þá þætti sem þarf að styrkja og leyfa mér að halda áfram að þroskast eins og best er á kosið.  Bið að heilsa í bili.

Með dúndurkveðju,

Benjamín Nökkvi Miracleboy 


Mamma verður að fá að blogga smá!

Hæ öll, þar sem ég (mamma Benjamíns) nenni ekki að vera með mína eigin bloggsíðu ákvað ég að taka mér bessaleyfi að blogga hér um mögnuðu Indlandsför mína.  Þeir sem þekkja mig ekki vita ekki að mig hefur dreymt um að fara til Indlands í svona 20 ár, hef alltaf heillast af Indlandi og öllu sem viðkemur því landi (held meira að segja að ég hafi verið Indversk prinsessa í einhverju af fyrri lífum mínum!).  Anyhow, þá var lagt af stað snemma morguns þann 30.10, en leiðin lá fyrst til London þar sem ég beið í 9 klukkutíma eftir að komast í flugið til fyrirheitna landsins.  Ég var búin að undirbúa biðina vel, ætlaði að setjast í flott buisnesslounge og hanga á netinu, vinna smá og hafa það náðugt (við eigum einhver svona kort til að fara í yfir 500 lounge í heiminum - ógeðslega kúl, I knowCool).  Mín kemur á Heathrow og hlakkar bara til að njóta lífsins í "lounginu", fá mér öllara kannski, eitthvað snarl og svona (allt ókeypis - maður verður náttúrulega að nýta sér það!), ég trítla því í loungið þegar ég lendi um hádegið og ætla sko að skella mér úr skónum og njóta þess að slappa af.  Mjög breskar konur sátu við afgreiðsluna (lesist fremur þykkar miðaldra konur með þyyyyykt meik, bláan augnskugga og sterkbleikan varalit - engir fordómar, bara fyndið) og þær voru svo sannarlega hinar indælustu.  Það breytti samt ekki því að reglur eru í flestum loungum að maður má bara dvelja þar í hámark 3 klukkutíma fyrir brottför, en það voru 9 tímar í mitt flug!!  Ég gat ekki einusinni tékkað mig inn fyrr en kl.17, en þessar ljúfu konur voru tilbúnar að leyfa mér að koma um leið og ég væri búin að tékka mig inn og fá þá að sitja í lounginu í 4 tíma í stað þriggja - Grand konur þetta, og ég meina það!!  Eftir að hafa labbað 717 hringi um verslunarsvæðið á Heathrow,  borðað á TGI Fridays, keypt smá eðalsúkkulaði, snyrtivörur og aðrar nauðsynjar, var klukkan loks orðin 17.00 og hægt var að innrita sig.  Júhhhú, nú var sko hægt að smella sér í loungið og njóta lífsins þar!  Eftir að hafa hangið þar í 1 og hálfan tíma (var nú ekkert sérlega smart eftir allt saman, he,he) ákvað mamma að labba út að brottfararhliðinu og hanga bara þar.  Loks var kallað út í vél og ferðin til Indlands var hin ljúfasta (þrátt fyrir að taka 9 tíma), en ég mæli svo sannarlega með að ferðast með Jet Airways, yndisleg þjónusta, góður matur og hægt að horfa á 150 klst. efni á skjá sem er fastur í sætinu fyrir framan mann (semsagt allir hafa sinn eigin sjónvarpsskjá og fjarstýringu og geta valið efni að vild - bæði frá Hollywood og Bollywood!).  Lenti svo í Mumbai (Bombay) um hádegið, bílstjórinn sem átti að sækja mig kom aldrei en indælir Indverjar hjálpuðu mér að finna leigubíl sem keyrði mig upp á hótelið, en það var 2 tíma ferð í geggjaðri indverskri umferðarmenningu sem einkennist af því að búa til að minnsta kosti 4 aukaakreinar og liggja á flautunni til að komast leiðar sinnar.  Í huga mínum syngur ennþá "diiiid, diiid, diiid" (lesist "hér kem ég, hér kem ég, hér kem ég........) - held þetta sé ákveðið forvarnarkerfi sem virðist virka ágætlega þar sem ég sá enga árekstra sem ég tel að sé kraftaverk (eða virkni flautuforvarna) miðað við umferðarkaosið sem ríkti allsstaðar.  Ég komst semsagt klakklaust á hótelið (hótel Apollo - 3 stjörnur og átti að vera nokkuð gott, en erfitt var að finna hótel vegna þess hversu fjölmennt var á ráðstefnunni sem ég var að sækja - efnið var Pediatric Oncology).  Var gjörsamlega búin eftir sólarhrings ferðalag og svaf sæmilega þessa fyrstu nótt.  Nú ætla ég ekki að tíunda meira um þessa ferð (það verður gert í framtíðarbók minni sem mun líklega bera heitið "Klaufska konan" eða "Fröken Hrakfallabálkur" - en ég hef áttað mig á að ég á efni í heila bók um hluti sem koma fyrir mig og eru orðnir eðlilegur hlutur af mínu lífi, en svo virðist sem aðrir séu ekki að lenda í svipuðum hlutum og þegar ég áttaði mig á því var það eilítið undrunarefni en ég gat svosem sagt mér það sjálf að það eru ekki allir sem brjóta t.d. á sér fótinn við a klifra upp í skápa til að þrífa eyrnalokkana sína um miðja nótt og fara fótbrotinn í flug og smella sér svo beint á slysó í viðkomandi landi!).  Það eina sem mig langaði að deila sérstaklega með ykkur í þessari færslu var enn einn atburðurinn sem að sjálfsögðu kom bara fyrir mig í þessari ráðstefnuferð, allavega hef ég ekki enn heyrt um neinn sem lenti í því sama.  Semsagt var ég á ráðstefnunni á fimmtudeginum og þegar deginum var lokið þar fórum við samstarfsaðili minn upp á hótel til mín (þar sem ég var sko með loftræstingu og alles en hann ekki) og héldum áfram að vinna að rannsókninni okkar.  Ég var enn eftir mig eftir ferðalagið, ráðstefnudaginn, hitann og rakann, þannig að ég afþakkaði að fara út að borða og fékk mér sko "roomservice" og gæddi mér á indælum indverskum kjúklingarétti, uppi í rúminu mínu og mér sjónvarpið á og naut þess að slaka á.  Sofnaði svo á mínu græna um 23 leytið og svaf sæmilega til 04 en vaknaði þá og þurfti nú bara að smella mér á salernið og allt í góðu með það.  Þegar ég kem tilbaka sé ég að í rúminu mínu hreyfist eitthvað og átta ég mig á að hér er um feitan, hvítan (lifandi) maðk að ræða (svona eins og maður hefur séð að lifir í hræum, t.d. í þáttum eins og CSI), oj, oj, oj, hugsa ég, næ mér í pappír og sturta kvikindinu niður í klósettið, tek upp lakið og teppið (engar sængur sko!) og hristi hressilega ef það skyldi nokkuð leynast fleiri þarna í teppinu.  Neibb, engir fleiri en ég var með nettan ógeðshroll sem ég reyndi að hrista af mér en ákvað nú að reyna bara að sofna aftur þar sem ég var með veggspjaldasýningu daginn eftir og þurfti að vakna snemma til að setja upp veggspjaldið og ýmislegt annað.  Þegar ég er við það að leggjast sé ég allt í einu að jaðarinn á koddanum hreyfist, við að kíkja betur sé ég svona 10-20 hvíta maðka í viðbót, þá verður mér litið á koddan og þar kúra svona 50 fleiri, ég fer að fá netta panikktilfinningu, tek upp kodda nr. 1 (var sko með 2 kodda á þessu lúxúshóteli!) og þar leynast eitthvað um 50-60 kvikindi í viðbót, tek upp kodda nr.2 og þar er eitthvað svipað - munið að þeir liðast um, feitir og pattaralegir!  Ég fríkaðu út að innan, fór með hendurnar í gegnum hárið (þar sem ég hafði greinilega legið á þessum viðbjóði), fann ekkert þar, hringdi niður í lobbý, tók upp öll fötin mín úr töskunni til a athuga hvort eitthvað leyndist þar og pakkaði svo öllu draslinu saman.  Lét sækja farangurinn og sagðist vera farin! Hótelstjórinn reddaði mér yfir nóttina á "systrahóteli" sama hótelsins og sagði mér svo vinalega að ég þyrfti ekkert að taka með mér farangurinn þar sem hann myndi redda mér nýju herbergi strax næsta dag (á Apollo).  Yeah right!!  Ég horfði á hann eins og hann væri klikkaður og sagði hátt og skýrt "I am not coming back"!!!  Á endanum var mér reddað inn á eitt dýrasta hótel í Mumbai (Taj Towers) þar sem nóttin kostaði litlar 35.000 kr. og var ég neydd til að búa þar í tvær nætur (fyrir utan það að þurfa að punga út þessum blóðpeningum verð ég nú að viðurkenna að í mér býr Indversk prinsessa sem kunni svo sannarlega að meta þann lúxús sem þetta hótel hafði upp á að bjóða).  Síðustu tvær næturnar varð ég þó að finna mér eilítið ódýrara hótel, og þar sem ráðstefnunni var lokið var auðveldara að fá herbergi (sætti mig þó ekki við minna en 4 stjörnur í þetta sinn og taldi mig vera "safe" með það).  Fann þetta fína hótel (þrátt fyrir a 4 stjörnu hótel er ekki alveg á sama klassa og hér á Vesturlöndum), en þetta var hið ágætasta herbergi.  Þegar ég var búin að koma mér fyrir og var á leið út til að skoða Mumbai, ákvað ég nú að skella tölvunni í öryggisboxið, opnaði fataskápinn þar sem boxið var og hvað er það fyrsta sem ég sé - fuck..... kakkalakki!!!!  Eftir 15 ferðir í lobbýið, þar sem starfsfólk hótelsins var farið að halda að ég væri klikkuð kona, ákvað ég að skipta um herbergi og taldi mér og öðrum trú um að ég væri bara í góðum gír með þetta alltsaman.  Til að vera fullkomlega hreinskilin þá held ég að ég hafi sofið allt í allt kannski 10 klukkutíma þessar síðustu 4 nætur eftir maðkaævintýrið - þið getið ekki ímyndað ykkur hamingjuna þegar ég var komin upp í flugvél á leið til Heathrow, og alsælan sem helltist yfir mig þegar ég var komin í Leifsstöð var ólýsanleg, þó örlítið minni en sú sem hríslaðist um mig þegar ég lagðist í yndislega rúmið mitt hjá kallinum og krökkunum og engum MÖÐKUM!!!

Með Indlandfarakveðju (og mun svo sannarlega fara aftur)

Eygló Hrakfallabálkur Alheimsins 


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband