Leita í fréttum mbl.is

Kominn tími á smá fréttir af mér!

Hæ krúsur, aldeilis kominn tími á smá fréttaskot.  Ég er búinn að vera með kvef í rúmar 6 vikur, var orðinn skárri en alltaf að sjúga upp í nefið en svo allt í einu fór ég að verða mjög hás og mamma heyrði að hljóðið í lungunum var ekki alveg eins og það  átti að vera.  Þar sem við höfum iðulega lent uppi á spító um helgar hringdi mamma uppeftir á föstudag og fékk að koma með mig í hlustun - mikið rétt hjá þeirri gömlu, það var komin þétting í hægra lungað, lítið loftflæði, og töluvert brak og slímhljóð.  Það góða var samt það að vinstra lungað var næstum því hreint, en ákveðið var að setja mig á sýklalyf þar sem allar líkur voru á því að hæsið mitt væri einhver veirusýking sem gæti gert mig viðkvæmari gagnavart einhverjum leiðindarbakteríum sem myndu gera lungun mín enn veikari.  Settum pústin mín inn af fullum krafti um helgina til að reyna að losa um slímið í hægra lunganu.  Í dag fór ég svo í allskonar rannsóknir upp á spító - hefðbundna blóðprufan mín (sem kom vel út by the waySmile), vigtun (hafði þyngst um 600 gr - júhúúú, mesta þyngdaraukning í manna minnum), blóðþrýstingur, hlustun, súrefnismettun (sem var glæsileg, 98%) - svo fór ég í hjartaómun til að athuga hvernig æðakerfið mitt og hjartað hefði það eftir ýmiskonar stíflur hér áður, lifrarbilunina árið 2004, og hvort lyfin hefðu haft áhrif á hjartað mitt.  Niðurstöðurnar úr hjartaómuninni voru bara ágætar miðað við allt sem ég hef gengið í gegnum - hjartað sjálft var í fínu lagi, æðakerfið mitt er pínu krumpað og þar sem ég fékk stíflu einusinni virðist sem bláæðin hafi lokast en æðakerfið okkar er nú frekar magnað þannig að það hafa aðrar minni æðar tekið við og skila blóðinu í hjartað mitt eins og vera ber, þrátt fyrir að fara eftir kræklóttari leiðum en hjá flestum öðrum.  Töluverð þrenging er síðan á bláæðinni minni þegar hún kemur að lifrinni minni en líklega tengist það lífrarbilunni(2004) en þrátt fyrir þrenginguna er samt flæði í lifrina og mamma þarf bara að fá aðeins nákvæmari upplýsingar hvað allt þetta þýðir - en niðurstaðan er samt sú sem ég sagði í upphafi, þ.e. þetta er bara frekar gott miðað við aðstæður mínar, þannig að við megum sko alveg gleðjast yfir því!!  Síðan fór ég að hitta taugalæknir sem skoðaði mig hátt og lágt - hvort ég gæti hoppað jafnfætis, hvort ég gæti fylgt ljósi með augunum, hvernig viðbrögðin mín voru (reflexarnir), og margt margt fleira.  Niðurstaðan var sú að honum fannst ég sko frekar flottur sko!  Miðað við gæja sem ekki hefur labbað nema í eitt og hálft ár hef ég nú náð ansi langt, þó svo að færni mín á sumum sviðum sé að sjálfsögðu ekki jafn góð og hjá jafnöldrum mínum.  Læknirinn ætlar að senda beiðni um að það verði lagt fyrir mig sálfræðilegt þroskamat sem og hreyfiþroskamat - bara hið besta mál, því þá er hægt að styrkja þá þætti sem þarf að styrkja og leyfa mér að halda áfram að þroskast eins og best er á kosið.  Bið að heilsa í bili.

Með dúndurkveðju,

Benjamín Nökkvi Miracleboy 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með góðar niðurstöður úr prófum kraftaverkakall og vonandi batnar kvefið nú fljótt þegar þú ert kominn með lyf.

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband