Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ég á sko frábær systkini!

Heil og sæl!  Jamm, langt síðan síðast og kominn tími til að láta í sér heyra.  Haustið virðist vera að sigla inn þessa dagana og með því fylgir meiri rútína sem getur líka verið notalegt.  Ritaranum mínum finnst haustið besti árstími ársins því þá er allt svo "kósý" - kerti, heitar kássur, rauðvínsglas undir teppi upp í sófa, og kúruháttur algjör.  Það hafa verið svolítið "hektískir" dagar undanfarið, pabbi að brasa í Indlandsævintýrum, mamma að skrá sig í kúrsa í HÍ og er enn á ný orðin skiptinemi við þennan ágæta háskóla (fyrst frá Danmörku þegar hún var að læra sálfræði og nú frá Svíþjóð þegar hún er í þessu doktórsdóti) - alltaf þarf hún að gera hlutina á óhefðbundin háttWink.  Teklan mín að byrja í skóla og Nikulás Íslandsmeistari að fara í 4 bekk (úff, hvað tíminn líður).  Ég er byrjaður aftur í leikskólanum, og mér fannst sko pínu erfitt að byrja aftur og Teklan mín ekki með, en mikið er nú samt gott að geta verið í leikskóla, hitta vini sína og svona.  Mig langar aðeins að segja ykkur frá hetjunum systkinum mínum - Teklan mín, ofursjálfstæða, ákvað upp á eigin spýtur að smella sér vestur á Ísó og sagði pabba síðasta föstudag að hún væri að fara ein í flugi vestur á laugardag og pabbi stóð á gati og hélt að þetta væri eitthvað sem mamma og amma hefðu ákveðið, en nei, ekki var það svo.  Amma hringdi svo aftur um kvöldið og sagði að afi yrði í fríi næstu viku og að Teklan væri velkomin - rætt var við Tekluna og hún staðráðin í að fara og pantaði mamma far fyrir hana á laugardagsmorgun og drottningin flaug vestur seinnipart dags eftir að hafa leyft nokkrum tárum að drjúpa niður kinnarnar þegar mamma og hún voru komnar á flugvöllin og hún áttaði sig á að hún væri að fara.  Ákveðin og sjálfstæð sem hún er vildi hún samt alls ekki hætta við, þurrkaði tárin og lét sig hafa það!  Algjör hetja og besta systir í heimi, sko!!  Nikulás spilaði svo fótbolta uppi á Akranesi, voru síðustu leikirnir í Íslandsmóti 6.flokks í fótbolta, en þeir höfðu unnið sinn riðil fyrr í sumar og nú var komið að lokaleikjum.  Liðið hans (Fylkir, of course!) stóð sig frábærlega, komst í úrslit og vann úrslitaleikinn - en Fylkir fór heim með báða bikarana, bæði fyrir eldra og yngra ár 6. flokks.  Snillingurinn hann bróðir minn skoraði 3 markið í úrslitaleiknum (í framlengingu), líka það fjórða og það sjötta - "England, here we come!".  Ætla að hætta núna því við erum að fara borða kjötsúpu, nammi, namm.

Með aðdáunarkveðjuásystkinummínum,

Benjamín Nökkvi Systkinaelskari


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband