Leita í fréttum mbl.is

"Mamma, ég er búinn að redda þessu með hundinn!!!!"

Jamm, eftir að hafa átt yndislegan sólarhring með dásamlegu fólki á Sumarhátíð Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna, tilkynnti ég foreldrum mínum að mér fyndist að við ættum að fá okkur hund. Ég hef nú alltaf verið frekar óöruggur gagnvart hundum og verið mjög lukkulegur með kettina okkar tvo, Skotta og Brand, en nú langar mig semsagt í hund. Spurði bæði mömmu, pabba og ömmu Rúnu, sem kom með lausn á þessu - Rósa frænka er að fara fá sér hund og amma sagði að við gætum kannski bara fengið hann lánaðan ef Rósa þyrfti að fara eitthvað - þetta þótti mér góð hugmynd þar til ég fékk aðra enn betri. Á meðan mamma hljóp útúr bílnum í gær að ná í Nikulás úr rútunni sem kom frá Vatnaskógi, þá beið ég nú bara slakur úti í bíl, hringdi í Rósu frænku (mamma hafði skilið símann eftir úti í bíl) og spurði hvort hún vissi hvar maður gæti eiginlega fengið svona hunda Cool. Þegar mamma kom svo aftur með Nikulás með sér sagði ég nú bara: "Mamma, ég er búinn að redda þessu með hundinn - sko, Rósa sagði mér að hún fengi sinn hund hjá einhverjum kalli sem pabbi þekkir líka og hann á sko 3 stelpuhunda eftir og við getum sko bara fengið okkur einn!!!". Lítið mál finnst mér nú, og systkini mín eru alveg sammála mér - við ætlum að hugsa um hann og allt, skil ekki afhverju mamma og pabbi eru svona krumpuð í framan og vita lítið hvað þau eiga að segja?! Þegar pabbi sagði að hann kostaði ansi marga peninga og við ættum þá nú ekki til þá sagði ég bara: "hmmm, nú þarf ég að hugsa, og ég þarf að hugsa hratt! - ég held bara tombólu og segi að hlutirnir kosta 839.000 og þá á ég sko alveg fyrir honum!" Halo. Mig grunar að ég sé alveg að gera útaf við foreldra mína því ég á afmæli á morgun og er eiginlega alveg viss um að ég fái sko hund - sterarnir mínir skilja ekki alveg að þetta sé kannski ekki það skynsamlegasta að gera núna, og mamma varð hreinlega að lofa mér í gærkvöldi, eftir að ég hafði orðið miður mín eftir að hafa heyrt hvað þau voru að tala um (þau héldu að ég væri sofnaður) í sambandi við hundinn (ég heyrði sko orðið nei!!!), að kannski gætum við fengið að skoða hvolpana í dag, bara skooooðaaaaa!

Varðandi lungun mín þá er ég farinn að hósta mikið aftur án þess að ég sé neitt að hreyfa mig og fór ég upp á spító í gær og þar var tekin ný lungnamynd - virðist sem það sé einhver lungnabólga/sýking í öðru lunganu og var ég settur á viðbótarsýklalyf við þau sem ég er að taka, þarf líka að fá Parkódín þegar hóstinn minn er alveg að gera útaf við mig. Ekki kannski alveg það sem við vildum vera að sjá eftir 4 vikur á sterum - við hefðum alveg viljað sjá áframhaldandi "bötnun" eftir að ég var búinn að hreinsa vel útúr lungunum mínum eftir fyrstu 12-14 dagana á sterunum, en ekki að þá tæki við stöðugur hósti sem fer versnandi Errm. Ég er nú ekkert mikið að pæla í þessu, finnst þetta bara ótrúlega pirrandi að vera alltaf hóstandi og svo er ég alllllltaf svangur - morgunmaturinn minn samanstendur nú oft af ýmsum matartegundum, t.d. margarítupizzusneið, flatköku með smjöri og osti, og svona eins og einni brauðsneið með lifrarkæfu, með þessu finnst mér best að fá ískalt kók (annaðhvort í gleri eða dós) og finnst frekar fúlt hvað mamma og pabbi eru ströng á þessu með kókið - heimta meira að segja að ég drekki lágmark tvö glös af vatni á dag ("útaf nýrunum", segir mamma - ohhhhh!)!!!

Með fyrirframafmæliskveðjufrámértilmín,

Benjamín Nökkvi AlltíEinuHundaElskari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta finnst mér alveg dásamlegt, þetta með hundinn. Drengurinn kann að bjarga sér. Við fengum einn í gær, cavaliertík sem heitir Hera og er 2ja ára. Við erum að passa hana í eitt ár og það finnst mér bara fínt, þá áttar maður sig á því hvort þetta er eitthvað sem við viljum eða ekki.

En annars sendi ég Benjamíni sérstakar kveðjur með von  um að hann jafni sig fljótt og vel. Þú mátt líka alveg segja honum að hann sé velkomin í heimsókn að skoða tíkina Heru, þið eruð að sjálfsögðu velkomin líka

Knús,, Gurrý

Gurrý (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Ragnheiður

Sko strákinn ! Málinu bara snarreddað hahaha ....þetta er snilld :)

Góð batakveðja með lungun þín sæti snúður

Ragnheiður , 29.7.2010 kl. 20:13

3 identicon

Elsku Benjamín og þín frábæra fjölskylda.  Til hamingju með afmælið duglegi strákur.

Gunna frænka í sveitinni

guðrún hárlaugsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband