Leita í fréttum mbl.is

Nu skall vi lära oss svenska!!

Hvar eigum við eiginlega að byrja?? Well, best að byrja á því að við erum flutt til Stokkhólms - fluttum út þann 30 ágúst, Nikulás kom 6 september og pabbi kemur þann 15 september. Þetta var ekki auðveld ákvörðu, í þeirri merkingu að fyrir 6 vikum síðan var hún ekki einusinni í umræðunni, en yfir einni helgarkaffistundinni hjá mömmu og pabba sagði mamma allt í einu "enough is enough - ég get ekki meir, þetta gengur ekki svona lengur!!!!". Ákveðin atvik höfðu orðið til þess að mamma vissi að ef ég fengið ekki fullkomnustu sérfræðiþjónustu til að vinna á lungnasjúkdómnum mínum þá yrði hún ekki sátt, ef allt færi á verri veginn, að hafa ekki barist fyrir mér - ef það þýddi að við yrðum að flytja til Timbúktu þá yrði svo að vera. Mamma var búin að vera í sambandi við sérfræðinga á NIH í USA og þeir vildu vinna eftir ákveðnu plani sem erfitt var að vinna eftir á Íslandi, þannig að hún hafði samband við læknana í Svíþjóð og spurði hvort þeir gætu farið eftir þessu plani og það var hægt. Þannig varð úr að í 10 daga vissu mamma og pabbi ekki hvort við færum til Stokkhólms eða Washington, þar sem Benjamín var boðið að taka þátt í rannsókn á BO (Bronchiolitis Obliterans) og skólinn hennar mömmu er með skiptinemasamning við NIH - því miður kom í ljós að varðandi sjúkratryggingar þá hefði mamma bara verið tryggð og ég hefði fengið alla þjónustu ókeypis sem varðaði lungun mín, en allt annað hefði verið ótryggt og við vitum alveg hvernig það er að tryggja einstaklinga sem hafa langa og stranga sjúkrasögu - það er nánast ekki hægt og ef það er hægt þá kostar það 3 handleggi, 5 fótleggi, og 9 tær!!!! Þannig að niðurstaðan varð Stokkhólmur - á 4 vikum gerðu mamma og pabbi ansi margt: mamma fór til Stokkhólms og skoðaði hús, gerði leigusamning, hringdi 7865 símtöl á hinar ýmsu opinberar skrifstofur, vann á stofunni, þau leigðu húsið okkar, seldu húsgögnin, héldu bílskúrssölu, skráðu okkur í skóla í Svíþjóð, mamma flaug út með mig, Hrafnhildi, og Alla amma kom með til að hjálpa - pabbi og Nikulás urðu eftir, og pabbi tæmdi húsið, setti allt í bíl og svo í skip, vann á stofunni, fór með Nikulási á fótboltaleiki, hringdi 5467 símtöl í allskonar stofnanir, sendu ógrynni af tölvupóstum, keyrði Nikulás í flug...........

Bara svo það sé á hreinu þá er GERLEGT að taka ákvörðun og flytja til annars lands á 4 vikum, en það hefði aldrei tekist nema með hjálp yndislegra vina og ættingja sem allir lögðust á eitt til að hjálpa okkur - ég held að flestir ef ekki allir hafi áttað sig á að þetta var það eina sem hægt var að gera í stöðunni okkar, og þrátt fyrir að fólkið okkar finnist erfitt að við höfum þurft að fara og muni sakna okkar líkt og við munum sakna (og gerum nú þegar) þeirra, þá vissu allir að við hefðum aldrei tekið svona ákvörðun nema af því að það var nauðsynlegt og fólk treysti því að foreldrar mínir viti hvað er best fyrir mig.

Við viljum þakka öllum okkar yndislegu vinum og ættingjum fyrir ómetanlega aðstoð í þessu "hraðferli" - ÞIÐ ERUÐ YNDISLEG OG TAKK, TAKK, TAKK FYRIR AÐ TRÚA Á MIG OG OKKUR OG VINNA BAKI BROTNU TIL AÐ HJÁLPA MÉR!!!! VIÐ ELSKUM YKKUR ÓENDANLEGA MIKIÐ HeartHalo

Með meyríhjartakveðju,

Benjamín Nökkvi Verðandi Svíi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gangi ykkur rosalega vel í Svíþjóð og ég hef nú trú á að svona frábær busunge eins og Benjó verði fljótur að ná sænskunni

Dísa Dóra, 8.9.2010 kl. 12:27

2 identicon

Gangi ykkur sem allra best í Svíþjóð. Ég geri mér alveg grein fyrir því að maður tekur ekki svona ákvörðun að gamni sínu en mér léttir að heyra að hann fái betri úrræði þarna úti heldur en hér heima.

Ég krossa fingur fyrir ykkur og þið eruð í bænum mínum. Þegar þið flytjið svo aftur heim, þá verður vonandi ástandið orðið gott hjá Benjamíni :) Við söknum ykkar en höldum áfram að fylgjast með sem endranær.

Kveðja Andrea frænka.

S. Andrea Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Ragnheiður

frábærlega er þetta flott og auðvitað er rétt hjá mömmu, GERA ALLT fyrir strákinn sinn -- mömmur eru akkurat til þess vinur minn.

Kær kveðja elskurnar og gangi ykkur nú vel

Ragnheiður , 12.9.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband