Leita í fréttum mbl.is

TJÚÚÚHHÚÚÚ!

Jamm, segi það og skrifa það - TJÚÚÚHHHÚÚÚ! - heyrði í Svíunum í dag og það voru góðar fréttir.  Byrjum á byrjuninni - ég fór í blóðprufu í gærmorgun og hún kom ansi vel út (krabbameinslega séð!), ég var aðeins hækkaður í hvítum en rétt hlutfall var þó milli hvítra og bardagafrumna sem er gott.  Ástæðan fyrir hækkuninni á hvítu blóðkornunum er að öllum líkindun sú að ég er eitthvað að kvefast (ég veit, aftur og nýbúinn!!) og mettaði ég ekkert frábærlega í gær (93-94) en alveg þokkalega, og mikið hor var í nös og slím í lungum.  Kannski er ég með RS-vírus en það virðist vera í tísku þessa dagana, og tók læknirinn minn "horsýni" til að senda í ræktun en niðurstöðurnar eru ekki enn komnar.  Ég fékk smá aukastera og slógu þeir vel á, það vel að mamma hélt að ég væri bara alveg orðinn góður í morgun þar sem ég hafði lítið hor og nánast engann hósta, eeeen, þegar líða tók á hádegi í dag fór mér aftur að versna en við fylgjumst bara vel með ástandinu og hringjum bara uppeftir (á spító) ef okkur finnst ástæða til.  Allavega, mamma er orðin leið á að bíða eftir niðurstöðunum í tengslum við Chimerismann (beinmergssýnið sem sent var til Svíþjóðar í greiningu) og hringdi hún bara út í morgunn og um hádegið hringdi læknir að utan í mömmu og lét hana hafa niðurstöðurnar úr sýninu.  Það var FLOTT, en ég var um og undir 1% í eigin frumum í öllum fjórum flokkum sem greindir eru (CD19, CD3, CD33, CD34) en það er lægra en síðast og mikilvægast af öllu - MJÖG GOTT fyrir mig!!!!  Þannig að, góðar fréttir af mér í dag (fyrir utan smá kvef, en hey, það er ekkert!)!  Nú er ég orðinn lúinn og ætla að fara í lúrinn - kannski get ég heimsótt yndislega vinkonu mína á næstu dögum þegar ég verð orðinn frískur.  Ég má nefnilega ekki smita hana því hún er veik eins og ég hef verið.

Með smápirringskveðju,

Benjamín Nökkvi Horari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er leiðinlegt að heyra að þú sért lasinn. En frábært að fá góðar niðurstöður úr rannsókninni. Við vildum bara óska þér til hamingju með þær.  láttu þér svo batna nú og vonandi þarftu ekkert að fara meira upp á spítala í bráð.

Kv. Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur.

Andrea (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband