Leita í fréttum mbl.is

Eitthvað óákveðinn þessa dagana!

Sælar elskurnar, eins og sumir kannski sjá er ég að máta nýtt útlit á síðuna mína og er fremur óákveðinn þannig að ég skipti um útlit eins og sumir um nærrur (veit, undarlegt orð sem móðir mín notar yfir nærbuxur, en mömmu finnst mjög gaman að fullnægja sköpunarþörfinni með því að búa til allskonar undarleg nýyrði Blush).  Well oh well, vonandi finnum við eitthvað útúr þessu með útlit síðunnar annars þarf maður nú kannski ekkert endilega að festa sig í sama útlitinu.  "Fjölbreytni og nýjungar" eru einkunnarorð mömmu, en pabbi er nokkuð sáttur á meðan hún breytir reglulega um aksturleiðir, snýr öllu við heima með jöfnu millibili, spreytir sig á nýjum matarréttum, osfrv., hann segir nefnilega að á meðan hún gerir það þá skiptir hún allavega ekki honum út (hí, hí, hí)!  Ég fór á Heyrna- og Talmeinastöðina í dag, en þekkt er að krabbameinslyf geti haft áhrif á heyrnina hjá börnum.  Ástæðan fyrir að ég fór var ekki sú að mömmu og pabba grunaði að mig heyrði illa, heldur þoli ég mjög illa ákveðin hljóð t.d. þegar verið er að láta renna í bað og svoleiðis "þung" hljóð.  Eftir heyrnamælinguna og eyrnaskoðun var niðurstaðan sú að eyrun mín virka fínt og líklegra er að ég hafi, af einhverjum ástæðum, þróað með mér einhverja næmni fyrir þessum ákveðnu hljóðum og þurfum við bara að vinna markvisst með að láta mig venjast þeim.  Eyrum semsagt flott!  Annars er ég að byrja að kvefast aftur, en eins og Teklan mín sagði við mömmu þá eru eiginlega allir hnerrandi í leikskólanum!  Jæja, nú vil ég sko fá samlokuna mína sem ég er búinn að biðja um í hálftíma!!!

Með Súpereyrnakveðju,

Benjamín Nökkvi Eyrnastór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband