Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

5 ára í gær!!

Elskurnar mínar, við ætluðum að setja inn smá færslu í gær þar sem ég varð árinu eldri  en bloggið var eitthvað bilað- nú er ég sko orðinn 5 ára!!  Foreldrar mínir horfa á mig með lotningu og skilja mest lítið í að ég sé orðinn svona stór gæi, en þvílík forréttindi að fá að eiga svona englastrák eins og mig (segja þau, sko!).  Við höfðum smá fjölskylduafmæli í gær (bara ég, mamma, pabbi, Hrafnhildur og Nikulás) og ég fékk að velja kvöldmat (Dominos alltaf vinsælt!) - ég fékk nýtt hjól (McQueen úr Cars), nýjan hjálm (McQueen úr Cars), 3 litla bíla úr...... (getið þrisvar), og svo fæ ég örugglega fullt af pökkum þegar ég held upp á afmælið svona alvöru!   Ég fór í magaspeglun í síðustu viku - skoðaðir æðagúlarnir mínir (litu ágætlega útSmile), og tekið vefjasýni úr görninni.  Það sáust 2 sár eða þrútin svæði (einhverskonar "separ") í maganum mínum og fór aðeins að blæða úr öðrum þegar Lúther ýtti við öðrum - okkur fannst þetta smá "turn off", þar sem gúlarnir litu ágætlega út, en okkur skilst að þessir "separ" leiði ekki til "störtblæðinga" (fossblæðing) ef þeir fara að blæða og það er ákveðin huggun í því.  Það er búið að vera smá vesen á lungunum mínum og er ég alltaf að nota pústvélina mína - hef verið á sýklalyfjum í tvígang - og nú er ég líklega með einhvern vírus þar sem búkurinn minn er allur í litlum útbrotum (höfum séð þetta áður og fengið að vita að þetta sé einhverskonar vírus - fórum líka til að láta líta á þetta upp á spító og læknirinn þar var nokkuð viss um að þetta væri einhver vírussýking - treystum honum sko alveg, hann er einn af þeim svölustu og í miklu uppáhaldi hjá mér!!).  Góðar fréttir fengum við frá Svíþjóð á fimmtudaginn þar sem mamma var orðinn leið á að bíða eftir svari úr Chimerismanum (hversu mikill hluti beinmergsins er gjafi og hversu mikill hluti eru mínar eigin frumur) - mamman semsagt hringdi út og eftir augnablik var hringt til baka (ungleg, afsakandi læknisröddWink) og hann sagði okkur að ég væri bara hreinlega 100% gjafi (sem er gjörsamleg stórkostlegt - svo vægt sé til orða tekið)!!!!  Engin merki um mínar frumur og þannig viljum við hafa það áfram!

Með 5árastórgæikveðju,

Benjamín Nökkvi Hinn Stórfenglegi


GVÖÖÐ MINN GÓÐUR!!!!

Ok, Ok, Ok, smá panikk hérna!  Mamman er að ranka við sér að rúmur mánuður er síðan við létum heyra frá okkur síðast - anda í poka, anda í poka, anda í p....!  OK - best að byrja - ég er í góðu lagi!!!  Við komum frá Stokkhólmi 8 júni, með engar fréttir nema þær að ég er að byrja að fá ský fyrir augun (þarf að fara í aðgerð eftir ca. 2-3 ár, fer eftir þróun - þar sem ég mun fara að sjá ver og ver - (mögulegar) síðbúnar afliðingar eftir mergskipti), lungun mín eru ekki nógu góð og þurfum við að fara að pústa mig með úðavélinni eftir ákveðnu prógrammi, þyngdin hmmm (verðum að berjast áfram í að reyna að þyngja mig, eeeen tannhirðan góð, og ÉG flottastur.  Við erum alltaf að fatta betur og betur hversu ótrúlegt það er að ég sé enn hér (ok, smá væmið, en það er sífellt verið að minna okkur á það) - innkirtlasérfræðingurinn í Huddinge byrjaði á að segja við okkur að hann tryði varla að ég væri þarna í alvöru, svo lygileg (ótrúleg) sólskinssaga væri sagan mín - Hahh, höfum alltaf vitað að ég væri einstakur, en Vóóó, helv.... hlýt ég að vera magnaður gæi!!  Trúið mér, við þökkum (Guði) innilega fyrir þá gargandi snilld að ég skuli enn vera hér, enginn hroki á þessum bæ!! Anyhow, þá fengum við ekki að vita út mergsýninu fyrr en ca. 10 dögum eftir að við komum heim (ok, kannski voru það bara 8 en það upplifðist sem svona 3-4 ár!!) - en þegar við fengum loks að vita (að mergurinn væri hreinn) þá hrundi mamma næstum í gólfið (veit, ekki í fyrsta sinn sem hún og pabbi hafa verið svona hengd upp á þráð) svo mikill var léttirinn!!  Við mjökumst áfram, foreldrar mínir eru enn að tjasla sér saman eftir að blæddi hjá mér í desember - talandi um að lenda í 1000földum áföllum í lífinu - en þau eru nokkuð nett á því samt og við fórum öll fjölskyldan til Vestmannaeyja á Pollamót í lok júní, bara Geðveikt!  Það, að vera saman sem fjölskylda er svo klikkaðslega gaman og enginn ætti að taka það sem sjálfsögðum hlut að geta gert skemmtilega hluti saman sem fjölskylda, það eru yndisleg forréttindi!  Fylkismenn voru að sjálfsögðu flottastir - Nikulás bróðir er dásamlegur fótboltatalent (má alveg sletta!), Hrafnhildur Tekla var sko flottasti fánaberinn, og ég var (sagði Örvar frændi sem var liðsstjóri) kosinn langflottasti Fylkismaðurinn!!  Fullt af upphrópunarmerkjum í dag, en þannig á það bara að vera!!!!!!!

Með Fótboltakveðju,

Benjamín Nökkvi HeldMeðFylkiKveðju


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband