29.7.2008 | 18:59
5 ára í gær!!
Elskurnar mínar, við ætluðum að setja inn smá færslu í gær þar sem ég varð árinu eldri en bloggið var eitthvað bilað- nú er ég sko orðinn 5 ára!! Foreldrar mínir horfa á mig með lotningu og skilja mest lítið í að ég sé orðinn svona stór gæi, en þvílík forréttindi að fá að eiga svona englastrák eins og mig (segja þau, sko!). Við höfðum smá fjölskylduafmæli í gær (bara ég, mamma, pabbi, Hrafnhildur og Nikulás) og ég fékk að velja kvöldmat (Dominos alltaf vinsælt!) - ég fékk nýtt hjól (McQueen úr Cars), nýjan hjálm (McQueen úr Cars), 3 litla bíla úr...... (getið þrisvar), og svo fæ ég örugglega fullt af pökkum þegar ég held upp á afmælið svona alvöru! Ég fór í magaspeglun í síðustu viku - skoðaðir æðagúlarnir mínir (litu ágætlega út), og tekið vefjasýni úr görninni. Það sáust 2 sár eða þrútin svæði (einhverskonar "separ") í maganum mínum og fór aðeins að blæða úr öðrum þegar Lúther ýtti við öðrum - okkur fannst þetta smá "turn off", þar sem gúlarnir litu ágætlega út, en okkur skilst að þessir "separ" leiði ekki til "störtblæðinga" (fossblæðing) ef þeir fara að blæða og það er ákveðin huggun í því. Það er búið að vera smá vesen á lungunum mínum og er ég alltaf að nota pústvélina mína - hef verið á sýklalyfjum í tvígang - og nú er ég líklega með einhvern vírus þar sem búkurinn minn er allur í litlum útbrotum (höfum séð þetta áður og fengið að vita að þetta sé einhverskonar vírus - fórum líka til að láta líta á þetta upp á spító og læknirinn þar var nokkuð viss um að þetta væri einhver vírussýking - treystum honum sko alveg, hann er einn af þeim svölustu og í miklu uppáhaldi hjá mér!!). Góðar fréttir fengum við frá Svíþjóð á fimmtudaginn þar sem mamma var orðinn leið á að bíða eftir svari úr Chimerismanum (hversu mikill hluti beinmergsins er gjafi og hversu mikill hluti eru mínar eigin frumur) - mamman semsagt hringdi út og eftir augnablik var hringt til baka (ungleg, afsakandi læknisrödd) og hann sagði okkur að ég væri bara hreinlega 100% gjafi (sem er gjörsamleg stórkostlegt - svo vægt sé til orða tekið)!!!! Engin merki um mínar frumur og þannig viljum við hafa það áfram!
Með 5árastórgæikveðju,
Benjamín Nökkvi Hinn Stórfenglegi
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innilega til hamingju með 5 ára afmælið kraftaverkastrákur
Það hafa heldur betur verið góða fréttir sem þið fenguð í afmælisgjöf - það er vonandi að þetta haldi áfram á þessari góðu braut
Dísa Dóra, 29.7.2008 kl. 20:25
Elsku Benjamín stóri strákur. Innilega til hamingju með 5 ára afmælið. Þú ert algjört kraftaverk. Bestu kveðjur til ykkar allra
Margrét, Biggi, Addi, Orri og litli bróðir :)
Margrét Backman (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 00:41
Innilegar hamingjuóskir með 5,ára afmælið elsku BenjamínKnús knús og sólarsambakveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.7.2008 kl. 07:06
Tilhamingju med afmælid kraftaverkastrakur!
Hulda (systir Göggu) (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 13:02
Innilega til hamingju með góðu fréttirnar og 5 ára afmælið.
Kveðja Andrea, Kjartan og strákarnir.
Andrea (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 01:30
Hjartanlega til hamingu með afmælið um daginn, þú ert greinilega enginn venjulegur strákur heldur alger HETJUSTRÁKUR.
Sendi mömmu, pabba og ykkur öllum kærar kveðjur
frá Sólveigu
Sólveig (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 14:45
Innilegar hamingjuóskir Benjamín Nökkvi stóri strákur Sendi mömmu þinni og pabba líka hamingjuóskir. Eru þið annars ekki á leiðinni út á Álftanes???? Alltaf velkomin
kv Gurrý
Gurrý (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 13:20
Til hamingju með afmælið stóri strákur...ég hef greinilega ekki litið við hjá þér lengi.
Meðskammastsínkveðjur
Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.