3.3.2007 | 07:40
Engar fréttir eru góðar fréttir!
Hæ músslur, já, þetta máltæki á allavega við hjá mér þessa dagana. Ég komst í leikskólann alla þessa viku og það var sko frábært!!! Kom svo heim eftir leikskóla og fór í bílaleik, get endalaust dundað mér með bílana mína (vil reyndar helst að mamma, pabbi, Teklan mín, Nikulás, amma eða afi, séu líka með - skil ekki hvað þau eru eitthvað löt við þetta!). Mamma og pabbi hafa oft talað um hvað ég er alltaf glaður og hafa sko spáð í hvernig maður getur verið svona uberglaður alltaf, sérstaklega þegar maður hefur farið í gegnum svona mikið erfitt eins og ég. Málið er bara það að svona er ég bara! Það lýsir því kannski best þegar við sitjum við matarborðið og ég byrja syngja t.d. "krummi svaf í klettagjá" og öskra svo hátt yfir borðið (af mikilli innlifun) "ooog allir með!!!!" - bara alveg hreint hrikalega krúttlegt og lýsandi fyrir mig (segir mamma). Hef litlu við að bæta í dag nema "reynið að njóta lífsins eftir bestu getu - dagurinn í dag kemur aldrei aftur"!!
Með lífiðergottkveðju,
Benjamín Nökkvi Söngvari
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman að fá góðar fréttir af þér strákur
Kveðja, Anna Lóa
Anna Lóa (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:24
Frábær strákur,við gætum stofnað félagið : Viðelskumkókapuffs og cheerios félagið
og ég yrði náttlega formaður obbolítið eldri en Benjamín og hann yrði varaformaður, gjaldkeri og ritari :) Þessi blanda (kölluð huldublanda á mínu heimili) hefur sko dugað mér í mörg, mörg, mööööööörg ár (ég er nefnilega dálítið mikið eldri en Bénjamín) og þegar maður sér barnið sitt loksins fá matarlyst á bara einhverju þá mundi maður setja M&M út á pönnukökurnar og kók með og hvæsa á þær "kellingar" sem hafa sko aldrei þurft að hafa áhyggjur af næringu sinna barna!
En svo að öðru jafnmikilvægu. Það er rosaleg ábyrgð sem leggst á ykkur við svona veikindi, erum við að gleyma einhverju...... hvað ætli þetta sé...... ættum við..... Þið eruð svo mikilvægar persónur í lífi barnanna að það verður að vera ykkar forverkefni að ÞIÐ fáið tíma til að komast aðeins frá, verða örmagna, gráta, sofa og fara síðan út að borða með góðum vinum og hugsa bara um það augnablik.
Ég óska ykkur öllum áframhaldandi "venjulegs lífs" sem er guðs gjöf, að komast i leikskóla, hnerra, kubba með krökkunum, hósta og hafa ekki áhyggjur af því, Megi styrkur, gleði og heilbrigði og hreysti í massavís taka yfir á heimili ykkar.
Guð blessi ykkur
Hulda Magg (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:26
Frábær strákur,við gætum stofnað félagið : Viðelskumkókapuffs og cheerios félagið
og ég yrði náttlega formaður obbolítið eldri en Benjamín og hann yrði varaformaður, gjaldkeri og ritari :) Þessi blanda (kölluð huldublanda á mínu heimili) hefur sko dugað mér í mörg, mörg, mööööööörg ár (ég er nefnilega dálítið mikið eldri en Bénjamín) og þegar maður sér barnið sitt loksins fá matarlyst á bara einhverju þá mundi maður setja M&M út á pönnukökurnar og kók með og hvæsa á þær "kellingar" sem hafa sko aldrei þurft að hafa áhyggjur af næringu sinna barna!
En svo að öðru jafnmikilvægu. Það er rosaleg ábyrgð sem leggst á ykkur við svona veikindi, erum við að gleyma einhverju...... hvað ætli þetta sé...... ættum við..... Þið eruð svo mikilvægar persónur í lífi barnanna að það verður að vera ykkar forverkefni að ÞIÐ fáið tíma til að komast aðeins frá, verða örmagna, gráta, sofa og fara síðan út að borða með góðum vinum og hugsa bara um það augnablik.
Ég óska ykkur öllum áframhaldandi "venjulegs lífs" sem er guðs gjöf, að komast i leikskóla, hnerra, kubba með krökkunum, hósta og hafa ekki áhyggjur af því, Megi styrkur, gleði og heilbrigði og hreysti í massavís taka yfir á heimili ykkar.
Guð blessi ykkur
Hulda Magg (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.