Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2007 | 19:09
Langar að deila smá með ykkur!
Hæ elskurnar, lítið að frétta nema fyrsta kvefpestin hefur gert vart við sig og er nú búin að vara í 10 daga. Byrjaði að kvefast, varð svo betri, og svo verri aftur. Mamma fór til Gautaborgar síðasta mánudag með hnút í maganum vegna þess að ég var með kvef en þar sem ég var batnandi ákvað hún að fara á mjög spennandi fjölskylduviku fyrir fjölskyldur barna sem farið hafa í beinmergsskipti. Hún fór sem meðlimur vinnuhóps á vegum SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna) - um síðbúnar afleiðingar eftir að hafa verið með krabbamein sem barn. Mamma kom heim á föstudag og fannst ég smá hressari en strax á laugardag fannst henni sem ég væri fölari en venjulega og frekar slappur. Við vorum með afmæli fyrir Nikulás, en hann var 9 ára 9 október, og afmælinu tengdust erfiðar minningar þegar ég greindist fyrst fyrir fjórum árum - einmitt sama dag og við héldum upp á afmælið hans Nikulásar, nema þá varð hann bara 5 ára. Anyways, þá var þessi slappleiki og fölvi alveg að fara með mömmu (og pabba + fleiri úr stórfjölskyldunni sem fannst ég vera fölur og slapparalegur). Til að gera langa sögu stutta enduðum við með að fara upp á spító í morgun, þar sem ég var kominn með hita og martraðir mömmu um endurkomu hvítblæðisins voru að gera hana geggjaða þannig að best var að klára þessa blóðprufu til að fá staðfestingu á ástandi mínu. Pjúff, hvað það var erfið bið eftir niðurstöðunum - en ég vil taka það fram að það yndislega fólk sem tengist okkur á Barnaspítalanum er alltaf tilbúið að hlusta á kvíða og taka foreldrana alvarlega. Það kom í ljós að ég er með einhverja sýkingu, hvítu voru smá há en rétt hlutföll og rauðu blóðgildin mín voru góð - sem þýðir að ekkert bendir til annars en að ég sé bara með fyrsta haustkvefið sem herjar svolítið hressilega á mig.
Langar að deila með ykkur (ef hægt er) fyrirlestri sem mamma hélt á Grand Hótel um ´"Hvað svo, lífið eftir að barn greinist með krabbamein".
Með haustkveðju,
Benjamín Nökkvi Fiskibolla (elska sko steiktar farsfiskibollur með karrýsósu!).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2007 | 09:52
Óóó, Legoland!
Hæ allir stuðboltar,
mig langar til að skella inn smá fréttum af mér en síðasti mánuður hefur verið fremur tíðindalítill (sem er gott) þó svo að alltaf sé allt á fullu að gera hjá foreldrum mínum. Ég fór síðast í blóðprufu fyrir rúmri viku en þá voru liðnar 4 vikur frá því að ég fór síðast í prufu. Mamma var búin að vera með mallandi kvíða allan þann tíma þar sem henni fannst blóðgildin mín pínu í lægri kantinum - allavega miðað við vanalega - svo tók hún upp á því að finnast ég smá hvítur á eyrunum (var oft merki um blóðleysi hjá mér), hún hengdi sig líka í að ég svaf óvenju lengi einn morguninn og var erfitt að vekja mig, semsagt, allt sem gat tengst veikindunum mínum fór mamma að taka eftir og henni leið ekki nógu vel. Það er nefnilega svo merkilegt að þó svo að ég hafi verið "hreinn" í rúm tvö ár minnkar kvíðinn yfir að veikindin taki sig upp aftur ekki heldur meira að segja eykst stundum ef eitthvað er. Margir eiga líklega erfitt með að skilja það, en svona er þetta bara hjá gríðarlega mörgum sem eru að berjast við lífshættulega sjúkdóma, það sýna allavega fjölmargar rannsóknir og fólk sem við höfum talað við og er í sömu stöðu og við hefur oft sömu sögu að segja. Ekki að ástæðulausu að mamma er að rannsaka líðan foreldra krabbameinssjúkra barna, hvort og hvernig hægt er að bæta stoðþjónustu við foreldra og fjölskyldu veika barnsins. Nóg um það! Við fórum sko í Legoland á þriðjudaginn - frábæra dagsferð sem var skipulögð af SKB og fullt af yndislegu fólki og fyrirtækjum kom að ferðinni til að gera hana sem skemmtilegasta fyrir okkur. Heil vél af krökkum sem höfðu greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra, og maður minn, sjaldan sem maður hefur lent í eins ljúfu flugi - allir svo glaðir og slakir að ég hugsa að það sé leitun að eins miklum fyrirmyndarfarþegum og okkur Við erum svo innilega þakklát öllu því gæðafólki sem gerði þessa ferð að veruleika, og, starfsfólk Icelandair - sem gaf alla vinnu sína - var dásemd. Æi, þetta var allt svo YNDISLEGT að mamma sat með kökkinn í hálsinum alla heimleiðina þegar hún var að hugsa um hvað fólk hafði lagt á sig til að "krabbakrílin" kæmust í svona flotta skemmtiferð. ÆÐI!! Við skemmtum okkur svo vel, ég hafði aldrei farið í Legoland áður, en pabbi, Nikulás og Teklan, fóru í Legoland með Styrktarfélaginu 18 mars 2005 - sem er sami dagur og ég var staddur með mömmu í Svíþjóð í 1 ársskoðun eftir fyrri mergskipti og greindist aftur. Þessi ferð hafði því ýtt á minningartakka hjá bæði mömmu og pabba, sem var erfitt, en þegar við vorum komin í Legoland held ég að gömlu minningarnar sem tengdust staðnum voru bættar með nýjum og jákvæðum minningum. Við fórum í fullt af tækjum og ég keyrði sko bíla, alveg sjálfur, sem mér fannst ótrúlega mikið stuð, enda spurði ég í morgun hvenær við færum eiginlega aftur í Legoland
Well, læt þetta nægja í bili - og bara til að það sé skýrt þá hef ég það fínt og blóðprufurnar mínar og stuðið á mér sýna að mér líður vel, bara mamma og pabbi sem eru að berjast við hræðslu og kvíða um að fj..... hvítblæðið komi aftur. Ég held nefnilega að það sé þannig að því "eðlilegra" sem lífið verður því hræddari verður maður að það verði tekið frá manni - bara spekingur, sko
Med Legokubbakveðju,
Benjamín Nökkvi Den Danske
íBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2007 | 20:13
Ég á sko frábær systkini!
Heil og sæl! Jamm, langt síðan síðast og kominn tími til að láta í sér heyra. Haustið virðist vera að sigla inn þessa dagana og með því fylgir meiri rútína sem getur líka verið notalegt. Ritaranum mínum finnst haustið besti árstími ársins því þá er allt svo "kósý" - kerti, heitar kássur, rauðvínsglas undir teppi upp í sófa, og kúruháttur algjör. Það hafa verið svolítið "hektískir" dagar undanfarið, pabbi að brasa í Indlandsævintýrum, mamma að skrá sig í kúrsa í HÍ og er enn á ný orðin skiptinemi við þennan ágæta háskóla (fyrst frá Danmörku þegar hún var að læra sálfræði og nú frá Svíþjóð þegar hún er í þessu doktórsdóti) - alltaf þarf hún að gera hlutina á óhefðbundin hátt. Teklan mín að byrja í skóla og Nikulás Íslandsmeistari að fara í 4 bekk (úff, hvað tíminn líður). Ég er byrjaður aftur í leikskólanum, og mér fannst sko pínu erfitt að byrja aftur og Teklan mín ekki með, en mikið er nú samt gott að geta verið í leikskóla, hitta vini sína og svona. Mig langar aðeins að segja ykkur frá hetjunum systkinum mínum - Teklan mín, ofursjálfstæða, ákvað upp á eigin spýtur að smella sér vestur á Ísó og sagði pabba síðasta föstudag að hún væri að fara ein í flugi vestur á laugardag og pabbi stóð á gati og hélt að þetta væri eitthvað sem mamma og amma hefðu ákveðið, en nei, ekki var það svo. Amma hringdi svo aftur um kvöldið og sagði að afi yrði í fríi næstu viku og að Teklan væri velkomin - rætt var við Tekluna og hún staðráðin í að fara og pantaði mamma far fyrir hana á laugardagsmorgun og drottningin flaug vestur seinnipart dags eftir að hafa leyft nokkrum tárum að drjúpa niður kinnarnar þegar mamma og hún voru komnar á flugvöllin og hún áttaði sig á að hún væri að fara. Ákveðin og sjálfstæð sem hún er vildi hún samt alls ekki hætta við, þurrkaði tárin og lét sig hafa það! Algjör hetja og besta systir í heimi, sko!! Nikulás spilaði svo fótbolta uppi á Akranesi, voru síðustu leikirnir í Íslandsmóti 6.flokks í fótbolta, en þeir höfðu unnið sinn riðil fyrr í sumar og nú var komið að lokaleikjum. Liðið hans (Fylkir, of course!) stóð sig frábærlega, komst í úrslit og vann úrslitaleikinn - en Fylkir fór heim með báða bikarana, bæði fyrir eldra og yngra ár 6. flokks. Snillingurinn hann bróðir minn skoraði 3 markið í úrslitaleiknum (í framlengingu), líka það fjórða og það sjötta - "England, here we come!". Ætla að hætta núna því við erum að fara borða kjötsúpu, nammi, namm.
Með aðdáunarkveðjuásystkinummínum,
Benjamín Nökkvi Systkinaelskari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2007 | 14:44
"Ég átti afmæli á laugardaginn, ég átti afmæli á laugardaginn, ég átti afmæli ég Benjamín...."
Jepp, átti sko afmæli síðasta laugardag, 28 júlí, og er nú orðinn 4 ára ofurgæi! Ekki svo margir sem hefðu trúað því, sko!!! Var á snilldarættarmóti um helgina - ætt móðurömmu minnar (semsagt amma, 6 systkini hennar, börn þeirra og barnabörn), en alls mættu eitthvað um 70 manns og allt þrusu stuðboltar. Við mættum að Varmalandi seinnipart föstudags, fengu indælis gúllassúpu sem Heiðar afi bjó til (besta súpa ever, sko) og súkkulaðitertu sem Rakel amma bakaði (hef ég minnst á að þau eru pínu ofvirk!!), smelltum okkur svo í smá laut og sungum þar til miðnættis. Ég vakti allan tímann og á þeim tíma tókst Eyjó frænda og ofursálfræðing að fá mig til að hætta vera hræddur við hunda og eeeeeelska Yasmin hundinn þeirra - believe it or not (one therapy session kraftaverk!)!!. Á laugardaginn skelltu mamma og krakkarnir sér í sund, en ég, pabbi og nýja langbesta vinkona mín (hundurinn Yasmin) vorum bara á tjaldsvæðinu á meðan, ég hef nefnilega bara einusinni farið í sund (rétt eftir að ég veiktist aftur) og legg ekki alveg í að fara strax aftur - maður getur nefnilega drukknað sko! (mín eigin orð!). Eftir sundið fórum við í Borgarnes og fengum okkur síðbúin hádegisverð (ég fékk afmælispizzu), síðan var keppt í fótbolta þar sem yngra liðið (börn og barnabörn) rústaði "gamlingjunum" (Nikulás stóð sig snilldarvel og talað er um hann í ættinni sem framtíðar atvinnumann í fótbolta, sem mun halda heiður ættarinnar á lofti í þeim enska) - en þar sem "gamlingjarnir" eru útsmognir voru þeir búnir að búa til reglur sem urðu til þess að þeir telja sig hafa unnið (við hin vitum betur). Kvöldmatur var svo innandyra, en boðið var upp á lambakjöt og svínakjöt, en ég vildi nú bara brauð með sméri (sem ég fékk) og svo stóðu þessir trylltu Bæjarar upp og sungu fyrir mig afmælissönginn, bæði á íslensku og sænsku (þar sem stór hópur ættingja minna frá Svíþjóð var á mótinu), en ég varð eiginlega hálf miður mín yfir þessum söng enda skiptar skoðanir hvort um sé að ræða söng eða hávaða!! Nei, þetta var virkilega fallegt og okkur þótti rosalega vænt um að allir skyldu standa upp fyrir mér og syngja og klappa mér til heiðurs - TAKK ALLIR, ÞIÐ ERUÐ FALLEGT OG SKEMMTILEGT FÓLK!! Well, komum svo heim í gær og vorum frekar þreytt eftir helgina, en Bæjararnir eru þekktir fyrir að vera miklir stuðboltar og bera svo sannarlega nafn með rentu! Mikið um upphrópunarmerki í dagi, en svo mikið að leggja áherslu á. Erum að bíða eftir að heyra eitthvað meira um niðurstöðurnar að utan, en eigum ekki von á að heyra neitt fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.
Með ættrækniskveðju,
Benjamín Nökkvi Bæjari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2007 | 19:48
Komin heim í hitabylgjuna!!!
Bið vinsamlegast um að fá ekki skömm í hattinn þrátt fyrir að þið hafið þurft að bíða lengi eftir að fá upplýsingar um niðurstöðurnar úr beinmergssýninu, en daginn eftir að við fengum úr sýninu fór af stað mikið snilldar skemmtiprógramm og við ritarinn vorum of uppgefin (þar til nú) að skella inn færslu. Semsagt (TATTARRRARAAAAAA!) - MERGSÝNIÐ LEIT VEL ÚT!!! Í raun og veru leit það eins vel út og hægt var að vona, sem þýðir alls engar krabbameinsfrumur og ekki einusinni vísbending um að neitt hræðilegt sé í gangi (mergsýnið var keyrt eftir ákveðinni tækni sem í stuttu máli er þannig að útlit gömlu veiku frumnanna minna er borið saman við þær frumur sem nú voru í mergnum og þær voru, sem betur fer, ekki eins útlítandi - ég veit, pínu flókið, en veiku frumurnar voru með ákveðna "marköra" sem bentu til að þær myndu þróast í krabbameinsfrumur og þegar ég greindist aftur fyrir tveimur árum var mergurinn fullur af þessum ákveðnu frumum, sem er semsagt ekki að sjá í mergnum núna - og hana nú!!). Anywhooo, þá fengum við ekki svo mikið fleiri niðurstöður - reyndar er ég með einhver gersvepp í lungunum og það eiga eftir að koma niðurstöður úr öllum veirusýnunum sem tekin voru þegar lungun voru skoluð, og eins á eftir að koma úr vefjasýninu sem tekið var úr lungunum. Svo virðist sem þetta lungnavandamál geti orðið langvarandi og ég fékk ákveðna úðavél til að lungnameðölin nýtist mér betur þegar ég verð kvefaður og svo vildi lungnalæknirinn að það ætti að pústa mig með þremur pústum nokkrum sinnum á dag á hverjum degi til að reyna að koma lungunum í eitthvað betra horf. Well, nóg um þetta veikindadót - við náðum að skemmta okkur konunglega síðustu dagana í Svíþjóð, fórum í Gröna Lund (mamma og krakkarnir voru tryllt í rússibönunum (samt ekki bananar, he, he, he!)), svo fórum við líka í dýragarðinn og Astrid Lindgrens Värld (mæli með báðum stöðum, sko!), sváfum í einhverjum hræðilegum kofa í Vimmerby (þar sem Astridgarðurinn er) eftir að við komum úr dýragarðinum og höfðum keyrt alla leið til Vimmerby (ekki svo svakalega langt í kílómetrum en með 3 þreytta grísi sem rifust út í eitt þá munaði minnstu að leggja yrði foreldrana inn á næstu geðdeild). Við komum svo tilbaka í Hamborgarahúsið seint á fimmtudagskvöld (afmælisdaginn hans pabba), föstudagurinn fór í smá verslunarleiðangur (þar sem ég fékk fyrirfram afmæligjöf - rafmagnsbíl, ohhh, minn elskulegi Leiftur McQueen!!), og svo var bara pakkað, þrifið, og heim í yndislega kotið okkar á laugardaginn. Æði!! Við erum semsagt lent heim á klakann, einhvernveginn ekki aaaalveg réttnefni þessa dagana, og erum í fríi út mánuðinn - í fyrsta sinn í fjögur ár sem við höfum verið nokkurn veginn í "eðlilegu" sumarfríi og það er frábært. Það sem var svo stórkostlegt við þessa Svíþjóðarferð var að við fundum hvað okkur líður vel í fjölskyldunni okkar, þrátt fyrir pirring og rifrildi þá vorum við öll loksins saman og skemmtum okkur konunglega að vera "bara" saman. Heyrumst bráðum aftur.
Með samheldnifjölskyldukveðju,
Benjamín Nökkvi FrúiníHamborgelskari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.7.2007 | 20:30
Live and kicking in Sweden!
Hæ hó krúsulúsurnar mínar! Pjúff, hvað við erum fegin að það er kominn sunnudagur og rannsóknartörnin að baki. Lentum hér í Stokkhólmi eftir tíðindalítið flug, en við krílin 3 stóðum okkur frábærlega vel og foreldrar okkar geta ekki annað en verið upp með sér yfir þessum dásamlega meðfærilegu börnum sem þau eiga. Við dunduðum okkur bara í fluginu, ég sofnaði smá, Hrafnhildur söng alla leiðina og Nikulás spurði mömmu reglulega hvað margar mínútur væru eftir af fluginu - enginn sem grét eða reifst og má það heita hálfgert afrek þar sem við vorum búin að vera vakandi frá því um kl.04 um morguninn. Tókum svo leigara í Hamborgarahúsið, hentum af okkur töskunum og smelltum okkur í Pulsen til að kaupa smá mat og aðrar nauðsynjarvörur. Á miðvikudaginn fór ég svo upp á spítala fyrir kl.9, við tók augnskoðun sem tók ca. klukkutíma með því að fá hræðilega dropa í augun, eftir það fór ég upp á deild þar sem við hittum læknana mína og ég var hlustaður og skoðaður, eftir það fór ég til hormónalæknis, og að lokum var ég sendur í hjarta og lungnaröntgen. Stanslaust prógramm til kl.14.30 - þeir sem ekki þekkja til átta sig kannski ekki á hvað þetta er mikil hlaup, en til að fara í þessar rannsóknir þarf að fara laaaaanga ganga fram og tilbaka, upp og niður hæðir, og aftur fram og tilbaka langa ganga. Á fimmtudag fór ég svo í hjartalínurit, handaröntgen (til að athuga hvernig vöxturinn er í beinunum mínum eða eitthvað þannig - hvernig ég vex sko!), svo fór ég aftur upp á deild og fékk emlaplástur til að hægt væri að taka blóðprufur og setja upp nál fyrir svæfinguna, svo voru teknar prufurnar (10 glös - ekki að grínast!), svo fór ég að hitta svæfingarlækninn og hún var greinilega mjög þreytt þar sem hún var alltaf að klifa á því þegar tölvan fór ekki í gang hjá henni ("jag är så trött"!!!). Á föstudeginum var ég aftur mættur fyrir kl.9, fór til lungnalæknis, hitti sjúkraþjálfa sem átti að kenna okkur á nýja úðunarvél sem ég þarf að fá fyrir lungun mín, var svo skellt upp á deild í bað, fékk róandi og brunuðum af stað niður í svæfingu fyrir kl.11. Í millitíðinni höfðu læknarnir verið að hringja sín á milli en svæfingalæknarnir vildu vita hvort það þyrfti endilega að svæfa mig þar sem lungnamyndatakan sýndi að ég var með smá lungnabólgu og ekki svo sniðugt að vera að svæfa þá. Krabbameinslæknirinn hringdi þá í lungnalækninn sem hélt að það yrði allt í lagi, og svo varð úr. Búið var að láta mömmu og pabba vita að ég gæti orðið rosa slappur eftir "bronchoskópíuna" (sprautað vatni í lungun og þau "ryksuguð" og síðan tekið vefjasýni úr lungunum) og að ég þyrfti að sofa eina nótt á spítalanum. Svæfingin gekk vel, beinmergurinn rann ljúflega og lungnavesenið gekk eins og í sögu en hrikalega mikil drulla var í lungunum og tóku þeir grilljón veirusýni. Ég svaf lengi eftir svæfinguna en vaknaði síðan svakalega hress, fór upp á deild og var þar í stuði, þeyttist um allt á hjóli (sem var eitt það besta sem hægt er að gera eftir svona lungnaskoðun, þ.e. að hreyfa sig til að ná upp meira slími). Ég fékk engan hita um kvöldið eins og búist var við, sofnaði svo um 23.30 og við mamma vöknuðum svo frekar hress í gærmorgun. Fékk að útskrifast fyrir kl.11 og við fjölskyldan skelltum okkur þá niður í Hamborgarahúsið þar sem við slöppuðum af (loksins!!) það sem eftir var dagsins. Í dag fórum við svo í svona tilraunagarð (Tom Titt) þar sem voru um og yfir 400 mismunandi uppfinningar og tilraunir sem hægt var að skoða og reyna við - ógeðslega gaman, sko! Á morgun er það Gröna Lund (tívolí), á þriðjudaginn þurfum við að hitta lækninn og fá einhverjar niðurstöður úr mergsýninu og lungnarannsókninni, á miðvikudag langar okkur að skella okku í Astrid Lindgrens Värld, sem er í 3 klukkutíma fjarlægð héðan, en þar ætlum við að gista og skella okkur svo í dýragarð (Kolmården) á fimmtudag, pakka svo á föstudag, og svo er það "home, sweet home" á laugardag. Ég veit, smá maraþonskrif í restina, en ritarinn er lúin og ákvað að smella restinni með í stikkorðastíl.
Með Kanelbullekveðju,
Benjamín Nökkvi SúperdúperHero
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.6.2007 | 19:07
Hæ hó Jibbíjei og Jibbííjei, það er kominn áttandi júní!!!
Hehehehehehehhe, ég er sko geggjaður húmoristi, er búinn að syngja þetta í allan dag og finnst ég brjálæðislega fyndinn Annars er það að frétta af mér að ég hef verið hress undanfarið og hef verið að styrkjast með hverjum deginum. En DAMN, er kominn með eitthvað fja..... kvef og korrar töluvert í mér, hósta frekar mikið og var svolítið þreyttur seinnipartinn í dag sem er fremur óvanalegt. Æi, vonandi er þetta bara venjulegt kvef sem ég puðra á og verð orðinn góður af eftir nokkra daga - ansans kvíðinn lætur nú samt strax á sér kræla hjá foreldrum mínum, líklega mun það minnka með árunum (vonandi!). Nú eru liðin 2 ár frá því að ég fór í seinni mergskiptin (7 júní 2005), alveg hreint með ólíkindum að svona langur tími sé liðinn og enn ótrúlegra að við séum búin að brasa í heimi krabbameins, lækna, sjúkrahúsa, osfrv. í bráðum 4 ár!!! Vorum að kíkja á myndir áðan hjá ömmu frá því að ég fór í fyrri mergskiptin og ótrúlegt að sjá Tekluna mína með snuddu í munninum, ekki einusinni 3 ára (en hún varð 6 ára þann 5 júní) og Nikulásinn minn bara 5 1/2 árs (verður 9 ára í haust), og ég bara 8 mánaða (verð sko 4 ára þann 28 júlí!!!). Ótrúlegt alveg hreint hvað margt hefur gerst á þessum tíma - Unbefuc.......leavable!! Nú styttist í Svíþjóðarferðina (3 júlí), mamma kom heim frá Svíþjóð á föstudaginn var (er nú formlega orðinn doktórsnemi við "The department of Women and Child Health" við Karolínska Institutet, í Svíþjóð - jamm, hún er bara stolt af því og má alveg vera það!) og nær bara að vera heima í rúmar 2 vikur þar til við förum aftur. Teklan mín stakk af til Ísafjarðar, fór með ömmu, afa og Rakel Ástrós, og er bara að hugsa um að vera þar í sumar nema hún vill gjarnan koma með til Svíþjóðar svo hún geti farið í tívolí og fleira stuð, en gæti örugglega hugsað sér að smella sér svo aftur á Ísó, en við erum nú að hugsa um að fá að halda henni heima eitthvað í sumar. Nikulás er í fótboltaskólanum hjá Fylkir og er lukkulegur með það enda fótbolti líf hans og yndi. Ég er líka orðinn svalur fótboltagæi og spilaði t.d. fótbolta við Heiðar afa næstum allan daginn sem við héldum upp á afmælið hennar Teklu - skildi samt ekki afhverju afi neitaði að skutla sér á magann í grasið!! TÚDDILÚÚ í bili.
Með "og það var stöngin inn!!!!!"-kveðju,
Benjamín Nökkvi FYLKIR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.5.2007 | 10:08
Góðir hlutir gerast hægt!
Hejsan svejsan! Maður þarf að skella sér í sænskuna af og til til að rifja hana upp, sérstaklega þegar ferð til Svíþjóðar fer að nálgast. Við fengum að vita í vikunni að búið er að skipuleggja eftirlitsheimsókn fyrir mig og förum við 3 júlí. Prógrammið er stíft í 3 daga - heilalínurit, hjartalínurit, lööööng augnskoðun, heimsókn til hormónalæknis, blóðprufur of course, og síðast beinmergstaka og vefjasýnataka úr lungunum. Við báðum um að sleppa tannlækninum, þar sem við erum með fínan tannlækni hér heima, og eins nennum við ekki að hitta félagsráðgjafann þar sem við búum hér á Íslandi en ekki í Svíþjóð og markmiðið með að hitta félagsráðgjafann er fyrst og fremst hugsað í tengslum við félagslega aðstoð. Annars værum við alveg til í að hitta hann og hana (þau eru í teymi) yfir kaffibolla og spjalla, því þau hafa reynst mömmu og pabba vel í bæði skiptin og tekið upp mál á spítalanum í Svíþjóð sem mömmu fannst ganga út yfir öll mörk, en með því að taka það upp með deildunum var það líka lagað - sem er frábært! Semsagt, þar sem þessi ferð lendir á sumarfrístímanum erum við sko að spá í að fara öll saman!! Í fyrsta sinn í tvö ár sem við færum öll saman til Svíþjóðar og mikið væri nú gaman ef niðurstöðurnar væru góðar og við gætum notið þess að fara saman í tívolí og kannski Astrid Lindgren garðinn (en ég hef aldrei komið í hann bara Nikulás og Tekla). Við ætlum semsagt að lengja ferðina smá og gera smá frí úr henni - heitasta óskin er að sjálfsögðu sú að allt líti vel út svo við getum öll upplifað þessa ferð sem hálfgerða sigurferð þar sem þetta er stór áfangi í mínu veikindaferli. Málið er nefnilega það að þó svo að við höngum ekki í neinum tímaramma þá er samt gríðarlega stór áfangi fyrir mig að hvítblæðið hafi ekki tekið sig upp aftur, og ef eitt ár bætist við þá gefur það okkur auknar vonir um framtíðarbata. Pjúff, þvílík langloka! Anyways, þá er niðurgangurinn loks að láta undan síga eftir næstum 2 vikna stanslausan rennikúk (pardon my French!) og nú get ég vonandi farið að bæta aðeins á mig aftur, en ég léttist allt of mikið þannig að 12 kílóa takmarkið stóð ekki nema í 1 dag Skítt með það (he, he, skítt sko - þið vitið, niðurgangur!), ég er sprækur þessa dagana og ég eeeeeelska lífið og allt sem það hefur upp á að bjóða. Njótum þess að vera til og ég tek aðra mér til fyrirmyndar þegar ég minni ykkur á kæru lesendur að sýna og segja þeim sem þið ferðist með að ykkur þyki vænt um þá og verið dugleg að kyssast og knúsast, það gefur lífinu gildi
Með væntumþykjufyrirlífinukveðju,
Benjamín Nökkvi SúperOfur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2007 | 17:13
Kominn á tvö hjól, sko!!
Hæ, hó, hí, verð að fá að deila með ykkur skemmtilegri framför hjá mér sem okkur fjölskyldunni finnst dásamleg - Ég er farinn að hjóla á tvíhjóli!!! Ég notast að sjálfsögðu við hjálpardekk, en fyrir lítinn kall sem fór ekki að ganga fyrr en fyrir rúmu ári síðan þá hlýtur þetta að vera merki um aukinn styrk í fótunum mínum og aukið úthald og það er bara geggjað! Afi Hörður bætti gamla tvíhjólið hans Nikulásar og á tveimur dögum lærði ég að hjóla á því, frá því að þurfa hjálp með pedalana og koma mér af stað í það að þeysast hring eftir hring (inni - úr holinu í stofuna og gegnum eldhúsið). Gersamlega frábært alveg, og mömmu og pabba finnst æði að heyra mig segja "ég fer svooooo hratt!!". Ég tók upp á því að fá þvílíka magapest í fyrrinótt, ældi og ældi þannig að mömmu stóð sko ekki á sama, og þegar ég var búinn að gubba ca.20 sinnum sofnaði ég úrvinda, vaknaði svo aðeins hressari en hafði og hef litla lyst. Ég fór því ekkert í leikskólann í gær og í dag, en amma passaði mig í dag svo að mamma kæmist í vinnuna. Er samt að hressast og farinn að stríða eins og ég er vanur þannig að líklega fer ég á leikskólann á föstudaginn. Ég er búinn að tala við pabba nokkrum sinnum í gegnum tölvuna en hann er að fíla Indland og lenti í afmælisveislu í gær þar sem voru pizzur og hamborgarar án kjöts! Held að hann sé ekki búinn að borða neitt kjöt síðan hann kom til Indlands á sunnudaginn, og finnst það bara gott mál. Ég var í blóðprufu á mánudaginn og hún leit vel út, líklega er ég síðan á leiðinni út til Svíþjóðar um miðjan júní - er að fara í 2 ára skoðunina og við krossum fingur fyrir að það komi vel út, ekki satt!! Er að fara í smá afmæliskvöldmat til Gumma afa og Öllu, en mamman á afmæli í dag, 35 ára!!! En yndisleg móðursystir mín sagði mömmu að slaka á aldurskomplexunum því í dag er 35 hinn nýi 25 ára aldur!! Það má lengi telja sér trú um það og mamma ætlar bara að fíiiiiila það að komast nær fertugsaldrinum og hana nú!
Með framfarakveðju,
Benjamín Nökkvi hinn Tvíhjólandi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2007 | 21:14
Hvað get ég sagt?
Ekkert mér til afsökunar, bara mikið að gera hjá öllum og ekki fer það neitt minnkandi fyrir sumarfrí Pabbi að smella sér til Indlands i vinnuferð eftir viku, ég fer mögulega til Svíþjóðar í 2 ára eftirlit nokkrum dögum eftir að hann kemur heim, svo er fótboltamót á Laugarvatni (Nikulás), Hrafnhildur á afmæli nokkrum dögum seinna (6 ára), NOPHO ráðstefna sem mömmu langar að kíkja á og samstarfsmaður hennar frá Svíþjóð kemur til á ráðstefnuna og til að funda með henni, mamma fer fyrir inntökunefnd í Svíþjóð örfáum dögum seinna, og svo er bara nánast skollið á sumarfrí. PJÚFFF, ég verð bara sveittur af því að hugsa um þetta!! Annars er ágætt að frétta af mér, ég varð kvefaður rétt áður en mamma og pabba fóru til New York, var góður í nokkra daga og kvefaðist svo aftur. Við höldum að þetta hafi verið einhver leiðindarveira sem hafi stungið sér í kroppinn minn þar sem ég var svona lengi að jafna mig, fékk líka mikinn niðurgang og húðútbrot þegar kvefið var að lagast en það hefur gerst áður þegar ég hef fengið veirukvefpest. Ég er ekki alveg að skilja þetta sumar, það kemur aldrei nótt!! Akkúrat núna er ég niðri í kjallara með pabba og Nikulási í fótbolta og Teklan mín er heima hjá vinkonu sinni í grillpylsum (búin að vera þar í allan dag og smellti sér bara með þeirri fjölskyldu í hesthús - algjör flakkari þessi systir mín). Ég er alltaf sami stuðboltinn og þroskast með hverjum deginum, lungun mín eru enn smá viðkvæm og maginn líka stundum, en annars líður mér ansi vel og finnst lífið algjörlega geggjað. Skal reyna að vera duglegri að koma með fréttir af mér
Með frestunaráráttukveðju,
Benjamín Nökkvi kjallarafótboltagæi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar