Leita í fréttum mbl.is

Lífið er ljúft!

Hæ hó, elskurnar mínar - mikið er langt síðan ég hef skrifað en við mamma höfum eiginlega ekki haft tíma né nennu til að skrifa undanfarið.  Þetta á ekki að skiljast á þann hátt að við nennum ekki að setja inn fréttir af mér heldur hefur bara verið fremur mikið að gera og þegar sú gamla hefur loks sest niður, ja, þá hefur orkan og hugmyndaflugið látið á sér standa.  Við áttum yndisleg jól og ég gjörsamlega fílaði þau í ræmurGrin!  Slöppuðum mikið af og ég var í fríi í hálfan mánuð held ég, bara að lufsast með fjölskyldunni - eitt huggulegt jólaboð, en annars bara heima - þar sem mér finnst allra best að vera.  Ég er nefnilega voða mikið þannig að það er mjöööög erfitt að fá mig útúr húsi, ég elska að vera heima hjá mér, og hana nú!!  Líklega er þetta vegna þess að ég var svo lítið heima fyrstu árin mín að nú er ég að taka það út BIG TIME - HEIMA ER BEST segi ég nú bara!!   Ég er samt ekkert að hanga eitthvað einn heima, neibb, næstum alla daga er ég með einhverja vini hjá mér og vitiði - vinkona mín gisti hjá mér um daginn!  Jebbs, hún Anna Kolbrún, vinkona mín af leikskólanum var fyrsti vinur minn sem gisti hjá mér eina nótt - en hinir krakkarnir eru oft að gista eða með vini sína hjá sér þannig að mér fannst alveg kominn tími á að ég fengi að hafa vin minn hjá mér.  Það var sko mjög gaman, hún Anna Kolbrún er svo skemmtileg og hress og hún er ekkert hrædd við kisur lengur held ég,  enda sá hún að kisurnar mínar eru svo góðar að maður þarf sko ekkert að vera hræddur við kisur - annað mál með hunda finnst mérErrm.  Allavega er ágætt að frétta af mér, ég lenti tvisvar uppi á spító með viku millibili, en gisti bara eina nótt hvort skipti - fékk einhverja hrikalega niðurgangspest (hafiði heyrt þennan áður!) sem gerði að ég varð svo þurr að ég þurfti að fá vökvun í bæði skiptin.  Þetta gekk nú samt hraðar fyrir sig en oft áður, ég held meira að segja að ég hafi aldrei áður verið eins fljótur að "jafna" mig eins og núna - ég meina, 2 nætur með viku millibili og hress á milli er nú frekar flott sko!  Ég er búinn að læra alla stafina og er að myndast við að læra að lesa, heimta að fá að lesa fyrir mömmu á kvöldin og er nú bara ansi lunkinn - stundum nenni ég þessu samt ekki þó ég vilji lesa og giska þá bara á stafina, fer í hláturskast af því ég bý oft til allskonar bullorðCool.  Það er svolítið leiðinlegt hvað það gengur illa að fita mig, en ég er sko orðinn 5 og hálfs árs og er enn bara 13 kíló, samt borða ég eins og hestur en ekki sest fituarða utan á mig - og það sem verra er, litlir vöðvar.  Ég finn aðeins fyrir því að ég er minni en hinir og ég finn oft að ég hef ekki eins mikið þrek og hinir krakkarnir í leikskólanum að hlaupa eða fara í langa göngutúra - en hey, ég get sko staðið á haus upp við vegg!!

Með letihaugakveðju,

Benjamín Nökkvi Grallaraspói


http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431282/2008/12/23/5/

Hæ elskurnar,

sláið á linkinn og þá sjáið þið þetta ágæta viðtal við okkur í KastljósiSmile

Óskum ykkur gleðilegra og kærleiksríkra jóla,

Benjamín og fjölskylda


Ég er flottur 5 ára gæi!

Elsku vinir mínir, mikið er langt síðan við höfum skrifað - ýmislegt gengið á en líka margt skemmtilegt og gott!  Á síðustu 3 vikum hef ég nánast misst meðvitund af óutskýrðum orsökum, en fór þessvegna í hjartaómun sem kom ansi vel út, fengið ítrekaðar blóðnasir og þurft að láta brenna fyrir í tvígang, komist að því að "skýin" í augunum eru líklega að aukast og ég þarf að fara í aðgerð á augunum og fá síðar tvískipt gleraugu þar sem svona aðgerðir laga ekki allt hjá litlum (stórum) strákum, EN, ég hef líka þyngst pínu og lengst, er farinn að vera brjálæðislega góður í Playstation og í PC (sem er gott fyrir samhæfingu heila, auga og handa), kom vel útúr prófi hjá iðjuþjálfa (fínhreyfingar - aðeins slakari með grófhreyfingar en hey, ég er sko í framför!), er að læra stafina á fullu með stuðningskonunni minn á leikskólanum (gengur brjálæðislega vel), er farinn að vilja reikna (hvað er 5 plús 2, osfrv.), og svo er ég bara svo glaður og kátur og eeeelska að fá að vera heima í desember (7,9,13)!!  Segi á hverjum degi:  "Mamma (Pabbi), ég er svo speeeeenntur að vita hvað er í dagatalinu á morgun" - og búinn að telja upp allt sem mig langar í jólagjöf (þar á meðal er flugdreki!!).  Svona smá skyndifréttir, en lofa að skrifa aftur fyrir jólin.

Með aldreiládeyðahjáokkurkveðju,

Benjamín Nökkvi Megajólabarn


Grein í Fréttablaðinu í dag!

Hæ allir, langt síðan ég hef látið heyra í mér en ég verð að segja að það hefur gengið ansi vel hjá mér undanfarið.  Fyrir utan prumpuNoroveiru sem stakk sér niður á heimilið síðasta fimmtudag, og ég byrjaði - BLEHH!  Var rosalega slappur og ofboðslega illt í maganum, fékk svo mikinn niðurgang og er nú ennþá með smá, sko!, en ég er alveg farinn að borða og segi við þau gömlu að ég sé nú ekkert veikur lengur heldur bara hinir á heimilinu (fyrir utan Nikulás).  Hrafnhildur Tekla kastaði svakalega upp í gærkvöldi og fram á nótt, svo var pabbinn næstur í röðinni, og mamman er "slöpp" í maganum.  Ég ætla að reyna að setja inn link á greinina sem kom í Fréttablaðinu í morgun, okkur fannst hún virkilega fín og vel skrifuð.  Til lukku Þórgunnur! http://vefblod.visir.is/index.php?s=2500&p=64126

Með prumpandikveðju,

Benjamín Nökkvi Fimmárakúkaprumpbrandarakarl


Nei, hættiði nú alveg - nú er pabbinn flúinn!!

Long time no see!  Hjá mér gengur nokkuð vel, óvenjuvel ef maður þorir að segja það upphátt /,9,13).  Ég hef getað farið í leikskólann næstum hvern dag í septembermánuði - fyrir utan einn dag þegar ég var í svæfingu og svo smá skrepp upp á spító.  Kom reyndar uppá að ég er orðinn rosalega lágur í járni og þarafleiðandi blóði (hemoglóbín 89) og farið af stað ferli til að reyna að byggja upp járnbúskapinn og næringuna almennt - hún er semsagt líka léleg (öðru nafni næringarskortur) þrátt fyrir að ég borði eins og hestur og líka fjölbreytt.  Komið í gang plan um hvernig er hægt að þyngja mig og næra betur og nú er bara að fara af stað og vona að þetta gangi nú upp og ekki þurfi að koma til þess það þurfi að setja inn æðalegg og gefa mér næringu í æð.  En það er nú lokaúrræðið okkar og langur vegur þangað og nokkuð hægt að gera áður en við lendum þar.  Annars er ég byrjaður í elsta hóp í leikskólanum og þvílíkar framfarir hjá mér í að teikna og skrifa stafinaCool - mér hafði nefnilega þótt það svo leiðinlegt af því að mér finnst svo erfitt að halda á blýant, en nú finnst mér það gaman og æfingin skapar svo sannarlega meistarann.  Ég er búinn að eignast fullt af nýjum vinum (sem eru sko líka 5 ára eins og ég) og ég er nú ófeiminn að hringja í þá og bjóða þeim heim eða fara til þerra í heimsókn að leika.  Er búinn að læra að hringja sjálfur og líka meira að segja skeina mér!!  Pabbinn er semsagt í viðskiptaferð í Indlandi en það er líka kúl að fá að vera ein (öll systkinin) með mömmsunni.

Með Flakkáforeldrumkveðju,

Benjamín Nökkvi Glannagæi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband