24.12.2006 | 15:38
Yess, jólin eru í dag!
Hæ elskurnar, yepp ég er kominn heim í kotið - TJÚHHHÚÚÚ!!!!!
Ég fékk að fara heim af spítalanum seinnipart föstudags og fékk með mér hlunkavél sem framleiðir súrefni, til að ég gæti andað betur en ég hef verið að gera undanfarið. Það komu þessar ljúfu konur frá Súrefnisþjónustunni (já, mig minnir að það hafi heitið það) og kenndu okkur á allar græjur og létu okkur líka frá tvo súrefniskúta til að hafa á leiðinni heim. Mamma sagði þeim að líklega þyrfti ég nú ekki súrefni á leiðinni heim (enda ekki nema 15 mínútna akstur) og mjög trúlegt væri að ég myndi nú snúa á liðið og fara að metta vel sjálfur þegar ég kæmi heim (metta = anda vel og fá næginlegt súrefni í kroppinn, sko!). Jamm, sú gamla þekkir mig orðið ansi vel, enda af sama stríðniskyni og ég:) Semsagt, þurfti ég ekkert súrefni þegar ég kom heim, hékk í 90 það sem eftir var dags en þurfti svo að notast við súrefnisgripinn yfir nóttina þar sem ég seig undir 85 þegar ég var sofnaður. Eeeen, í gær hélt ég áfram að hækka í menntun, var 91-96 í mettun og náði að halda mér yfir 90 í nótt, oooog í morgun er ég búinn að vera frá 92-96 - hinn sprækasti krúttkall, enda jólin á næsta leiti. Ég er eiginlega að springa úr spenning og fannst nú að við hefðum bara getað opnað pakkana í gær þar sem þurfti nú að troða þeim undir tréð þannig að ég sá þá, lét það samt vera - selfcontrol, selfcontrol...... Ég ákvað nú að leggja mig smávegis (er sko sofandi í augnablikinu) því ég ætla að hafa stuð í kvöld og alls ekki að missa af neinu - ekki það að ég hafi farið snemma að sofa síðustu tvö kvöld en í gær sló ég nú öll met og fór ekki að sofa fyrr en með þeim gömlu, semsagt 00.30, og ætlaði eiginlega ekki að fara sofa þá heldur - sagði við mömmu "Common, skemmtileg" (frasar frá Nikulási bróður)!
Nú ætlar mamma að skella sér í steikina þannig að við heyrumst aftur á morgun.
Einlægar kærleikskveðjur til ykkar allra og munið að besta gjöfin af öllum er að geta verið með þeim sem maður elskar á jólunum (það finnst okkur allavega). Guð og englarnir vaki yfir ykkur öllum og megið þið eiga gott og gæfuríkt ár fyrir höndum.
Kossa og knúskveðjur,
Benjamín Nökkvi Jólastrákur
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.