Leita í fréttum mbl.is

Inn og út af spító (syngist við lagið "inn og út um gluggan")!

Komið margblessuð og sæl.  Ég (Benjó) hef ákveðið að færa mig hingað inn í bili þar sem ritarinn minn (mamma) er orðin frekar þreytt á því flókna umstangi sem þarf til þegar kemur að því að skrifa í dagbókina mína inni á minni síðu.  Það má segja að það sé nánast einungis á færi doktóra í tölvufræðum (eða eitthvað þannig) - allavega finnst mömmu það orðið þreytandi að til þess að skrifa eina dagbókafærslu þarf hún að gera svo margar aðgerðir í tölvunni að hún þarf nánast að leggja sig á eftir.  Fyrir utan það, að þegar við erum annarsstaðar en heima, t.d. uppi á spító eins og núna, þá er nánast vonlaust að halda uppi einhverju bloggi nema með því að viðhafa ýmsar kúnstir og nú nennum við því ekki lengur.

Semsagt er ég kominn enn og aftur upp á Barnaspítala - í þriðja sinn síðan í lok nóvember - en nú eru lungun mín pínu veik og ég þarf að hafa súrefni til að súrefnismettunin mín haldist yfir 82, en fyrir þá sem ekki þekkja til á maður að metta svona 99-100%.  Ég kom inn á sunnudagskvöldið og í gær fór ég í ristilspeglun, berkjuspeglun, lungun mín voru skoluð og svo var tekið eitt beinmergssýni sem sent verður til Svíþjóðar (til að kíkja á Chimerismann - munið, hversu mikið er af mínum frumum og hversu mikið af Nikulásarfrumum).  Well oh well, ég verð hér allavega til morguns og ef ég verð ekki farinn að metta betur þá fæ ég líklega senda með mér vél heim sem býr til súrefni og sem hægt er að tengja mig við til að hjálpa mér að anda vel.  Læknarnir mínir eru svona að spá í hvort ég sé með einhverja veirusýkingu í lungunum, sem erfitt er að finna (t.d. Cytomegalovírus, held það sé skrifað einhvern veginn svona), en svo getur líka verið að ég sé með höfnunareinkenni í lungunum og það er ekki alveg nógu gott sko!  Það koma vonandi einhverjar niðurstöður í dag, en annars er ótrúlegt hvað við erum eitthvað slök yfir þessu mesti kvíðinn liggur í því hvort fj..... hvítblæðið sé nokkuð að poppa upp aftur, en það er samt ekkert sem bendir til þess. 

Ég er kominn í þokkalegan jólafíling og mamma og pabbi eru frekar afslöppuð yfir jólastandinu (allavega mamma), þau eru nefnilega búin að kaupa allar gjafir nema 3, búið að pakka inn með hjálp Öllu ömmu, Rúna amma er búin að passa Nikulás og Hrafnhildi á meðan pabbi hefur verið í vinnunni fram á kvöld í þessari viku (en hann fer í jólafrí á hádegi í dag), og Hjödda hin dásamlega móðursystir mín tók að sér að jólaþrifin, og ekki má gleyma að kærir vinir okkar redduðu okkur elduðum kalkún frá Ameríku (úllalla) sem þarf bara að skella í ofninn í 40 mínútur.  Jepp, jólin mega bara koma fyrir okkur, þannig að þó ég fengi ekki að fara heim fyrr en á hádegi á aðfangadag myndi það ekki skipta máli við myndum samt fá góðan mat og umfram allt vera saman og njóta jólanna.

Með spítókveðju,

Benjamín Nökkvi "smáandstutturþessadagana"


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sendi "BATNAÐARKNÚS" til þín og kæra kveðju til foreldranna.  Vona að jólin verði góð hjá ykkur og þið getið notið þeirra í heimakotinu.

Dísa (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 22:09

2 identicon

Hæ töffari og stór hetja:)

Við mamma vorum að skoða myndirnar og lesa fréttir af þér..

Vonandi verðuru fljótur að jafna þig og vonandi áttu góð jól með familijunni þinni:D

hafið það sem allra best:)

Bk: andri páll  www.barnaland.is/barn/7923   og mamma hans:)

sandra björk og andri páll (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 23:05

3 identicon

Hæ hæ Benjamín minn....

Vonandi batnar þér, hugsa alltaf til þín og gleymi aldrei hvað var gaman að vinna með svona duglegum strák á leikskólanum Vonandi hafið þið það gott um jólin, bið að heilsa Hrafnhildi Teklu.

 Kveðja Helga Kristín sem var að vinna á Rauðaborg http://www.barnaland.is/barn/13192

Helga Kristín (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 23:37

4 identicon

æ, æ, ég ætlaði nú bara að kíkja á síðuna og óska ykkur gleðilegra jóla, en þá sér maður svona fréttir.  Ég vona að þér batni sem fyrst og að þetta sé ekki vísirinn af einhverju verra.  Á maður ekki bara að vera bjartsýnn og vona það allra besta, að það náið heim í kalkúninn í dag og eigið góð jól. Allavega vona ég það svo innilega.

 Láttu þér batna og vonandi eigið þið góð jól.

Kveðja Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur.

Andrea (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband