Leita í fréttum mbl.is

Fréttir, fréttir, fréttir!

Hæ elskurnar mínar, ja nú eru sko fréttir af mér skal ég segja ykkur. Ég er að fara til Washington D.C. eftir tvær vikur! Já, nú spyrjið þið ykkur líklega hvað ég sé að fara að brasa þar og það skal ég nú segja ykkur - ég var tekinn inn á rannsóknarsjúkrahús í Bandaríkjunum sem heitir NIH (National Institute of Health) og þar er sérstök deild sem hefur áhuga á krónískum höfnunareinkennum eftir beinmergsflutning. Semsagt, ég fer út og gerðar eru á mér skrilljón rannsóknir til að fá algjöra yfirsýn yfir líkamlegt ástand mitt - ég ætla ekki einu sinni að nefna allar rannsóknirnar, en m.a. er um að ræða sneiðmyndir af brjóstkassanum mínum til að athuga hvernig hjarta og lungu hafa það, síðan er það MRI (tölvusneiðmynd), grilljón blóðprufur þar sem leitað verður eftir allskonar veirum, húðsjúkdómalæknir, tannlæknir, osfrv., síðan ætla læknarnir úti að skoða sérstaklega meltingarfæravandamálin mín, lungnavesenið mitt, og þeir vilja líka skoða hjartað mitt vel og vandlega. Það frábæra við þetta alltsaman er að þegar maður er tekinn inn á NIH þá borgar maður ekkert fyrir læknisþjónustuna (allar rannsóknirnar), né lyfin sem maður þarf kannski að fá og það sem er enn betra er að við búum ókeypis í svona Ronald McDonaldshúsi, sem reyndar heitir Children´s Inn, sem er á spítalalóðinni. Það sem leggst á okkur er flugferðin út og að ég verð þátttakandi í rannsókn á langtíma höfnunareinkennum, en okkur þykir nú bara hið besta mál að styðja rannsóknir sem geta hjálpað til við að öðlast þekkingu á þessu vandamáli sem oft getur fylgt beinmergsskiptum. Við mamma förum út þann 2 ágúst og komum aftur þann 16 ágúst. Það sem er pínu fyndið við þetta allt saman, sem gerðist nú bara í einni svipan eins og margt í okkar lífi Wink, er að þegar mamma var búin að bóka miðana í gær þá kom tölvupóstur til pabba frá starfsmanni fyrirtækis sem hefur áhuga á samstarfi við hann um það hvort hann gæti ekki komið út á svipuðum tíma og við erum þarna úti - ekki nóg með það heldur eru höfuðstöðvar fyrirtækisins svo nálægt að pabbi getur gist hjá okkur og keyrt með einum starfsmanni fyrirtækisins til að funda með þeim. Engar tilviljanir í þessu lífi eins og við höfum svo oft sagt. Eini bömmerinn núna er að ég er enn og aftur með niðurgangspest og er búinn að vera á spító síðan á þriðjudag, kemst kannski heim á morgun eða hinn en svo þarf ég að koma aftur þar sem það fannst sepi í ristlinum mínum sem þarf að taka og verður það gert á þriðjudaginn.

Með langlokuknúsi,

Benjamín Nökkvi Hinn Eftirsótti Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

...kv.

Inga María

Inga María, 19.7.2009 kl. 19:43

2 identicon

Sæti snúður,ég er ánægð fyrir þína hönd að þú færð þetta tækifæri,en eigingjörn að missa mömmsluna þína á meðan,en það kemur örugglega eitthvað gott út úr þessu.Bið að heilsa mö og pa og elsku vinur vona að þú komist heim af spító fljotlega...er hérna hinumegin í húsinu og kannski sjáumst við áður en þú ferð heim...knús og kram til þín krútt

Björk töffari (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Elsku litli Benjamín gangi þér alveg rosalega vel og á meðan þetta gengur yfir,þá ætla ég að kveikja þér til handa kertaljós og hugsa hlýlega til þín.....knús knús og stórt gott faðmlag handa þér og fjölskyldu þinni elsku litla fallega Hjartgull..

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.7.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband