1.6.2008 | 17:37
Long time no see!
Hejsan svejsan, ja nu ar det svenskan som galler Við erum semsagt í Svíþjóð, komum hingað á föstudag (30 maí) og verðum fram til 8 júní. Lentum í brakandi blíðu, 25 stiga hita og glampandi sól, og eins og sönnum Íslendingum einum er lagið erum við búin að vera úti við alllllllla helgina og njóta veðursins. Í gær voru við enn eina ferðina með þegar Barncancerföreningen í Stokkhólmi héldu grillveislu, mótórhjólakapparnir Honda GoldWings komu að venju og leyfðu okkur að keyra með þeim - ógeðslega gaman að fá að sitja í hliðarvagni! Að síðustu var happdrætti og höfðum við keypt 34 miða og fengum eitthvað um 10 vinninga, við vorum hreinlega farin að skammast okkar að fara upp og sækja vinninga, og yfirvigtin, ja, hún er líklega þegar komin Annars hefur maímánuður verið fremur leiðinlegur, ég er búinn að hósta mikið og hef þurft á pústunum mínum að halda, en hefði samt getað verið í leikskólanum stóran hluta úr maí en þá var því miður fimmta veikin að ganga og ekki var hægt að taka áhættuna á að ég fengi hana rétt áður en ég færi til Svíþjóðar. Mömmu fannst það heldur ekki á bætandi á allar lungnabólgurnar sem hafa hrjáð mig mest af í vetur, því þó ég hafi tekist ágætlega á við að fá Parainflúensuna (lesist - þurfti ekki að leggjast inn í ár en mikið uppi á bráðó!!) þá fannst foreldrum mínum óþarfi að senda mig í "ljónagryfjuna" og héldu mér því heima nánast allan mánuðinn, en þau eru náttúrulega í þeirri stöðu að vinna til skiptis til að láta þetta ganga upp og þannig er það bara! Við urðum samt að fá hana Ágústu mína til að passa mig smá því mamma þurfti að ganga frá ýmsum pappírum í tengslum við námið sitt og það er nú ekki friður fyrir aðalgæjanum í bænum til þess að sitja í einhverjum símtölum og bréfaskriftum. Nú erum við semsagt í Svíþjóð, hittum hér tvær ungar íslenskar konur sem eru í beinmergsskiptum (ömurlegur þessi sjúkdómur!!), og höfum líka hitt fólk sem var hérna með okkur í mergskiptum (mamma verður nú að viðurkenna að hún man ekki hvort það var í fyrri eða seinni, svona rennur þetta allt saman Á morgun byrja rannsóknirnar og erum við ekki enn búin að fá planið um hvernig tímunum er raðað upp - vitum bara að við eigum að mæta kl.8.15 í fyrramálið (lesist - byrjar líklega ekkert fyrr en um 10.00) og förum til lungnalæknis kl.11.00. Ó, gleymdi að segja að við erum hér öll fjölskyldan, eins og í fyrra, og krakkarnir (og ég) eru að fíla berar táslur, renna sér í brjáluðu rennibrautinni, vaka frameftir (lesist - mjög þreyttir foreldrar), fara í gossjálfsalann í húsinu og næla sér í gos í tíma og ótíma, en síðast en ekki síst að vera "öll saman fjölskyldan" eins og Benjamíninn (ég) segir alltaf. Kveðjum ykkur í bili.
Með SúperSpidermanStyleKveðju,
Benjamín Nökkvi Sólgleraugnatöffari (setum vonandi myndir af því sem fyrst - baaara SVALUR!)
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bestu kveðju frá okkur héðan úr Viðarásnum. náði ekki að kasta á ykkur kveðju áður en þið fóruð.
Rósa frænka
Rósa Harðardóttir, 1.6.2008 kl. 22:29
Takk fyrir síðast! Óskum ykkur alls hins besta. Frábært að þið getið notið ferðarinnar sem frí þrátt fyrir tilganginn.
Baráttukveðjur að vestan.
Halla (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:53
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:48
vonandi gekk allt vel úti hjá ykkur og þið öll spræk á Íslandi :-)
kveðja Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.6.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.