24.12.2007 | 15:38
Með ósk um gleðileg jól og farsæld á komandi ári ykkur öllum til handa
Kæru vinir og vandamenn, okkar bestu jólaóskir um hamingju og heilbrigði á nýju ári. Við fengum að fara heim í gær, frábært að sofa í mínu (mömmu og pabba) rúmi, mmmmmm. Var orðinn rosalega fölur seinnipartinn í gær og þau gömlu alveg að fara á límingunum, drógu reglulega úr hnappnum mínum en til allrar hamingju kom ekkert blóð. Ég var farinn að segja við mömmu í hvert sinn sem hún dró "hvað kemur mamma, blóð?", þegar mamma sagði "nei" þá sagði ég "gott, ég nenni ekki að fara aftur á spítlann, þá get ég sko ekkert opnað pakkana mína og þá opna Hrafnhildur og Nikulás þá bara". Mamma og pabbi sváfu þokkalega í nótt, en eftir að þau komu uppí þá rumskaði ég, bað um mjólk (sem ég fékk), þambaði hana, lagðist á koddan og sagði "þetta var góður dagur" - bara krúttlegt fannst mömmu og pabba. Nú ætlum við að hætta þessu í bili þar sem líða fer að matarundirbúning.
Með alheimskærleikskveðju,
Benjamín Nökkvi Með Þakklæti í Hjarta yfir að fá að Koma Heim um Jólin
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Vona að jólin hafi verið góð og róleg hjá ykkur.
Dísa Dóra, 26.12.2007 kl. 10:45
Gleðileg Jól og heilbrigð nýtt ár til ykkur öll og farsæld nýtt ár líka guð geymið ykkur öll og gefa að þið eigið æðislegt jól.Kær kveðja Dee
Dolores (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 22:24
Sæl kæra fjölskylda.
Það á aldeilis ekki af þessum litla manni að ganga!
Kemur sér vel að vera duglegastur í heimi.
Takk fyrir myndina af börnunum, þetta er hin fallegasti hópur....nema hvað!! Vonandi þurfið þið ekki að bruna meira á spítalann yfir hátíðarnar.
Jólakveðja frá Þórshöfn - Sóley, Örvar, Freyja, Arnar og Vala
Sóley (skb) (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 16:58
Gleðilegt ár kæra fjölskylda
Vonandi hafið þið haft það gott og huggulegt um hátíðarnar og vonandi laus við spítalavist.
Baráttukveðjur frá fjölskyldunni í Viðarási 3
Anna Kolbrún og fjölskylda (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:13
Úff, það er aldeilis búinn að vera erfiður desembermánuður hjá ykkur. Vonandi fer ástandið batnandi (eru nokkuð rosalegar spítalahefðir í janúar? Ef svo er, mæli ég með að sleppa því að halda í þær!).
Annars vildi ég bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi færir nýja árið ykkur gæfu.
Kveðja Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur.
Andrea (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 13:45
Okkur langaði að senda ykkur öllum nýárskveðjur og þakka fyrir það gamla. Vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar.
Halla, Sæmi og Salvör.
Halla (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.