Leita í fréttum mbl.is

Þið hljótið að vera að grínast!!

Nú er þetta sko hætt að vera fyndið - ekki það að það hafi nokkurn tíma verið það en mamma tekur oft svona til orða!  Mamma skellti sér í vinnuna í gær (beint af barnaspítalanum) og pabbi var hjá mér og ég var útskrifaður um hádegið.  Ég varð nú eitthvað fölur og fár á leiðinni heim í bílnum, svitnaði allur, en pabba datt helst í hug að ég hefði orðið bílveikur því ekki datt neinum í hug að það myndi blæða hjá mér aftur.  Amma kom svo að passa mig á meðan pabbi fór með Teklu og Nikulás upp á spító til að hitta Audda og Sveppa - en þeir voru að skemmta á leikstofunni - mamma kom svo við að hitta okkur en hún var í smá pásu úr vinnunni þar sem hún átti að taka á móti rannsóknarstyrk kl.15, pabbi brunaði svo heim til mín eftir skemmtunina og þá var amma að skeina mér og það var blóð í kúknum mínum.  Pabbi dró þá úr hnappnum mínum og enn og aftur kom blóð - við brunuðum uppeftir og vorum komnir kl. hálffjögur - semsagt innan við 4 tíma frí frá spító!  Mamma kveikti á símanum strax eftir afhendinguna og sá þá að pabbi hafði hringt og ætlaði varla að trúa því að ég væri kominn uppeftir aftur!  Pabbi róaði hana þó og mamma fór aftur í vinnuna til að klára síðustu viðtöl dagsins.  Þegar mamma kom upp á spítala var nýbúið að blæða ansi hressilega, en pabbi og vinkonuhjúkkan mín höfðu dregið um 50 ml. af blóði út hnappnum mínum og svo hafði ég kúkað miklum blóðkúk.  Ég hafði lækkað ansi mikið í hemóglóbíni eða úr 119 í 92 þannig að ég hafði misst töluvert blóð enda var ég svo hvítur þegar mamma kom að henni brá bara!  Ég var nú samt reytandi af mér brandarana og söng með Bubba byggir laginu og var í frekar mikið stuði sko, en ekki hvað!!  Ég var ekki alveg jafn kátur þegar þurfti að setja upp aðra nál fyrir blóðið mitt, en það hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel að setja upp fyrri nálina (fyrir lyfið mitt) og er ég því orðinn allur útstunginn.  Viðar læknir kom og auðvitað tókst honum (eins og fyrri daginn) að skella í mig nál með léttum leik (hann svitnaði bara smáWink).  Ég fékk því blóð í annan handlegginn og Sandostatin í hinn og gat því mest lítið notað hendurnar mínar.  Lúther kom að sjálfsögðu að kíkja á mig og var ákveðið að spegla mig strax í morgun nema ef eitthvað færi að blæða aftur þá ætti að gera það strax.  Ég hélt að sjálfsögðu kúlinu og blæddi ekki meir um nóttina, en þegar ég vaknaði í morgun var nálin í öðrum handleggnum (þar sem lyfið mitt var að renna) orðin eitthvað skrítin og handleggurinn minn og hendin frekar bólgin og stíf/ur, þannig að það varð að færa lyfið yfir í hinn handlegginna og svo var bara sett upp ný nál á meðan ég var í svæfingunni.  Ég leyfði mér nú að sofa vel eftir aðgerðina, en Lúther lokaði einhverjum æðum aftur, og þegar ég loks vaknaði um 14 var ég orðinn glorsoltinnn (enda verið fastandi síðan um kl.20 í gær) og fékk mér tvær samlokur og mjólkurglas - úff, hvað það var gott að fá eitthvað í bumbuna.  Við erum að hugsa um að toppa veru okkar á Barnaspítalanum og fara ekki heim fyrr en á Þorláksmessu (fórum heim 22 des í fyrra), en hey, jólin koma sko fyrir því og við fáum vonandi að vera bara öll saman heima, borða góðan mat (sem verður með einfaldara sniði í ár), ooooog opna pakkana (júúúhúú, ég hlakka sko til!!).

Með Allt er þegar þrennt er kveðju,

Benjamín Nökkvi Blóðbankaþegi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

æiææjæææ leitt að heyra, ég var að ráfa um á netinu og ákvað að kíkja á ykkur sem ég hef ekki gert alltof lengi.

Sendi ykkur baráttu og bata kveðjur

Kveðja Elísabet tómstundanemi :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 22.12.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Vonandi eruð þið komin heim! ... Gleðileg jól og hafið það extra gott.

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 23.12.2007 kl. 21:15

3 identicon

hæ hæ

gleðileg jól og megi nýja árið verða mjög heilsuhraust hjá ykkur öllum.  Vona að þið séuð komin heim og í góðum gír.

Berglind, Óli, Sunneva Lind og Kristófer

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband