17.12.2007 | 23:37
Jólin eru að koma.....
Hæ hó krúttkökur! Ætla aðeins að láta vita af mér, en ég þurfti að fara aftur upp á spító í gærkvöldi. Stundum getur verið gott að vera með kvíða þegar ástandið er óöruggt, því kvíðinn hennar mömmu fyrir að mér myndi fara að blæða aftur kom kannski í veg fyrir að ég kastaði upp blóði aftur og missti eins mikið blóð og um daginn. Mamma og pabbi voru búin að koma sér fyrir í sófanum með ís og alles, og ætluðu að kíkja á þátt í sjónvarpinu - grísirnir 3 sofnaðir - en mamma ákvað nú að draga úr sondunni minni til að tékka hvort nokkuð væri að blæða (eitthvað sem hún hefur gert reglulega þegar blætt hefur hjá mér). Með því að setja slöngu í hnappinn minn á maganum er hægt að athuga hvort eitthvað sé í gangi í bumbunni minni, og í gærkvöldi kom semsagt aftur blóð. Bömmer, bömmer, en ekki var nú hringt á sjúkrabíl núna heldur hringdu mamma og pabbi í ömmu sem kom og passaði krakkana og við brunuðum niður á spító. Margir snillingar tóku á móti mér, sett var upp nál, sandostatin blandað (lyfið sem stoppar blæðingar), hringt í Lúther og plan sett upp ef skyndiblæðing skyldi fara af stað - gjörgæsla, akút speglun, og blóðgjöf. Sem betur fór varð engin skyndiblæðing (7,9,13) og ég var sko í stuði til kl.04 í nótt, át 2 brauðsneiðar, svo kornfleks og mjólk, nammi, namm. Síðan fékk ég hressilega í magann og kúkaði ansi miklum blóðkúk en sofnaði loksins en vaknaði frekar hress í morgun. Mamma var ekki eins hress, frekar úldin bara! Það var ákveðið að taka blóð úr mér aftur og athuga hvernig blóðgildin mín voru, en í nótt var ég um 100 í hemó og vildu læknarnir mínir gefa mér blóð. Þar sem ég hafði nánast ekkert lækkað frá því í nótt var þó ákveðið að bíða með blóðgjöfina þar til Sandostatinið væri búið að renna inn (einhverntíma á morgun) því annars hefði þurft að setja upp aðra nál hjá mér og það er nú ekki eins og mér finnist neitt sérstaklega gaman að hafa nálar í báðum handleggjum, fyrir utan að það er ekki það auðveldasta í heimi að setja upp nálar í krumpuðu æðarnar mína. Ég er nú samt búinn að vera í dúndurstuði í dag (en ekki hvað!), lagði mig aðeins seinnipartinn og er því enn vakandi (klukkan að verða 00 - miðnætti sko) og sú gamla alveg að leka niður af þreytu. Ég fæ nú vonandi að fara heim á morgun og svo verðum við bara að sjá til hvernig verður með allar speglanir og "bumbuviðgerðir".
Með spítalaaðventukveðju,
Benjamín Nökkvi sem heldur í Desemberhefðir (að vera uppi á Barnaspítala, sko!!)
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæti litli kallinn, maður verður náttlega að setja upp jólahefðir og framfylgja þeim. Annað er svindl.
Góðan bara og kveðja til mömmu.
Kom stundum á gömlu síðuna ykkar
Ragnheiður , 17.12.2007 kl. 23:44
Hæ sæti
Langt síðan ég hef kíkt en ákvað að kíkja svona áður en ég legg af stað til íslands.
Þú ert vonandi kominn heim núna og hefur það fínt. Aldrei að vita nema að við hittumst á næstunni.
Knus og gleðileg jól
Lára frænka (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 08:15
Elsku Benjamín. Þú ert alveg svakalega duglegur strákur. Mamma var að segja mér hvað þú hefur þurft að vera mikið á spítala og verið oft lasinn. Ég þurfti aðeins að fara á Barnaspítalann um daginn af því ég var með sýkingu í fætinum og ég öskraði eins og óhemja því mér fannst svo vont að láta stinga mig. Því finnst mér þú alveg sérstaklega duglegur, alltaf verið að stinga eitthvað í þig og svona og samt ertu alltaf hress og kátur.
Ég vona að þú sért að verða hressari svo þú komist á leikskólann sem allra fyrst. Mamma og pabbi senda bestu baráttukveðjur til þín og fjölskyldunnar þinnar og vona að þið eigið ljúf og góð (veikindalaus) jól.
Með bestu kveðju Anna Kolbrún
Anna Kolbrún og fjölskylda (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 23:43
úff, það er nú aldeilis. Maður er hérna bara í þessu venjulega jólastressi og gerir sér enga grein fyrir því hvað raunverulegt stress er. Ég vona að mamma þín nái að jafna sig á stressinu/kvíðanum fyrir jólin og vonandi þarftu ekki að fara í fleiri ferðir upp á spítala í bráð.
Ég óska ykkur gleðilegra jóla og vonandi er þessi hrina búin í bili hjá þér.
Kveðja Andrea og co.
Andrea (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.