Leita í fréttum mbl.is

Tókst ekki að deila glærunum með ykkur, verður bara að hafa það.

Hæ elskurnar mínar, langt síðan síðast og það verður ekki langt í þetta sinn þar sem ritarinn minn situr á Heathrow á leið til Mumbai á Indlandi, og nettengingin er afskaplega takmörkuð.  Yepp, heyrðuð rétt, mamman er á leið til Indlands - á alþjóðlega ráðstefnu í tenglsum við krabbamein í börnum!  Foreldrar mínir eru svolítið klikkaðir, en ég held að veikindi mín hafi kennt þeim að reyna að láta draumana rætast, ef hægt er, og njóta lífsins eins vel og hægt er.  Þannig að þrátt fyrir "innra hrun" hjá þeim gömlu (á að skiljast sem andlegt niðurbrot eftir langa og stranga baráttu - en fyrirlesturinn hennar mömmu fjallaði einmitt um hvað getur átt sér stað eftir að mesti hasarinn, tengdum alvarlegum veikindum, er yfirstaðinn - niðurbrot, þreyta, skömm yfir að líða þannig, osfrv.), þá reyna þau að láta sér (og okkur) líða vel og lifa hér og nú (og hana nú!).  Ég er enn kvefaður - búinn að vera það í rúmar 3 vikur og mamma búinn að fara með mig tvær aukaferðir upp á spító þar sem kvíðinn fyrir að nú væri allt farið af stað aftur var að trylla hana (og fleiri).  Sigrún hjúkka sagði mömmu að koma með mig aftur í gær þar sem mamma væri að fara og hún þekkir mömmu svo vel að hún vissi að mamma gæti aldrei farið í svona langt ferðalag með risakvíðahnút í maganum.  Það var samt ekki tekinn blóðprufa, en síðustu prufur komu vel út eins og ég var búin að láta ykkur vita, en ég var hlustaður og svona, smá hljóð í lungunum mínum en ekkert alvarlegt og Guðmundi Góða og Sigrúnu leist bara ágætlega á mig og sögðu mömmu að þetta væri bara nokkuð eðlilegt að það tæki mig svona lengi að vinna á kvefi, þar sem ónæmiskerfið mitt væri að "æfa" sig að ráða sjálft við svona kvefpestir.  Megum heldur ekki gleyma því að frá september fram í mars í fyrra urðu kvefpestir til þess að lungun mín voru rosa slöpp og veik og ég þurfti töluverðar innlagnir og súrefnismeðferð var nánast í hverjum mánuði.  Þannig að þetta hljóta að vera framfarirSmile  Er mjög lystarmikill þessa dagana en hvert maturinn fer veit ég ekki (jú, í klósettið!), hann fer allavega ekki utan á mig og núna hef ég aftur lést - úr 12,1 kg. í 11,7 á tveim vikum - BAHHHHH, þreytandi þessi lélega þyngdaraukning, en það er líklega hluti af síðbúnum afleiðingum að meltingarfærin mín eru lúin og léleg.

Með bjartsýniskveðjuumfitun,

Benjamín Nökkvi Hinn Grannvaxni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er gott að ónæmiskerfið þitt fái tækifæi til að æfa sig. Það stendur sig vel er það ekki. Bati er eitthvað sem kemur svona hægt og rólega og stundum finnst manni ekkert ganga, en það gengur samt. Ég var nú ansi veik fyrir 10 árum þegar ein æðin í höfðinu á mér tók upp á því að springa. En ég var líka rosalega heppin því heilinn minn er bara í fínu lagi núna. Það tók hann reyndar nokkur ár að jafna sig og komast í rétta gírinn. Það tókst og mikið er ég glöð. Þú ert líka að jafna þig og mikið er ég glöð með það. Guð blessi þig litli vinur. Guð haldi líka áfram að senda þér bata. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.10.2007 kl. 22:38

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er greinilegt að ónæmiskerfið er að styrkjast. En mikið skil ég þennan skjálfta í foreldrum þínum. Er einhver leið að nálgast þennan fyrirlestur sem hún mamma þín er að fara að halda þarna í útlandinu? Finnst hann hljóma frekar áhugaverður og jafnvel eiga erindi við aðra foreldra en foreldra krabbameinssjúkra barna.

Haltu áfram að styrkja ónæmiskerfið og reyna að bæta einhverju smá utan á þig.  sjáumst.

Fjóla Æ., 1.11.2007 kl. 19:56

3 identicon

Kæri herra Benjamín Nökkvi! Það er mjög gott að borða rohosalega mikið af engjaþykkni (eða bát eins og börnin mín kalla það) því það er svo dásamlega fitandi að mér skilst og nú allskonar bragðtegundir.

Hafðu það þrusugott - vona að mamma þín gefi sjálfri sér tækifæri til að upplifa þessa reynslu og njóta augnabliksins.

bæjó HM

hm (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 23:22

4 identicon

Gott að heyra að ofnæmiskerfið sé að æfa sig og að þetta sé allt að koma hjá þér. það er eflaust erfitt fyrir foreldra þína að takast á við kvíðann en þetta er allt að koma sýnist mér. 

Annars er Ásgeir frændi þinn bara 12,6 kg og mjög léttur og eftir að læknir sagði að hann mætti borða rjóma og ís og svoleiðis, þá hefur verið ansi oft ís í eftirrétt (eftir kvöldmat) og stundum hefur hann jafnvel fengið kakó (lesist- súkkulaði build-up) eftir matinn (veit nú ekki alveg hvað næringarfræðingur segði við því, en úr því að hann borðar ekki meira, þá þarf hann e-s staðar að fá auka hitaeiningar).

 Kv. Andrea.

P.S. Gangi mömmu þinni vel með fyrirlesturinn á Indlandi.

Andrea (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband