Leita í fréttum mbl.is

Langar að deila smá með ykkur!

Hæ elskurnar, lítið að frétta nema fyrsta kvefpestin hefur gert vart við sig og er nú búin að vara í 10 daga.  Byrjaði að kvefast, varð svo betri, og svo verri aftur.  Mamma fór til Gautaborgar síðasta mánudag með hnút í maganum vegna þess að ég var með kvef en þar sem ég var batnandi ákvað hún að fara á mjög spennandi fjölskylduviku fyrir fjölskyldur barna sem farið hafa í beinmergsskipti.  Hún fór sem meðlimur vinnuhóps á vegum SKB (Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna) - um síðbúnar afleiðingar eftir að hafa verið með krabbamein sem barn.  Mamma kom heim á föstudag og fannst ég smá hressari en strax á laugardag fannst henni sem ég væri fölari en venjulega og frekar slappur.  Við vorum með afmæli fyrir Nikulás, en hann var 9 ára 9 október, og afmælinu tengdust erfiðar minningar þegar ég greindist fyrst fyrir fjórum árum - einmitt sama dag og við héldum upp á afmælið hans Nikulásar, nema þá varð hann bara 5 ára.  Anyways, þá var þessi slappleiki og fölvi alveg að fara með mömmu (og pabba + fleiri úr stórfjölskyldunni sem fannst ég vera fölur og slapparalegur).  Til að gera langa sögu stutta enduðum við með að fara upp á spító í morgun, þar sem ég var kominn með hita og martraðir mömmu um endurkomu hvítblæðisins voru að gera hana geggjaða þannig að best var að klára þessa blóðprufu til að fá staðfestingu á ástandi mínu.  Pjúff, hvað það var erfið bið eftir niðurstöðunum - en ég vil taka það fram að það yndislega fólk sem tengist okkur á Barnaspítalanum er alltaf tilbúið að hlusta á kvíða og taka foreldrana alvarlega.  Það kom í ljós að ég er með einhverja sýkingu, hvítu voru smá há en rétt hlutföll og rauðu blóðgildin mín voru góð - sem þýðir að ekkert bendir til annars en að ég sé bara með fyrsta haustkvefið sem herjar svolítið hressilega á mig.

Langar að deila með ykkur (ef hægt er) fyrirlestri sem mamma hélt á Grand Hótel um ´"Hvað svo, lífið eftir að barn greinist með krabbamein".

Með haustkveðju,

Benjamín Nökkvi Fiskibolla (elska sko steiktar farsfiskibollur með karrýsósu!).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Gott að heyra að allt kom vel út úr prufunum en við lentum í því sama með Helenu og kvíðinn alveg að fara með mann en okkar yndislega fólk á Barnaspítalanum tók líka vel á móti okkur og allar prufur fínar á okkar bæ líka!

Með kvíðinnvonandiaðminnka kveðju Gunnur og co

Gunnur Kristín Gunnarsd (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:51

2 identicon

Sæll og blessaður elsku Benjamín.

Þú ert nú orðinn svo sterkur að þú blæst bara á kvefskömmina, er það ekki ?

Ég hef ekkert að segja þér, annað en að láta þig vita að  ég hugsa mikið til þín á Bataveginum og góðu fjölskyldu þinnar.

Guð veri með þér dugnaðarforkur ! 

Edda Snorra (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband