11.1.2007 | 14:02
Eirðarleysi dauðans!
Hæ krúttapúttin mín, ekki svo mikið nýtt að frétta af mér þessa dagana - ég fer í leikskólann, er að verða duglegri og duglegri að borða aftur (borðaði pítu í fyrsta sinn í gær, var sko stoltur en held að yyyyyyndislegu stelpukonurnar mínar á deildinni hafi verið enn stoltari - þið eruð snillingar, stelpur!!!), kem heim og leik mér og knúsa fjölskylduna mína (og þau mig!), borða kvöldmatinn, læt svo lesa fyrir mig (Láki og Pósturinn Páll í uppáhaldi núna) og spyr svo mömmu hvort ég megi loka augunum (algjört krútt!). Ég lifi semsagt hversdagslegu lífi þessa dagana og það er svoooo gott að þurfa ekki að vera alltaf á þeytingi inn og út af spítalanum (þó ég elski alla þar!), vera alltaf veikur og slappur, heldur bara fá að þroskast á líkama og sál, algjör dásemd!! Vandinn er hinsvegar sá að mamma er eitthvað eirðarlaus þessa dagana, hún er svo vön að vera á fullu að núna þegar allt gengur vel (7,9,13) þá nær hún ekki að gíra niður og klára verkefnin sem liggja fyrir þessa dagana (svara spurningum úr rannsóknarkúrsinum sem hún tók í haust í sambandi við doktórsdótið hennar, undirbúa sjúkrapróf fyrir nokkra nemendur, fínpússa spurningarlista og eyðublöð í sambandi við rannsóknina hennar, osfrv.). Held hún þurfi bara að pústa út svolítið og sofa vel sú gamla til að ná einbeitingu á ný Anyways, þá líður mér vel og ég ætla að halda því áfram um ókomna tíð, mömmu og pabba líður líka vel (það er bara svolítið mikið að gera vinnulega séð hjá þeim og svo með okkur - ofurkraftadúndrarana þrjá!), Nikulási og Teklu virðist líka líða nokkuð vel en kannski finna mamma og pabbi meira fyrir því þessa dagana að stundum vantar þeim svona sértíma fyrir sig (með systkinum mínum sko, mamma og pabbi fá ekki svo mikinn sértíma, en hey, svona er þetta að eiga þrjá orkubolta!). Mamma ætlar að eiga "mömmudag" með Teklu á morgunn, en svei mér þá ef það er ekki í fyrsta skipti síðan ég veiktist að þær geta eytt heilum degi saman. Pabbi og Nikulás ætla síðan að fara bara tveir saman í bíó á sunnudaginn, á meðan ég, mamma og Tekla fara og sjá Skoppu og Skrítlu í Þjóðleikhúsinu.
Með "mammaereitthvaðtættkveðju",
Mamma í dulargervi Benjamíns Nökkva
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1135
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.