Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Lífið er list!

Ætla bara að hafa þetta stutt í dag - er enn á gjörgæsluskurðdeildinni eftir aðgerðir dagsins, er fremur lúinn og með töluverða verki en er samt búinn að vera vakandi svolítið og rífast yfir því að ég ætti mögulega ekki að fá að fara upp á deild áður en fótboltaleikir dagsins byrjuðuCool!!

Það voru semsagt teknar úr mér 5 tennur (barnatennur, þar sem ekki var pláss í gómnum mínum fyrir þær fullorðinstennur sem voru komnar), sýni tekin úr lifrinni minni til að athuga hvaða hnútur er þetta er sem sést í ómun, og svo var gerð magaspeglun þar sem þrjár æðar voru "kyrktar", þ.e. settar voru teygjur utanum þrjár æðar í vélindanu þar sem þær litu ekki nógu vel út og hefðu getað farið að blæða, að lokum voru teknir separ úr maganum mínum - semsagt mikið krukkað í kroppnum mínum í dag!!!!

Nú er ég loks kominn aftur upp á deildina, en sem betur fer þurfti ég ekki að sofa á gjörgæsludeildinni því þá hefði mammslan líklega þurft að sofa í stól í nótt - ekki það að það sé það versta sem hefði getað gerst Wink.

Læt vita betur af mér á morgun þegar mér líður pínu betur - nú er mér bara óglatt og þarf að gubba þannig að mamma ætlar að hætta í bili.

Með HrikalegriTöffaraKveðju,

Benjamín Nökkvi

 


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband