Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Mamma skrifar

Hæ allir, ég ákvað að skella niður nokkrum línum um prinsinn okkar og ákvað að gera það bara í minni eigin persónu - engin sérstök ástæða, þurfti það bara.  Benjómínó er hinn sprækasti og höfum við haldið okkur heima frá því á Þorlák - engar óvæntar blæðingar (7,9,13) - og er hann allur að braggast.  Við höfum ansi oft verið spurð, eftir þessar blæðingar, hvort hann sé enn slappur eftir þessar síðustu veikindahrinu - okkur þykir vænt um þessa umhyggju, en staðreyndin er sú að hetjan okkar þarf að vera gjörsamlega útslegin til að hægt sé að sjá slappleikamerki á honum.  Þegar 3 og síðasta blæðingin átti sér stað brunaði Bjössi (pabbinn, sko!) með hann upp á spítala (því mamman var svo bjartsýn að vera í vinnunni, þar sem átti að útskrifa prinsinn þennan sama dag og urðu því vaktaskipti - pabbinn tók við og mamman smellti sér í vinnugallan og í vinnuna) þar sem það sýndi sig að það var byrjað að blæða aftur.  Þegar ég svo kom uppeftir, eftir undarlega dag lífs míns (fór af spítalanum í sálfræðifötum, beint í 4 viðtöl, skrapp frá til að fara í krabbameinsskoðun, skellti mér upp á spító í millitíðinni til að hitta eldri börnin mín sem voru að horfa á Audda og Sveppa uppi á leiksktofunni, fór svo að taka við styrk vegna rannsóknarinnar minnar í sama húsi og ég hafði farið í krabbaskoðun, sá svo "missed call" þegar ég var á leið aftur í vinnuna (Bjössi að hringja og segja mér að þeir feðgar væru komnir aftur upp á spítóCrying), ég varð að fara og klára síðustu tvö viðtölin mín og brunaði svo uppeftir.  Þar sat Benjamíninn, fölur sem nár (92 í hemoglóbíni), búið að setja upp nálar í báða handleggi, og söng hástöfum "Bubbi byggir, getum við lagað það!".  Ef hann er ekki svalur þá er það enginn (Benjó sko, ekki Bubbi).

Ég veit að þetta er endurtekning á fyrri færslu en því sem ég sleppti þá er hversu hrikaleg áhrif þessar blæðingar hafa haft á sálarlíf okkar Bjössa - þessi blæðingarpakki átti loks að vera búinn, loksins vorum við hætt að missa slag úr hjartanu í hvert sinn sem Benjamín hóstaði í svefni og hlaupa eins og spretthlauparar til að athuga hvort honum blæddi nokkuð.  Sá ótti skall á okkur á fullum krafti á ný við þessar nýju blæðingar.  Okkur var svo létt þegar aðfangadagskvöld var búið - ekki vegna þess að það hafi verið leiðinlegt, þvert á móti áttum við yndislegt aðfangadagskvöld - við vorum bara svo glöð yfir því að við fengum að eiga það öll saman með öllum þeim dásamlega hamagangi sem fylgir þegar 3 grísir eru að springa úr spenningi - YNDISLEGT AÐ FÁ AÐ NJÓTA ÞESS!  Ástæðan fyrir þessari færslu minni er sú að vekja athygli á hversu brothættir foreldrar langveikra barna geta verið - kvíðinn og óttinn fyrir að eitthvað alvarlegt komi fyrir barnið þitt er raunverulegur, þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að meðhöndlun upprunalegu veikindanna lauk.  Mikilvægt er að reyna að hlúa vel að hvort öðru, tala saman, og umfram allt að fá að upplifa að það sé alveg eðlilegt að maður sé ekki "búinn að ná sér", heldur sé hversdagleikinn með langveikt barn oft fjandi erfiður!

Kærar kveðjur,

Eygló

ps. set inn nokkrar myndir af nýjustu fjölskyldumeðlimunum.


Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband