Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Óóó, Legoland!

Hæ allir stuðboltar,

mig langar til að skella inn smá fréttum af mér en síðasti mánuður hefur verið fremur tíðindalítill (sem er gottWink) þó svo að alltaf sé allt á fullu að gera hjá foreldrum mínum.  Ég fór síðast í blóðprufu fyrir rúmri viku en þá voru liðnar 4 vikur frá því að ég fór síðast í prufu.  Mamma var búin að vera með mallandi kvíða allan þann tíma þar sem henni fannst blóðgildin mín pínu í lægri kantinum - allavega miðað við vanalega - svo tók hún upp á því að finnast ég smá hvítur á eyrunum (var oft merki um blóðleysi hjá mér), hún hengdi sig líka í að ég svaf óvenju lengi einn morguninn og var erfitt að vekja mig, semsagt, allt sem gat tengst veikindunum mínum fór mamma að taka eftir og henni leið ekki nógu vel.  Það er nefnilega svo merkilegt að þó svo að ég hafi verið "hreinn" í rúm tvö ár minnkar kvíðinn yfir að veikindin taki sig upp aftur ekki heldur meira að segja eykst stundum ef eitthvað erFrown.  Margir eiga líklega erfitt með að skilja það, en svona er þetta bara hjá gríðarlega mörgum sem eru að berjast við lífshættulega sjúkdóma, það sýna allavega fjölmargar rannsóknir og fólk sem við höfum talað við og er í sömu stöðu og við hefur oft sömu sögu að segja.  Ekki að ástæðulausu að mamma er að rannsaka líðan foreldra krabbameinssjúkra barna, hvort og hvernig hægt er að bæta stoðþjónustu við foreldra og fjölskyldu veika barnsinsWink.  Nóg um það!  Við fórum sko í Legoland á þriðjudaginn - frábæra dagsferð sem var skipulögð af SKB og fullt af yndislegu fólki og fyrirtækjum kom að ferðinni til að gera hana sem skemmtilegasta fyrir okkur.  Heil vél af krökkum sem höfðu greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra, og maður minn, sjaldan sem maður hefur lent í eins ljúfu flugi - allir svo glaðir og slakir að ég hugsa að það sé leitun að eins miklum fyrirmyndarfarþegum og okkurHalo  Við erum svo innilega þakklát öllu því gæðafólki sem gerði þessa ferð að veruleika, og, starfsfólk Icelandair - sem gaf alla vinnu sína - var dásemd.  Æi, þetta var allt svo YNDISLEGT að mamma sat með kökkinn í hálsinum alla heimleiðina þegar hún var að hugsa um hvað fólk hafði lagt á sig til að "krabbakrílin" kæmust í svona flotta skemmtiferð. ÆÐI!!  Við skemmtum okkur svo vel, ég hafði aldrei farið í Legoland áður, en pabbi, Nikulás og Teklan, fóru í Legoland með Styrktarfélaginu 18 mars 2005 - sem er sami dagur og ég var staddur með mömmu í Svíþjóð í 1 ársskoðun eftir fyrri mergskipti og greindist aftur.  Þessi ferð hafði því ýtt á minningartakka hjá bæði mömmu og pabba, sem var erfitt, en þegar við vorum komin í Legoland held ég að gömlu minningarnar sem tengdust staðnum voru bættar með nýjum og jákvæðum minningum.  Við fórum í fullt af tækjum og ég keyrði sko bíla, alveg sjálfur, sem mér fannst ótrúlega mikið stuð, enda spurði ég í morgun hvenær við færum eiginlega aftur í LegolandGrin

Well, læt þetta nægja í bili - og bara til að það sé skýrt þá hef ég það fínt og blóðprufurnar mínar og stuðið á mér sýna að mér líður vel, bara mamma og pabbi sem eru að berjast við hræðslu og kvíða um að fj..... hvítblæðið komi aftur.  Ég held nefnilega að það sé þannig að því "eðlilegra" sem lífið verður því hræddari verður maður að það verði tekið frá manni - bara spekingur, skoWink

Med Legokubbakveðju,

Benjamín Nökkvi Den Danske

í

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband