Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
kærleiks kvedja <3
Langadi bara ad senda ykkur kærleikskvedju frà okkur thid erud ofarlega ì huga okkar. Kvedja Brynja og fjölskylda
Bryn (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 11. ágú. 2011
hetja
Hæ benjamín, ég hef aðeins hitt þig einu sinni, en ég þekki mömmu þína og þið eruð öll hetjur í familíunni, það sést langar leiðir. Baráttukveðjur, Auður B
Audur Brynjolfsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 8. sept. 2010
Hjördís
Hæ Benjamín! Ég hef aðeins fengið að hitta þig á barnaspítalanum þar sem ég vinn og verð bara að segja þér að þú ert einn allra flottasti strákur sem ég hef séð! Haltu áfram að vera svona frábær og gangi ykkur vel með allt saman
Hjördís (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 27. ágú. 2010
Vona að allt gangi vel í USA
komið þið sæl. Ég vona bara að allt gangi vel hjá ykkur í USA. kær kveðja Ein sem hugsar oft til ykkar
Ásta (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 1. okt. 2009
sumar í hjarta
Gráta er víst gott, næring fyrir líkamann en að gefast upp það er ekki í stöðunni svo það er bara að þrauka og halda svo sumarhátið þegar betur stendur á...Kv. Inga María
Inga María (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 4. júlí 2009
Gleðilega Hátíð
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, þri. 23. des. 2008
Áfram Benjamín hetja!!!!!
Gott að sjá hvað þú dafnar vel flotti og duglegi strákur... Þú ert sko EKTA hetja. Kveðja Vala og Freyr
Valgerður Guðrún Hjartardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 28. okt. 2008
Kvedja frà gamalli vinkonu ;)
Kæra fjölskylda Takk fyrir ad leyfa okkur ad fylgjst med ykkur ì baràttu ykkar. Nùna er èg bùin ad skoda allar myndir og næstum lesa allar færslur og mà bara segja VÀ! hvad tid erud heppinn ad eiga hvort annad og ekki minnst hvad tid erud òtrùlega dugleg og jàkvæd ;). Èg eftir ad kìkja reglulega à ykkur. Megi gud og englarnir halda àfram ad vaka yfir ykkur. Med bestu kvedju Brynja
Brynja Olgeirsdòttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 23. okt. 2008
5 ára í dag
til hamingju með 5 ára afmælið elsku ömmustrákur. Þú færð örugglega pakka í dag. Hingað ertu allavega kominn stóri strákur ömmu snúður. bið að heilas öllum heima líka Brandi og Skotta. Amma, Afi og Rakel Ástrós á Ísafirði.
rakel Rut Ingvadóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. júlí 2008
kveðja til Benjamíns
Til hamingju með sólskinssöguna þína og óska þess að hver dagur verði öðrum betri á batabrautinni. Ókunnug að austan.
Ásta Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. júlí 2008
kveðja.
Mér gengur alltaf jafn illa að koma til þín kveðju, elsku Strumpurinn. Var að enda við að senda fáeinar´línur, fékk þær aftur í hausinn. En aldrei að gefast upp, það hefur þú kennt okkur sem fylgjumst með þér ! Eruð þið enn í Svíþjóð ? Hvernig gengur ? Megi allar góðar vættir vaka yfir þér elsku duglegasti og besti Benjamín í öllum heiminum . Bið að heilsa öllum í fjölskyldu þinni ! edda Snorra
Edda Snorradottir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 29. júní 2008
Hetjan
Ég er búin að vera að renna yfir ferilinn hans Benjamíns frá því hann veiktist aðeins nokkurra vikna til dagsins í dag og skoða myndir af honum og hann er alveg hreynt hörkuduglegur og bráðfallegur strákur, mikið á hann góða af:O) skemmtið ykkur vel í ferðunum ykkar:O) knús á Benjamín litla frá fröken ókunnug sem er agndofa alveg hreint af dugnaðinu í hetjunni.
beta (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 17. maí 2008
hafið það gott í Sviðþjóð
hafið það ógó gott í Tívolí í Svíðþóð á laugardaginn... knús og koss á ykkur....
Þórunn Eva , fim. 15. maí 2008
Elsku krútti frændi
Þú ert ekkert smá duglegur, ég kem alltaf reglulega og les um þig en verð að viðurkenna að ég er ekkert svaakalega dugleg að kvitta. Bið að heilsa familíunni þinni dugnaðarpési..
Helga Stefánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. maí 2008
Sæll Benjamín
Þú ert hin sannkallaði íslenski súperman. Auðunn Torfi frændi þinn vill helst verða Spiderman svo þið eruð góðir saman:) gangi þér vel kveðja Áslaug Rut frænka frá Hlíðartúni og Auðunn Torfi hinn fjögurra ára Spiderman
Áslaug Rut Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. apr. 2008
Halló...
Villtist hér inn á þessa síðu og fletti í gegn um myndirnar.Og vá hvað drengurinn er með falleg augu!! En gangi ykkur vel Á alveg örugglega eftir að koma aftur..
ókunnug að vestan (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 28. mars 2008
þú ert alger hetja
Elsku litla Súper hetja okkar allra. Þú ert alger hetja , það verður ekki af þér skafið. Bjartsýni og gleði gefur lífinu gildi. Ég hugsa oft til þín litli vinur. Svo tendra ég á kerti handa þér hjá Lóu - englinum Guð geymi þig og þína . kv Villa
vilborg Ölversdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 5. mars 2008
kæra eygló
gleðilegt ár og þökk fyrir gott blogg. kv adda. ps.er ekki kominn tími á blogg!
Adda bloggar, fim. 24. jan. 2008
Kveðja
Elsku Benjamín Nökkvi,ég óska þér og þinni góðu fjölskyldu gleðilegs nýárs og vona að þú sért við góða heilsu. þó að ég sendi þér ekki línur eins oft og ég gerði, ertu alltaf í huga mínum, ég bara er svo " feimin " á blogginu, veit aldrei hvort kveðjur mínar komast til skila !! En ég vona að þú sért á BATAVEGINUM okkar, elsku hetjan okkar allra. Baráttukveðjur ! edda Snorra
Edda Snorradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Lítil kveðja
Sendum þér úr sveitinni elsku Benjamín bestu kveðjur. Höldum áfram að biðja fyir þér elsku kallinn og öllum í fjölskyldunni. Gunna frænka og fjölskyldan í sveitinni
Guðrún Hárlaugsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 18. des. 2007
Smá kveðja
Elsku Benjamín og systkini. Rakst á síðuna ykkar og gat ekki annað en kvittað. Þú ert náttúrulega bara sætastur og sakna þess að hitta þig ekki í leikskólanum lengur. Kveðja Eyja (sem var að vinna í Rauðaborg)
Eyja (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. sept. 2007
hlýjar kveðjur og bænir úr sveitinni
Elsku Benjamín og fjölskyldan öll. Gott að sjá hvað allt gengur vel. Hugsum til ykkar alltaf, og sendum bestu kveðjur Gunna frænka og fjölskyldan í Biskupstungum
Guðrún Hárlaugsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. sept. 2007
hlýjar hugsanir
Elsku Benjamín Nökkvi ! Ég er svo sem alltaf að reyna aðsenda þér hlýjar kveðjur og óskir um fullkominn bata . Veit ekki hvort þessar línur berast þér, en hvað um það, ég gleymi þér og þinni fjölskyldu aldrei ! Guð verndi ykkur öll. Edda
Edda Snorradottir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 14. sept. 2007
Frá Hrabbý
Hæ hæ sæti:) Svaka var gaman að koma til ykkar í heimsókn um daginn:) og svaka gaman að spila fótbolta við þig fótbolta kappann mikla, þú ert alveg ótrúlega klár í fótbolta:) svo vorum við svo heppin að hitta Rakel ömmu sem er alltaf svo stelpuleg og hress:) knúsukveðja til ykkar allra frá mér og Gumma frænda MosóGenginu;) og p.s. hlakka til að sjá mömmu þína í "flottu" velsniðnu buxunum sem pabbi keypti á Indlandi...;) **KNÚZ**
Hrafnhildur Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 19. júní 2007
Hæhæ
Gott að allt gengur vel, Benjamín á alltaf stað í hjarta okkar hér :) Gaman að geta fylgst með og svo koma nú fréttir í gegnum Gumma afa og Diddu. Vildum bara óska ykkur góðrar ferðar til Svíþjóðar. Kveðja frá Austurhlíðinni
Kristín Sigríður Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. júní 2007
Halló
Mikið er gott að lesa og sjá að allt gengur svona vel hjá ykkur,það er svo langt síðan ég hef kíkt á þig Benjamín,þú ert æðislega flottur við baksturinn :-)Skilaðu kærum kveðjum til mömmu,pabba og systkina héðan úr sveitinni,kiðlingarnir biðja líka að heilsa þér,þeir eru rúmlega 50 núna hlaupandi í fjósinu og flestr vilja láta klappa sér.Knús og kveðjur frá Jóu geitamömmu
Jóhanna B Þorvaldsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 11. maí 2007
Gaman að heyra
Hæ sæti frændi:) Gaman að fá svona fínar fréttir af þér:) Gangi þér vel elsku krúttari:* Bestu kveðjur til ykkar allra og sjáumst vonandi fyrr en seinna:) kveðja Hrafnhildur hirðklippari
Hrafnhildur Magnúsdóttir (Óskráður), sun. 25. mars 2007
Góðar fréttir
Til hamingju elsku vinur, ég þekki þig ekki en verð alltaf að fylgjast með þér, mér finnst þú alveg ótrúlega flottur súpergæi
kona að noðan (Óskráður), mið. 21. mars 2007
Til lukku!
Til hamingju með flottar niðusrtöður! Frábært! Bestur kveðjur, Stína frænka
Kristín Heiða Kristinsdóttir (Óskráður), þri. 27. feb. 2007
Flottastur
Benjamín minn, þú ert nátturlega bara lang flottastur og ekki gleyma því:) var að lesa og það er svolítið fyndið en hann Stefán Freyr er líka ný byrjaður að gera þetta líka semsagt tásulabb...veit ekki hvort þetta sé bara í tísku núna:)Bið að heilsa mömmu gömlu og líka pabba og Hrafnhildi og síðast en ekki síðst honum Nikkulási dúllukalli. Kv. Særós og co
særós (Óskráður), þri. 20. feb. 2007
Tásulabb
Hæ Eygló! Vegna tásulabbsins hans Benjó þá datt mér í hug dóttir vinar míns sem gekk alltaf á tánum en hún var með of stuttar sinar (aftan við hælinn). Hún fór svo í aðgerð þegar hún náði einhverjum ákveðnum aldri og gengur núna flötum fótum!Ef þú vilt heyra í pabba hennar þá get ég reddað því.Kv. Stína
Stína frænka (Óskráður), þri. 20. feb. 2007
Flott hjá þér supergaur
Elsku Súperhetjan okkar allra Haltu áfram að láta þér batna, ojbara kvef Guð geymi þig og þína Góðanótt kv. Villa
Villa Ölvers (Óskráður), sun. 28. jan. 2007
Orðin svona STÓR !!!!
Hæ, elsku snúllinn minn!! Mikið GRÝÐARLEGA hefuru stækkað síðan ég sá þig síðast!! enda langt um liðið. Og af skrifunum að dæma ertu bara orðinn nokkuð klár í sænskunni ;)Og mér sem fannst ég vera orðin bara slatti fær í tungumálinu á sínum tíma... En sú kunnátta mín er víst eitthvað farin að ryðga/riðga (hef aldrei náð almennilegum tökum á ybbsilon-reglunni, svo ég bið þig að afsaka.. =/ Mömmur okkar voru búnar að ákveða að þið mynduð kíkja við hingað til okkar á Lindargötuna en ekkert hefur sést til ykkar ennþá svo að endilega farðu nú að pikka í hana mömmu þína og benda henni á að henni Lóu vinkonu þinni sé farið að hlakka slatti til að sjá litlu (eða okey, stóru) ofurhetjuna sína. Og að sjálfsögðu verðuru að bæta við, með blíðu brosi á vör, að hana hlakki að sjálfsögðu heilmikið til að hitta mömmu þína líka;) Ástandið á minni mömmu er víst ekkert sérstaklega gott akkúrat í augnablikinu. En alls ekki hafa hátt um það, hún vill helst ekki að það fréttist mikið... ;) Hlakka til að sjá ykkur elsku yndislegu mæðgin! Skilaðu endilega kæri kveðju til mömmu þinnar og svo sendi ég ykkur báður riiiisa knús í huganum. Kær kveðja, blómarósin Lóa
Guðbjört Lóa (Óskráður), lau. 27. jan. 2007
Píparakveðja frá Gumma frænda
Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir það gamla.Megi nýtt ár færa ykkur gæfu og góðs gengis.Bestu kveðjur til ykkar allra og gangi ykkur allt í haginn.Adios y hasta pronto amigos.
Gummi (Óskráður), mið. 17. jan. 2007
Súperhetja
Hæ elsku kallinn mér finnst þessi síða flott og er fegin að sjá flottar myndir takk fyrir jólakortið skilaðu kveðju til foreldra súperhetjunnar BNB og líka til Nikulásar og Teklu kv. Villa
Villa Ölvers (Óskráður), mið. 17. jan. 2007
Kær kveðja;)
Halló halló kæra fjölskylda;) Langaði bara að þakka vel fyrir jólakortið í ár, æðisleg mynd af ykkur, og gaman að heyra að allt gengur vel, vona að árið 2007 verði lukkulegt í alla staði hjá ykkur;) Kær kveðja, Alda Björg fyrrum yfirskúrari.
Alda Björg Breiðfjörð (Óskráður), mið. 3. jan. 2007
Gleðileg jól!
Hæ elsku Benjamín og þið öll frábæra fjölskylda!!!! Takk kærlega fyrir æðislega fallegt jólakort. Benjamín þú ert alltaf svo mikið krúttípútt og litla prinsessa auðvitað líka og sömuleiðis stóri töffarinn ykkar. Vona að þið hafið það eins gott um jólin og við. Benjamín, þú verður alltaf stóra hetjan okkar:-) Stór koss og stórt knús. Jólakveðja Ásrún Eva og Bjarni.
Ásrún Eva Harðardóttir (Óskráður), þri. 26. des. 2006
Jólakveðjur,
Kæra fjölskylda! Óskum ykkur alls hins besta í baráttunni og vonum að þið eigið gleðilega jólahátíð og njótið farsældar og gleði á komandi ár. Halla, Sæmi, Guðbjört Lóa og Salvör.
Auðbjörg Halla (Óskráður), mán. 25. des. 2006
Jólakveðjur
Kæra fjölskylda! Óskum ykkur alls hins besta í baráttunni og vonum að þið eigið gleðilega jólahátíð og njótið farsældar og gleði á komandi ár. Halla, Sæmi, Guðbjört Lóa og Salvör.
Auðbjörg Halla (Óskráður), mán. 25. des. 2006
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar