8.1.2007 | 22:21
Good God, ofurskipulögðu Svíarnir eru dásamlega óskipulagðir!
Hejsan Svejsan (best að bregða fyrir sér sænskunni þegar maður ætlar að "dissa" þá aðeins, hí,hí)! Sko, þið sem þekkið mig vitið að ég er búinn að fara tvisvar í mergskipti til Svíþjóðar - útaf vibbahvítblæðinu mínu sem er grimmt og ákvað að koma aftur akkúrat ári eftir fyrri mergskipti - málið er bara það að eftir mergskipti vilja þeir fá mann í svona eftirlit 1 ári eftir mergskipti, 2 árum eftir, og svo framvegis. Allavega, þá "poppar" hér inn um lúguna bréf á föstudaginn um að nú sé að koma að 1 ársskoðuninni minni og ég vinsamlegast beðinn um að koma til Svíþjóðar í viku 13 (æi, þeir eru svo dásamlegir í þessum vikum sínum - eins og Danirnir - en við Íslendingar erum yfirleitt svona bara "Ha, vika hvað, hvaða dagsetning er það og í hvaða mánuði?"), semsagt í lok febrúar og byrjun mars. Búið er að bóka fyrir okkur fimm daga í Hamborgarahúsinu (Ronald Mcdonaldhúsið í Huddinge) og við bara boðin velkomin, en þó beðin um að láta vita ef þessi dagsetning hentar okkur ekki. Sko, nú er málinu þannig háttað að ég fór í fyrri mergskiptin þann 24 mars 2004, fór í 1 árs skoðun 14-18 mars 2005 þar sem hvítblæðið greindist aftur, fór í önnur mergskiptin þann 7 júní 2005 og í 1 árs skoðun númer tvö um miðjan júní 2006 (smá flókið, ég veit)! Þannig að einhversstaðar í dásamlega draumaskipulagða Svíþjóð er ég að hleypa geggjuðu kaósi í skipulagið, því engin þessara dagsetninga passar við að ég eigi að koma í nokkra einustu skoðun í endann febrúar 2007, og hvað þá 1 árs skoðun! Bahh, mamma hringdi út í morgun og aumingjans ritarinn fór í flækju og ætlaði nú að greiða úr þessu með því að segja við mömmu að það væri sko alltaf miðað við fyrstu mergskiptin (DÖÖÖÖHHH!), en mamma sagði þá bara sykursætt að það gæti nú ekki staðist þar sem þessi dagsetning ætti hvorki við fyrri mergskiptin né þau seinni, ef miðað væri við fyrri mergskiptin þá væri ég samt ekki að koma í 1 árs skoðun heldur 1 og 9 mánaða skoðun, og svo hefðum við nú komið út í 1 árs skoðun í júní í fyrra Mamma sá ritarann fyrir sér svitna og tútna út af vandræðagangi yfir þessum Íslending sem gerði klúður í "kerfinu" hjá þeim, en þegar ritarinn fór að skoða þetta nánar sá hún (líklega sér til mikillar hrellingar) að ég var skráður í skoðun bæði í endann febrúar og í júní. Þessi ræfils kona hikstaði og hló taugaveikluðum hlátri og sagðist bara ekkert skilja í þessu og að mamma hefði nú líklega rétt fyrir sér að þetta passaði ekki alveg (really!). Ykkur að segja þá getum við nú ekki sagt að þetta komi neitt stórkostlega á óvart því þrátt fyrir yndislegheit og fagmennsku þá virðist skipulag hjá Svíunum (sérstaklega þegar kemur að sjúkraskýrslum og skjölum tengdum sjúklingum spítalans) vera í algjöru (allavega hálfgerðu) kaósi. Við erum semsagt ekki að fara út í endann febrúar en bíðum eftir að fá nýtt bréf eftir svona tvo mánuði til að boða okkur í 2 ára skoðun í júní - þeir vilja nefnilega vera tímanlega í óskipulaginu sínu!
Með þeytarakveðju,
Benjamín Nökkvi "yfirhrærari í sænsku (ó)skipulagi" ("svo er ég Björnsson og ekki Björnarsson!!!")
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe þessir svíar þurfa nú að hafa allt skipulagt og skipulagt og týna sér svo í öllu pappírsflóðinu sem fylgir þessi skipulagi. Þegar ég bjó þarna var ég nú vön að segja að maður gæti ekki einu sinni farið á klóið án þess að skila inn skýrslu í amk sjöriti um það
Dísa (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.