7.1.2007 | 00:06
Litið yfir farinn veg!
Mamma skrifar:
Undarlegt hvernig áramót geta haft áhrif á tilfinningar og hugsanir, þessi áramót hafa haft þau áhrif á mig að ég hef ákveðið að líta yfir líf okkar síðustu þriggja ára eða frá því að Benjamín Nökkvi greindist með hvítblæði í október 2003. Skrítið, ég held að á þessum þremur árum hafi ég aldrei skrifað beint um mínar eigin tilfinningar, tengdum þessum veikindum, en að sjálfsögðu gert það á einhvern hátt óbeint í gegnum "skrifin" hans Benjamíns. Ég tók þó strax þann pól í hæðina að Benjamín á þetta blogg og það er hann sem skrifar en í þetta sinn ætla ég að leyfa mér að skjóta "mér" hér inn þar sem mér þykir það mikilvægt á þessum tímamótum.
Tíminn sem liðið hefur síðan í október 2003 hefur á einhvern hátt liðið í hálfgerðri móðu, eins og ég hafi ekki alveg verið fullkomlega til staðar í lífinu en þannig verður það kannski þegar maður reynir að vera virkur á mörgum vígstöðvum samtímis. Það, að taka fullan þátt í sjúkdómi barnsins síns er, eins og þeir vita sem eru í sömu sporum, langtum meira en full vinna og því er annað í lífinu hrein og klár viðbót við "sjúkdómsvinnuna". Hér á ég við að allt sem manni langar að gera og vill sinna (hin börnin, makinn, fjölskyldan, heimilið, vinnan, osfrv.) verður einhvernveginn aldrei sinnt eins og maður vildi og oft í "móðunni miklu". Ég hugsa að margir foreldrar alvarlegra veikra barna þekki tilfinninguna að vera "úti á þekju", þ.e. vera ekki alveg til staðar og stundum rúmlega það! Endurminningar mínar verða nú ekki skrifaðar hér, en fljótt á litið finnst mér ég þurfa að "súmma" yfir þessi þrjú ár til að átta mig betur á hvar við erum stödd í dag. Komst að því, við nána umhugsum að þrátt fyrir að öll árin hafi verið hrikalega erfið, hvert á sinn hátt, komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega finnst mér árið að 2005 hafi verið erfiðast af þeim sem liðin eru. Ástæðan fyrir því er sú að það ár komust við líklega næst því að missa Benjamín, skilið á þann hátt að ákveðnar aðstæður komu upp, mjög skyndilega og atburðarrásin var hröð, sem urðu til þess að við héldum að nú væri þessu lokið. Harðjaxlinn okkar kom okkur öllum á óvart (eins og oft áður) og eftir 4 daga komust við af gjörgæslunni og hann var úr bráðri hættu.
Ég sé það núna að það er gjörsamlega vonlaust að ætla sér að skrifa stutt yfirlit yfir þessi þrjú ár, ætli ég skelli mér bara ekki í að skrifa einhvern tíma um þessa öflugu lífsreynslu, þó ekki væri nema bara til að henda reiður á þennan tíma sem liðinn er frá greiningu Benjamíns. Þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin í þessu veikindaferli á ég kannski erfiðast með að svara spurningum fólks um hvernig gengur hjá Benjamín, hvort þetta sé ekki bara búið. Ég vildi óska að ég ætti eitthvað betra svar en "ja, þetta gengur allavega vel eins og er", en í sannleika er þetta eina svarið sem við höfum, það gengur vel eins og er og tíminn vinnur með okkur en biðin er samt einhvernveginn ekkert auðveldari en versti veikindatíminn, eiginlega verri ef eitthvað er þó svo að það sé kannski erfitt að skilja það. Þrátt fyrir að lífið hafi oft verið þungt og erfitt á þessum þremur árum þá erum við samt ótrúlega heppin, við eigum þrjá gullmola og hvort annað og það skiptir mestu máli í þessu lífi.
Þar til bókin kemur út
Eygló hin heppna, "loving life even if it is difficult at times"
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ hæ,
gaman að heyra þitt sjónarhorn á þessu. Ég myndi alveg örugglega kaupa bókina :) Annars verð ég bara að segja að þið hafið verið alveg ótrúlega sterk í þessu öllu saman og maður getur bara engan veginn ímyndað sér hvernig þetta hefur verið fyrir ykkur. Ég var algjörlega búin á því eftir 3 vikur í Boston og samt gekk allt miklu betur en áætlað var, en þið hafið verið meira eða minna upp á spítala í 3 ár! (það er engan veginn hægt að bera slíkt saman). Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta hefur verið árið 2005 þegar Benjamín var í sem mestri hættu en sem betur fer lítur allt vel út í dag og vonandi heldur það áfram að líta vel út. En auðvitað skil ég að óvissan sé hræðileg, maður myndi helst vilja bara getað séð inn í framtíðina, bara til þess að vitað með vissu að allt yrði gott, en því miður getur maður ekki gert neitt slíkt.
Maður getur bara vonað það besta.
En allavega, gangi ykkur vel og vonandi færir árið 2007 ykkur gæfu.
Kv. Andrea.
Andrea (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.