Leita í fréttum mbl.is

Daglegt líf að komast í skorður, æi, eru ekki jólin bara búin þá?

Já, já, já, maður var sko bara rekinn með harðri hendi í leikskólann í gær og þrátt fyrir að ég kvartaði hástöfum var ekkert hlustað á mig.  Pabbi var að byrja að vinna aftur eftir jólafríið og mamma lá með leiðindarkvef og gat varla hreyft sig.  Sú eina sem var í súperstuði var Teklan mín, en hún ætlaði sko á leikskólann til að hjálpa Gunnu frænku að passa litlu börnin á litlu deildinni - hún er nú ekki eins æst í að passa mig, sko!  Það var reyndar svo mikið fjör hjá henni í leikskólanum að hún gleymdi að passa, en það var nú allt í lagi "ég geri það þá bara í dag", sagði hún.  Svo byrjar Nikulás aftur í skólanum á morgun og þá er hversdagleikinn endanlega tekinn við, en okkur finnst hversdagsleikinn góður þar sem í því felst að allir eru í sínu og koma svo heim í kotið og geta hist og spjallað saman.  Ég er kominn á nokkurs konar gelgju, sem mömmu og pabba finnst hrikalega fyndið, en frasar eins og "common", "skemmtileg/ur" eða nýjasta "váááááá" (sagt með miklum tilþrifum, hneykslunartón og svip) eru algengir þessa dagana þegar mér er neitað um eitthvað.  Málið er bara það að ég er svo mikill ljúflingur að þetta er allt bara frasar (sem ég hef lært af ónefndum stórabróður) og ég tek því nú alveg ótrúlega vel þegar mamma og pabbi segja nei við mig, og það miðað við barn sem hefur verið leyft allt á veikindartíma sínum.  Pabbi og mamma fóru meira að segja fram á nóttunni til að hita hvítlauksbrauð og pylsur handa mér þegar ég var með dellu fyrir því - "Aahhh, those were the days!!".  Ef ég bið um eitthvað á nóttunni núna er sko bara sagt "neibb, kallinn minn, nú áttu að sofa"Shocking  Einmitt, mér finnst það líka púkó, kannski er einhver hér sem vildi útskýra fyrir þeim að þetta eru sjálfsögð réttindi barna, eða.......?

Með hneykslunarkveðju á foreldrum mínum,

Benjamín Nökkvi Gelgjari


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband