1.1.2007 | 11:10
Jæja, þá er komið 2007 - hvað ætli það færi okkur?
Howdy doody, allir saman! Well, þá er árið 2007 gengið í garð og ekki er laust við að lok 2006 beri með sér blendnar tilfinningar. Hjá mér var 2006 fullt af nýjungum, ég byrjaði t.d. á leikskóla í sumar, við fluttum í nýtt hús (reyndar hafði ég lítið náð að búa í gamla húsinu þar sem ég bjó meira á Barnaspítalanum og í Svíþjóð, en á stuttri ævi minni hef ég samanlagt búið 8 mánuði á spítala í Stokkhólmi fyrir utan alla þá mánuði sem ég hef dvalið uppi á spító hér heima), mamma og pabbi byrjuðu á nýjum verkefnum (sem fara vonandi að bera ávöxt eða kannski ávexti!), og, frekar important fyrir 3 ára gæa, ég fór að labba á árinu! Já, ekki er laust við að nýliðið ár hafi verið frekar erilsamt (æi, mamma, hættu nú að vera svona háfleyg - það trúir því enginn að ég sé að skrifa ef þú dettur inní svona "fullorðinsorðalag"!) - okay, okay, það sem ég meina er að mikið hefur verið að gera hjá fjölskyldunni á árinu 2006 (Pjúff, mikið að hún gat komið þessu útúr sér á skiljanlegan hátt!). Vonandi verður 2007 aðeins rólegra og við biðjum þess að það verði ár heilbrigðis, ekki bara fyrir mig, heldur alla þá sem eiga við einhverja erfiðleika að stríða, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.
Jamm, ég er eiginlega ennþá sofandi (eins og þið sjáið kannski á skrifunum þar sem mamma reynir að stelast til að skrifa á fullorðinsmáli sem enginn skilur!), en ég var sko vakandi til rúmlega tvö í nótt og ætlaði sko ekki að fara að sofa þegar ég lagðist í rúmið en Óli lokbrá "ambushaði" mig og ég datt útaf eins og skot. Talandi um skot, Good God hvað það var mikið skotið upp í gær!!! Pabbi, Nikulás og Tekla voru örugglega úti í einn og hálfan tíma að skjóta (í algjörum fíling!), mér fannst nóg að standa inni og kíkja útum gluggann (stundum þótti mér nóg um og heimtaði að vera í "fullorðinsfangi" þar sem lætin voru eins og í Beirút eða eitthvað!). Tekla systir og mamma vöknuðu svo fyrst í morgun en við strákarnir erum ennþá kúrandi, æi þessar stelpur á heimilinu þurfa eitthvað svo lítinn svefn, mætti halda að þær gengu stundum á einhverju öðru bensíni en við hin
Með Áramótarkveðju,
Benjamín Nökkvi SprengjuNOTelskari
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Ég held að þetta ár verði gott og hef allavega ákveðið að hafa það besta ár lífs míns. Við ákveðum bara að það verði besta ár ykkar líka :)
Dísa (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 11:33
Gleðilegt nýtt ár og megi árið 2007 verða gæfuríkt fyrir þig og fjölskyldu þína.
Já Ásgeir Valur er líka búinn að vaka talsvert yfir jólin (en kannski ekki alveg til 2 á næturnar en samt.... en fylgir þetta ekki bara jólunum? Hann hefur þó a.m.k. leyft okkur fullorðna fólkinu að sofa út, eða svona næstum því).
Það var gaman að sjá ykkur í afmælinu hennar Birtu Malínar um daginn.
Kv. Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur.
Andrea (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 01:29
Gleðilegt ár og baráttukveðjur frá okkur fjölskyldunni.
Kveðja
Þuríður Arna og fjölskylda
Þuríður Arna (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.