29.12.2006 | 16:54
Djíssöss, árið alveg að verða búið!
Helló kæru vinir, jamm, ég er líklega ekki einn um að finnast þetta hið undarlegasta mál - að 2006 sé alveg að renna sitt skeið - finnst allavega tíminn hafa verið "sci-fi-fljótur" að líða. Í raun er það hið besta mál, því tíminn vinnur með mér og ekki á móti (eins og hjá þeim sem eldri eru og eru farnir að spá í Botox vs. ekki Botox!). En þar sem ég er bara þriggja ára gæi (og yndislega bjútífúl og sléttur) þá er liðinn tími mér í hag þar sem hugsunin er "því lengri tími sem líður frá seinni mergskiptum og ég er hreinn því meiri möguleikar að hvítblæðið taki sig ekki upp aftur". Nenni ekki að pæla svo mikið í því meir, en auðvitað liggur kvíðinn alltaf og mallar undirniðri, en nóg um það! Ég er allur að hressast (en ekki hvað!), smellti mér í afmæli í gær til krúttfrænku minnar sem varð 8 ára og ætlaði eiginlega bara að flytja inn því ég elska sko pabba hennar frekar mikið - hann er svo skemmtilegur og hann hefur líka farið með mig á Mcdonalds og keypt nagga handa mér!! Ekki svo slæmur kall það, skal ég segja ykkur. Mamma náði þó að rífa mig með sér heim (eftir að hafa mútað mér með Mcdonaldsferð!) og við systkinin héldum uppi þrusustuði þar til að verða 23 í gærkvöldi (lesist "3 börn til sölu svo þreyttir, óúthvíldir foreldrar geti hvílt sig eftir jólafríið!!!"). Anyways, þá var súrefnisvélin sótt í dag, enda óþarfi að ég væri að halda henni hjá mér þar sem ég var ekki að nota hana neitt. Ég er semsagt búinn að vera í stuði síðustu daga og hef stundað það grimmt að leggja mig smástund á kvöldin en síðan ákveðið að jólafríið ætti að nýta til að skemmta foreldrum mínum, þannig að ég hef tekið það að mér á kvöldin að vakna eftir svona hálftíma-klukkutímalúr og vera vakandi laaaaaangt framyfir miðnætti, foreldrum mínum til ánægju og yndisauka! Rétt í þessu var ég að renna framúr sófanum þar sem hornið á sófaborðinu stakkst í ennið á mér, þannig að við ætlum að hætta hér og halda áfram að hafa kalda þvottapokann við ennið svo ég fái nú ekki risakúlu á ennið.
Með hrakfallabálkakveðju ("ætli ég sé eitthvað skyldur mömmu og Teklu systir, hmmm"),
Benjamín Nökkvi Súperstöðer
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.