Leita í fréttum mbl.is

Veikindi, veikindi, veikindi!

Hæ hó elskurnar - Nei, það er ekkert alvarlegt í gangi en mikið fj.... erum við orðin þreytt á nánast sleitulausum veikindum fjölskyldumeðlima síðan í byrjun maí! Það má segja að fjölskyldan hafi varla litið upp síðan við komum heim frá Orlando þann 1 apríl - brjálað að gera allan apríl og svo lagðist pabbinn inn á spítala  í  3 daga í byrjun maí, með bólgur í ristli sem þarf að skoða nánar í lok júní, ég fékk Rota-veiru og var með þvílíkan niðurgang að einn daginn fór ég 28 sinnum á klósettið (lá inni í 7 daga), nokkrum dögum seinna fór ég í tanntöku og maraþon 4,5 tíma svæfingu og svaf eina nótt á spító, ég var ekki fyrr kominn heim úr því að Teklan mín fékk einhverskonar bráðaofnæmi sem var svo slæmt að hún fór á 3 daga dúndursterakúr, í sömu viku kom Nikulásinn heim úr skólanum með tæplega 40 stiga hita og er búinn að vera með einhverja hrikalega erfiða flensu, sem, til að ljúka langri sögu, bæði ég og Teklan mín fengum og ég þurfti að leggjast inn í 3 daga þar sem hitinn minn lækkaði ekki og ég mettaði illa (sérstaklega á nóttunni)!!! Yepp, algjör veikindalangloka sem er ekki enn lokið þar sem ég er ekki orðinn frískur en þó kominn heim og þetta fer nú vonandi allt að koma. Mömmu gömlu finnst hún alveg hafa misst af því að sumarið sé komið þar sem hjúkrun heimilismanna hefur verið í fókus og sú gamla er bara orðin ansi lúin (líka aumingja pabbinn minn, sko). Þeim líður víst báðum eins og þeim langi að leggjast í rúmið og gráta bara - ég held nú að þau geri það ekkert, held það sé meira bara svona "langþreytuuppgefins-tilfinning"Gasp. En við skulum ekki dvelja við einhvern bölmóð - ég er sko alveg að verða 6 ára, búið að taka úr mér 4 tennur þannig að ég er sko búinn að "missa" 4, eins og sumir jafnaldrar mínir (mínar voru bara teknar þar sem þær voru orðnar lausar og pínu lélegar, en það fylgir svona krabbadýrum og meðferð við þeim)! Bráðum má ég fara að velja mér skólatösku, það verður sko gaman:) Úpps, gleymdi að segja að ég er byrjaður á vaxtahormónum og svei mér þá ef ég hef ekki bara lengst um svona 1-2 cm, Guðmundur góði, læknir, mældi mig allavega 104 cm í dag en þyngdin er enn döpur eða svona 13.3 kg. Ég er nú samt alltaf jafn jákvæður og glaður og mömmu fannst það einkennandi fyrir mína sýn á verki og veikindi (ég kvarta nefnilega nánast aldrei þannig að það þarf alltaf að spyrja mig þegar mamma eða pabbi sjá að mér er ill einhversstaðar) - allavega spurði mamma mig í gærmorgun (þegar við vorum uppi á spító) hvernig ég væri í hálsinum þar sem ég hafði beðið hana um hálsaspreyið góða, þá sagði ég nú bara: "ég er bara svona soldið góður en ekki mjög" - alltaf notast við jákvæð orð í stað þess að segja "mér er mjög illt í hálsinum", æi, mömmu fannst þetta hrikalega krúttlegt! Læt þetta nægja í bili - læt heyra í mér þegar við vitum meira um hvað við ætlum að gera í sumar.

Með ofurjákvæðristraumakveðju,

Benjamín Nökkvi Hinn Æðrulausi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Eygló og fjölskylda

Við fylgjumst með ykkur og sendum ykkur jákvæða strauma með bænum okkar. Vonandi lagast þetta, þegar líður á sumarið, ekki hægt að eyða því í veikindi.  Svo sem ekki skrítið að eitthvað skuli undan láta.

Bestu kveðjur

Gunna frænka í sveitinni

guðrún hárlaugsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband