Leita í fréttum mbl.is

OK! Talandi um bloggfrí!!!

Elsku vinir mínir nær og fjær, með mig er sko allt í lagi - það hefur verið svo mikið að gera að "Vúptí" þá eru liðnir rúmir tveir mánuðir án þess að nokkuð hefur verið skrifað.  Við fórum nefnilega í Vildarbarnaferð til Orlando í 16 daga og það var tjúllað stuð hjá okkur fjölskyldunniGrin. Ég mun setja inn myndir, vonandi um helgina, frá ferðinni og segja ykkur betur frá henni, en, maður minn, þetta var fyrsta frí sem við höfum nokkurn tíma farið fjölskyldan saman sem ekkert tengdist spítalavist og þarmeð var brotið blað í sögu fjölskyldunnar. Mér líður almennt nokkuð vel, er að fara í allskonar tékk í tengslum við að nú eru að verða liðin 4 ár frá seinni mergskiptum - hver hefðu trúað því að ég myndi komast alla leið hingað! Ég stækka enn lítið og þyngdin mjakast um um einhver grömm, en ég er enn 13.2 kg. Mamma og pabbi eru eiginlega búin að ákveða að mér verði gefið vaxtarhormón, allavega að gera tilraun með það í sumar, þannig að ég nái kannski að stækka eitthvað en mesta vonin er bundin við að þetta hjálpi mér við að þyngjast smá. Ég er nebblilega að byrja í skóla í haus - Yepp, er sko að verða 6 ára, fjórar tennur lausar, og hugurinn minn tilbúinn í skólannCool. Ætla að hafa þetta stutt núna, vinkona mín er nefnilega að gista hjá mér og ég held að hún sé að fara vakna.

Hasta La Vista Babies

Benjamín Nökkvi Júllakóngaaðdáendi (þeir sem þekkja hann ekki þá er hann í Madagaskar 1 og 2 og er mjög dýrkaður á þessu heimili sökum óborganlegrar fyndni!!!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Eygló mín...það var yndislegt að hitta þig í dag og ræða við þig.Ég er líka bara svo glöð að Benjamín skuli vera svona hress og kátur og það væri frábært að fá tækifæri til að hitta hann,þessa litlu fallegu hetju.Ég er þakklát guði fyrir það tækfifæri sem þú ert að gefa mér.

Hlakka til að heyra meira í þér og þú ert yndisleg manneskja.Knús og kærleikur til ykkar.

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:52

2 identicon

Mikið er nú gott að heyra góðar fréttir af ykkur.  Ég er viss um að utanlandsferðin hafi verið yndisleg og þið áttuð hana svo sannarlega skilið.  Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt og að Benjamín skuli byrja í skóla í haust.

Andrea (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:50

3 identicon

Gaman að heyra frá ykkur. Hafið það sem allra, allra best. Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband