15.2.2009 | 21:37
Lífið er ljúft!
Hæ hó, elskurnar mínar - mikið er langt síðan ég hef skrifað en við mamma höfum eiginlega ekki haft tíma né nennu til að skrifa undanfarið. Þetta á ekki að skiljast á þann hátt að við nennum ekki að setja inn fréttir af mér heldur hefur bara verið fremur mikið að gera og þegar sú gamla hefur loks sest niður, ja, þá hefur orkan og hugmyndaflugið látið á sér standa. Við áttum yndisleg jól og ég gjörsamlega fílaði þau í ræmur! Slöppuðum mikið af og ég var í fríi í hálfan mánuð held ég, bara að lufsast með fjölskyldunni - eitt huggulegt jólaboð, en annars bara heima - þar sem mér finnst allra best að vera. Ég er nefnilega voða mikið þannig að það er mjöööög erfitt að fá mig útúr húsi, ég elska að vera heima hjá mér, og hana nú!! Líklega er þetta vegna þess að ég var svo lítið heima fyrstu árin mín að nú er ég að taka það út BIG TIME - HEIMA ER BEST segi ég nú bara!! Ég er samt ekkert að hanga eitthvað einn heima, neibb, næstum alla daga er ég með einhverja vini hjá mér og vitiði - vinkona mín gisti hjá mér um daginn! Jebbs, hún Anna Kolbrún, vinkona mín af leikskólanum var fyrsti vinur minn sem gisti hjá mér eina nótt - en hinir krakkarnir eru oft að gista eða með vini sína hjá sér þannig að mér fannst alveg kominn tími á að ég fengi að hafa vin minn hjá mér. Það var sko mjög gaman, hún Anna Kolbrún er svo skemmtileg og hress og hún er ekkert hrædd við kisur lengur held ég, enda sá hún að kisurnar mínar eru svo góðar að maður þarf sko ekkert að vera hræddur við kisur - annað mál með hunda finnst mér. Allavega er ágætt að frétta af mér, ég lenti tvisvar uppi á spító með viku millibili, en gisti bara eina nótt hvort skipti - fékk einhverja hrikalega niðurgangspest (hafiði heyrt þennan áður!) sem gerði að ég varð svo þurr að ég þurfti að fá vökvun í bæði skiptin. Þetta gekk nú samt hraðar fyrir sig en oft áður, ég held meira að segja að ég hafi aldrei áður verið eins fljótur að "jafna" mig eins og núna - ég meina, 2 nætur með viku millibili og hress á milli er nú frekar flott sko! Ég er búinn að læra alla stafina og er að myndast við að læra að lesa, heimta að fá að lesa fyrir mömmu á kvöldin og er nú bara ansi lunkinn - stundum nenni ég þessu samt ekki þó ég vilji lesa og giska þá bara á stafina, fer í hláturskast af því ég bý oft til allskonar bullorð. Það er svolítið leiðinlegt hvað það gengur illa að fita mig, en ég er sko orðinn 5 og hálfs árs og er enn bara 13 kíló, samt borða ég eins og hestur en ekki sest fituarða utan á mig - og það sem verra er, litlir vöðvar. Ég finn aðeins fyrir því að ég er minni en hinir og ég finn oft að ég hef ekki eins mikið þrek og hinir krakkarnir í leikskólanum að hlaupa eða fara í langa göngutúra - en hey, ég get sko staðið á haus upp við vegg!!
Með letihaugakveðju,
Benjamín Nökkvi Grallaraspói
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara flottur strákur
Dísa Dóra, 16.2.2009 kl. 10:07
Hæ hæ gaman ad heyra ad allt gengur bærilega og rùmlega tad
Và hvad tù ert flinkur ad getad lesid smà ...naglinn!!
med bestu nossarakvedjum ì geiminum
klem Brynja og dætur hennar
Brynja (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.