Leita í fréttum mbl.is

Ég er flottur 5 ára gæi!

Elsku vinir mínir, mikið er langt síðan við höfum skrifað - ýmislegt gengið á en líka margt skemmtilegt og gott!  Á síðustu 3 vikum hef ég nánast misst meðvitund af óutskýrðum orsökum, en fór þessvegna í hjartaómun sem kom ansi vel út, fengið ítrekaðar blóðnasir og þurft að láta brenna fyrir í tvígang, komist að því að "skýin" í augunum eru líklega að aukast og ég þarf að fara í aðgerð á augunum og fá síðar tvískipt gleraugu þar sem svona aðgerðir laga ekki allt hjá litlum (stórum) strákum, EN, ég hef líka þyngst pínu og lengst, er farinn að vera brjálæðislega góður í Playstation og í PC (sem er gott fyrir samhæfingu heila, auga og handa), kom vel útúr prófi hjá iðjuþjálfa (fínhreyfingar - aðeins slakari með grófhreyfingar en hey, ég er sko í framför!), er að læra stafina á fullu með stuðningskonunni minn á leikskólanum (gengur brjálæðislega vel), er farinn að vilja reikna (hvað er 5 plús 2, osfrv.), og svo er ég bara svo glaður og kátur og eeeelska að fá að vera heima í desember (7,9,13)!!  Segi á hverjum degi:  "Mamma (Pabbi), ég er svo speeeeenntur að vita hvað er í dagatalinu á morgun" - og búinn að telja upp allt sem mig langar í jólagjöf (þar á meðal er flugdreki!!).  Svona smá skyndifréttir, en lofa að skrifa aftur fyrir jólin.

Með aldreiládeyðahjáokkurkveðju,

Benjamín Nökkvi Megajólabarn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með afmælið elsku vinur. Ég sem hélt að það væru bara svona afar og ömmur (eins og ég), sem fengju svona ský og tviskipt gleraugu. Það eru það líka svona stórir strákar eins og þú. Og bara farinn að læra stafina og reikna, þetta kalla ég dugnað. Hafðu það sem allra best, bið Guðog englana að passa þig megajólabarn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 00:18

3 identicon

Sæl kæra fjölskylda hef fylgst með ykkur í langan tíma og það er mjög merkilegt hvað þið hafið náð fram að færa til allra sem hafa gengið í gegnum einhverskonar erfiðleika. Bíð spennt eftir endalegum niðurstöðum frá rannsókn móður Benjamíns og finnst sem opinber starfsmaður þetta löngu tímanbært að sýna fram á mikilvægi sálfræðinga í þessu verkefnu svo og öllum öðrum hlutum í lífinu. Stundum þurfum við foreldrar aðstoð vegna barna okkar sem er "flýta" sér um og of  t.d í menntaskóla og hvað býðst okkur þá, ekkert frekar en ykkur hinum sem þurfa enn meira á að halda.En þau sem þurfa hjálp lenda enn verr og kosta mun meira fyrir kerfið okkar en nú er. Ég vona svo innilega að  verkefni þitt verði til þess að opna augu stjórnvalda fyrir mikilvægi sálfræðinga á hinum ýmsu sviðum barna og unglinga. Auðvitað að byrja á ykkar fjölskyldum  með langveiku börnin en ég held að til lengri tíma litið væri hægt að spara enn meira fé ef við sem fagfólk í samvinnu við sálfræðinga og forledra getum unnið saman á þeim kostnaði sem foreldrar ráða við mætti margt betur fara fyrir þessar elsku sem eru framtíð þjóðarinnar.

Erla Stefania (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

innlitskvitt og baráttukveðjur :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.12.2008 kl. 02:06

5 identicon

Bara að kvitta fyrir komuna og óska ykkur góðra jóla.

Kveðja Andrea og co.

Andrea (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband