25.10.2008 | 17:42
Grein í Fréttablaðinu í dag!
Hæ allir, langt síðan ég hef látið heyra í mér en ég verð að segja að það hefur gengið ansi vel hjá mér undanfarið. Fyrir utan prumpuNoroveiru sem stakk sér niður á heimilið síðasta fimmtudag, og ég byrjaði - BLEHH! Var rosalega slappur og ofboðslega illt í maganum, fékk svo mikinn niðurgang og er nú ennþá með smá, sko!, en ég er alveg farinn að borða og segi við þau gömlu að ég sé nú ekkert veikur lengur heldur bara hinir á heimilinu (fyrir utan Nikulás). Hrafnhildur Tekla kastaði svakalega upp í gærkvöldi og fram á nótt, svo var pabbinn næstur í röðinni, og mamman er "slöpp" í maganum. Ég ætla að reyna að setja inn link á greinina sem kom í Fréttablaðinu í morgun, okkur fannst hún virkilega fín og vel skrifuð. Til lukku Þórgunnur! http://vefblod.visir.is/index.php?s=2500&p=64126
Með prumpandikveðju,
Benjamín Nökkvi Fimmárakúkaprumpbrandarakarl
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott grein og þarft að vekja athygli á þessu :-)
Sendi batastrauma til ykkar allra....
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 25.10.2008 kl. 22:04
Sendi líka góða batastrauma.....
Halldór Jóhannsson, 25.10.2008 kl. 22:14
Flott grein og svo sannarlega málefni sem er þarft. Til lukku Eygló með að vera loksins farin að sjá fyrir endann á verkefninu
PS Flott mynd af ykkurDísa Dóra, 26.10.2008 kl. 11:57
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:40
Góð grein og mikil þörf að vekja athygli á þessu.
Bestu kveðjur, Andrea og strákarnir.
Andrea (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.