Leita í fréttum mbl.is

Nei, hættiði nú alveg - nú er pabbinn flúinn!!

Long time no see!  Hjá mér gengur nokkuð vel, óvenjuvel ef maður þorir að segja það upphátt /,9,13).  Ég hef getað farið í leikskólann næstum hvern dag í septembermánuði - fyrir utan einn dag þegar ég var í svæfingu og svo smá skrepp upp á spító.  Kom reyndar uppá að ég er orðinn rosalega lágur í járni og þarafleiðandi blóði (hemoglóbín 89) og farið af stað ferli til að reyna að byggja upp járnbúskapinn og næringuna almennt - hún er semsagt líka léleg (öðru nafni næringarskortur) þrátt fyrir að ég borði eins og hestur og líka fjölbreytt.  Komið í gang plan um hvernig er hægt að þyngja mig og næra betur og nú er bara að fara af stað og vona að þetta gangi nú upp og ekki þurfi að koma til þess það þurfi að setja inn æðalegg og gefa mér næringu í æð.  En það er nú lokaúrræðið okkar og langur vegur þangað og nokkuð hægt að gera áður en við lendum þar.  Annars er ég byrjaður í elsta hóp í leikskólanum og þvílíkar framfarir hjá mér í að teikna og skrifa stafinaCool - mér hafði nefnilega þótt það svo leiðinlegt af því að mér finnst svo erfitt að halda á blýant, en nú finnst mér það gaman og æfingin skapar svo sannarlega meistarann.  Ég er búinn að eignast fullt af nýjum vinum (sem eru sko líka 5 ára eins og ég) og ég er nú ófeiminn að hringja í þá og bjóða þeim heim eða fara til þerra í heimsókn að leika.  Er búinn að læra að hringja sjálfur og líka meira að segja skeina mér!!  Pabbinn er semsagt í viðskiptaferð í Indlandi en það er líka kúl að fá að vera ein (öll systkinin) með mömmsunni.

Með Flakkáforeldrumkveðju,

Benjamín Nökkvi Glannagæi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆ HÆ  Þetta er nú meira flakkið á mömmu og pabba, en það hefur nú pottþétt sinn tilgang. Já, svo þú ert bara farinn að skrifa stafina, aldeilis duglegur það er ekki að spyrja að því.

Bið að heilsa öllum, kveðja frá Álftanesinu

Gurrý (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 19:56

2 identicon

Vá hvað er gaman að heyra hvað allt gengur vel. Vonandi lagast næringin hjá þér bráðlega og gott að heyra að þú komst í leikskólann í næstum allan september.

Kveðja Andrea og co.

Andrea (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband