Leita í fréttum mbl.is

Hoppum upp í skýin!

Hæ hó dillidó, ég er frekar kátur þessa dagana því mér líður vel og svo er margt skemmtilegt framundan.  Við höfum ekkert þurft að fara upp á Bráðó síðustu tvær helgar og það er svoooo geggjað að fá að eyða helgunum heima með allri fjölskyldunni - JÚÚÚHHHHÚÚÚ!  Ég er frekar mikið í "júhúúinu", við erum nefnilega búin að fá okkur trampolín (júúúhú), erum að fara í dagsferð með Styrktarfélaginu okkar - Liseberg í Gautaborg - (júúhúú), og við lentum í þeirri þakklátu stöðu að fá úthlutað ferð að eigin vali með Vildarbörnum (ætlum að sjálfsögðu til Orlando í Disneylandið og sjá McQueen - JÚÚÚÚÚÚHHHHHÚÚÚÚÚ!!!!!!).  Mamma er búin að pæla mikið í því hvort hægt sé að segja að við séum heppin að fá að fara í þessi ævintýri og hún hefur komist að því (fyrir sitt leyti) að henni finnst ok að segja að við séum heppin, á þann hátt að við erum ekki heppin að ég hafi orðið veikur og þessvegna föllum við inn í hóp sem stundum nýtur ákveðinna fríðinda, en heppin að fyrst að fjölskyldan okkar varð að feta þennan erfiða veg þá er margt yndislegt fólk sem er tilbúið að létta okkur lífið og gleðja lítil veikindakríli (er ekki lítill lengur, sko!) og systkini þeirra.  Svo fengum við líka trampolín, var ég búin að segja ykkur það?  (já, ég veit, en það er bara svo frábært!!).  Það er nefnilega ekki bara gaman að hoppa á því heldur er það líka súpergott fyrir lungun mín - lungnalæknirinn minn í Svíþjóð mælti sko með þessu, þannig að hægt er að segja að trampolínið hafi verið keypt samkvæmt læknisráði (þó svo að pabbi hafi barist á móti því í heilt árJoyful).  Mamman er nú í Svíþjóð (ég veit, enn eina ferðina), en hey það er vinnan hennar og sú vinna leiðir vonandi til góðs, og pabbi er í kvíðakasti af því að hann þarf að baka fyrir vorhátíðina sem er í skólanum hjá krökkunum 1 maí, hí, hí, hí.  Allt semsagt ljómandi af mér og eftir að ég fékk loksins að fara út (eftir að hafa nánast verið inni við síðan sautjánhundruð og súrkál) má segja að ég hafi næstum búið úti við - I LOVE IT!!!!!

Með gleðigleðigleðistuðkveðju,

Benjamín Nökkvi Trampolínhoppari     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Flott að þú ert allur í hressa gírnum og vonandi verða nú ferðirnar ykkar skemmtilegar fyrir ykkur öll

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 09:21

2 identicon

Frábært að heyra svona margar ánægjulegar fréttir.                              Kveðja að vestan.

Halla (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 22:40

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

góðar fréttir, hann pabbi þinn kann örugglega að skella í eit form eða svo.  Eða kannski bara að nýta sér "pabbaaðferðina"  Bakaríin eru mörg og ýmislegt hægt að fá þar :-)

Gangi ykkur vel

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 29.4.2008 kl. 23:56

4 identicon

Elsku superhetjan okkar allra !

Guð gefi þér og öllum vinum og ættingjum þínum gleðilegt sumar !

Þið eigið  áreiðanlega eftir að skemmta ykkur vel í Disneylandi , Andrea Caroline fór einu sinni með frænku sinni þangað og skemmti sér vel. 

Vonandi fer að hlýna, svo að þú getir hoppað og skoppað alla daga um leið og þú styrkir lungun þín .

Bestu kveðjur til mömmu og pabba og allra vina þinna .

Edda

Edda Snorradóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:44

5 identicon

Trampólín kvedjur og knús fra Göggu og Huldu i Danmörku!

p.s Nína Margrét bidur ad heilsa og segir ad hun og mamma seu tilbunar ad taka a moti gestum, i nyja husinu sinu sem tær fa 1. juni. Eg er ad vinna i tvi ad fa mömmu til at kaupa trampolin. :) Knus Nína Margrét

Hulda og Gagga (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 18:53

6 identicon

Innilega til hamingju með að hafa unnið Vildarbarnaferðina. Það er einmitt fólk eins og ykkur sem maður vill sjá vinna svoleiðis ferðir. Þið eruð búin að ganga í gegnum svo rosalega margt að það var kominn tími til að eitthvað gott kæmi fyrir ykkur. Frábært líka að hafa sloppið við spítaladvöl síðustu 2 vikurnar. 

Það er dálítið öfugsnúið þegar ástandið er þannig að manni finnist merkilegt að þurfa ekki að vera inn á spítala, flestum finnst vera merkilegt þessir fáir dagar á ævinni sem þeir þurfa að fara á spítala.  Ásgeir er t.d. að fara í lungnaskönnun á fimmtudaginn og ég fór að hugsa að ég myndi ekki eftir því hvenær hann fór upp á spítala síðast, ætli það hafi ekki bara verið í lungnaskönnuninni fyrir 2 árum síðan?

En ég vona að það komi sá tími hjá ykkur að þið þurfið að rifja upp hvenær barnið ykkar hafi farið síðast á spítala því það væri svo langt síðan! En allavega, til lukku með ferðina og megi gæfa fylgja ykkur og vonandi fer þessum spítalaferðum snarfækkandi.

Kveðja Andrea, Kjartan, Ásgeir Valur og Birgir Hrafn.  

Andrea (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband