14.4.2008 | 22:02
Update!
Hæ öll sömul, ákvað að setja inn smá fréttir en lítið nýtt í gangi, bara bráðó, bráðó, og bráðó (semsagt bráðamóttaka Barnaspítalans). Erum samt að reyna að vera vongóð um að nú sé vorið að koma og með því betri heilsa. Fékk háan hita fyrir rúmum 10 dögum og fór þá enn og aftur upp á bráðó, kominn með lungnabólgu (aftur!), settur á ný sýklalyf og fékk hrikalegan, hrikalegan niðurgang, þannig að ég varð að hætta á þeim á 5. degi. Byrjaði að hósta meira rúmum sólarhring síðar, fór í hefðbundna blóðprufu síðasta föstudag, virtist ágætt hljóðið í lungunum en strax morguninn eftir var ég aftur kominn með hita, bráðó aftur, ný lungnamynd, meiri lungnabólga, pæling að segja mig á sterkt sýklalyf í æð, en mamma hringdi til Svíþjóðar þar sem hún er skíthrædd við öll ný lyf þar sem ég hef nokkrum sinnum fengið alvarlegt bráðaofnæmi við nokkrum lyfjum, og síðasta sumar fékk ég útbrot við einhverju sýklalyfi í Svíþjóð og aldrei var skrifað í pappírana mína hvaða lyf það var. Semsagt, mamma hringdi og þar sem engar tilviljanir eru í lífinu var sænski læknirinn minn akkúrat að fara af vaktinni (kl. 18 á laugardegi!) og fékk mamma samband við hana og hún gat með krókaleiðum fundið út hvaða lyf þetta var og þá kom í ljós að læknarnir á bráðó hér vildu ekki gefa mér lyfið sem þeir voru að pæla í þar sem (að öllum líkindum) það hefur verið af sama meiði og lyfið í Svíþjóð. "Mama´s Gutfeeling"!!!! (semsagt innsæi mömmu er helv.... sterkt og hefur hún lært að fylgja því ákveðið eftir ef hún fær mjög óþægilega tilfinningu gagnvart einhverju sem tengist mér - bara fylgja því eftir sko!). Þá var ákveðið að gefa mér Augmentin í æð, og var sett upp nál og mér gefið í "bólus", fengum svo að fara heim um kl. 17 og komum svo aftur í lyfjagjöf kl. 23, enn á ný kl.9 á sunnudagsmorgunn og svo aftur seinnipartinn í gær. Óli, læknirinn minn, var á vaktinni í gær og spurði hvaða plön við hefðum fyrir daginn (í gær sko) og mamma og pabbi fóru bæði að hlæja og sögðu að við hefðum sko engin plön, og ef við hefðum þau þá væri þeim bara breytt ef þess þyrfti. Svona er þetta bara búið að vera í svo mörg á að við erum vön að hafa þetta svona og það er OK þó svo að gaman væri að gera plön fram í tímann, og það er alveg hægt ef maður veit að stundum þarf bara að breyta þeim. Allavega ætla ég að reyna að fara í leikskólann á morgunn, búinn að vera eins og á 10 földum sterskammti í dag, svo hress og sprækur og kannski langt síðan mér hefur raunverulega liðið eins vel og núna - bara dásamlegt að fá að vera til!!!!
Með vorsprækrikveðju,
Benjamín Nökkvi SprækureinsogRonjaRæningjadóttiráVordegi
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
úff þetta er núi meir rússibaninn hjá ykkur, vona að prinsinn komist í leikskólann og eigi gott vor og sumar :-)
knús og kram
Elísabet
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.4.2008 kl. 12:57
Það er oft gott að hafa hæfileikann til að spila eftir aðstæðum og þann hæfileika hafið þið svo sannarlega.
Kær kveðja
Dísa Dóra, 15.4.2008 kl. 20:42
Allr, allra duglegasti Benjamín sem ég þekki .
Ég hugsa til þín og allra, allra duglegust mömmu , pabba sem ég þekki í bænum mínum , ég gleymi ekki að biðja fyrir systur þinni og stóra bróður sem hefur gefið þér svo mikið , Nikulás er hetja .
Gangi ykkur vel í baráttunni , Guð gefi ykkur gleðilegt sumar, það er alveg að koma !
Einhver Maria Fontaine sagði einhverntíma:
Ef þú getur haldið áfram ögn lengur muntu aldrei bíða ósigur.
.
Ef
Edda Snorradottir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 12:16
Bara að kvitta fyrir innlitið. Ég kíki alltaf á ykkur reglulega.
Þetta eru nú meiri hrakfarirnar sem þið hafið þurft að díla við undanfarið, vonandi fer vesenið að líða hjá svo þið getið nú einhvern tímann átt eitthvað smá í líkingu við eðlilegt líf.
Ég veit að þið verðið (og þá fær maður stundum einhverja óskiljanlega orku) en ég veit að ég væri svo löngu búin á því ef ég væri í þessum aðstæðum. Þið standið ykkur eins og hetjur. Vona bara að þessar öldur fari að lægja, því þið eigið sko skilið frí frá þessu basli.
Með bestu kveðjum, Andrea, Kjartan, Ásgeir Valur og Birgir Hrafn.
Andrea (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 00:47
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 10:38
Gleðilegt sumar elsku fjölskylda
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.