Leita í fréttum mbl.is

Reyni að standa við loforðin!

Hæ elskurnar, ákvað að smella inn restinni af færslunni sem týndist um daginn.  Jú, það er sko þannig að ég er nú að verða 5 ára í sumar og af því tilefni fannst mömmu (og fleirum) að nú væri kominn tími til að þora að horfa fram í framtíðina (já, maður má alveg segja það!).  Þannig æxlaðist það að í gang fór heilmikið ferli að sækja um hreyfiþroska- og vitsmunaþroskamat fyrir mig - það er nefnilega þannig að við vitum alveg að krakkakríli eins og ég sem hafa farið í harðar krabbameinsmeðferðar og geisla geta átt við ýmiskonar örðugleika að stríða vegna þessara meðferða.  Við stækkum kannski ekki alveg eins vel og aðrir, hreyfigetan getur verið aðeins höktandi, sértækir námsörðugleikar, fyrir utan aðra hluti sem óþarfi er að nefna hér þar sem þeir tengjast ekkert þessum prófum sem ég þarf að fara í.  Ekki misskilja mig, þetta er ákveðið gjald sem sumir þurfa að greiða fyrir það að hafa fengið að halda lífi, alls ekki allir sem betur fer, en sumir - en Hey, held að við myndum flest velja lífið þó svo að það kosti eitthvað, margt er hægt að vinna með og bæta ef maður heldur lífinu (Pjúff, mamma komin í háfleyga haminn!).  Allavega, þá var pælingin með mötunum sú að gott væri fyrir alla að vita hvar ég stend í bæði hreyfi-og vitsmunaþroska þannig að hægt sé að styðja mig sem best þegar ég fer í elsta hóp í leikskólanum núna í haust (já, maður er sko að komast í elsta hóp) - örva mig á þeim sviðum sem ég er kannski ekki eins sterkur í og styðja mig í því sem ég er góður í.  Anyhow, þá er ég búinn að fara í grófhreyfiþroskamatið (frekar langt orð, sko!) og ég kom ekki svo vel út - semsagt með slakan hreyfiþroska (fjórða hundraðsröð, sem þýðir að miðað við mína jafnaldra þá er ég í fjórða neðsta sæti), en það er einmitt málið að hér er (eins og með öll stöðluð próf) miðað við lífaldur og ekki tekið tillit til að maður er nú ekki einusinni búinn að labba í tvö ár sko!  Ekki misskilja mig (okkur) - við erum í algjörri sátt við þetta og mamma og pabbi voru fullkomlega meðvituð um að ég kæmi líklega ekki vel út miðað við jafnaldra mína, en maður minn hvað ég var flottur og kom mömmu og Helgu sjúkraþjálfara á óvartCool  Ég er að taka endalausum framförum, og miðað við gæja sem gat lítið þroskað hreyfigetu sína fyrstu 3 árin af lífi sínu vil ég bara segja eitt - "ÉG RÚLA OG ER LANGFLOTTASTUR".  Mamma var líka svo ánægð með hvað Helga gerði þetta vel því mér leið aldrei eins og ég gæti ekki eitthvað heldur fannst mér ég BARA duglegur (sem ég var, sko!) og upplifði flotta sigra og fannst ég frábær (sem ég er!).  Ég á svo eftir að fara í fínhreyfimatið og vitsmunaþroskamatið er sett 22 febrúar, en mikilvægt er að hafa í huga að tölur segja ekkert um hver ég er heldur bara hvað ég er góður í og hvað ég er minna góður í þannig að ég geti fengið að viðhalda minni frábæru sjálfsmynd.  Ég er nefnilega þannig að þó svo að ég sé aðeins minni og léttari en jafnaldrar mínir, sé aðeins stirðari í hreyfingum, sé með hnapp á maganum, allur í örum á kroppnum mínum, og svo framvegis, þá er ég svo glaður að vera til og læt sko alveg vita hvað ég vil og hvað ekki, veit að ég er elskaður, og finnst ég geta allt!!!  Þannig viljum við að mér fái að líða áfram, halda áfram að upplifa sigra í lífinu og fá að lifa áfram með þá sjálfsmynd að í litlum kroppi er risastór persónuleiki og enn stærri sál!

Með Bestugetukveðju,

Benjamín Nökkvi Hinn Stóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Þú ert bara lang flottastur :-)  Það er sko líka þannig að það þarf alltaf að "greina" til að fá þá þjálfun sem við eigum rétt á svo það er nú betra að fara í þessi "leiðinlegu stöðluðu próf" 

Þið yndilsegu sólargeislar eru sko lang flottust þó svo að sumir séu klárari í einhverju þá hafið þið reynslu sem önnur börn hafa ekki :-)

Knús og kram
Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 12.2.2008 kl. 21:52

2 identicon

Þú ert frábær og duglegur strákur. Þekki ykkur ekki neitt en hef skoðað síðuna ykkar annaðslagið og mér finnst þið mjög dugleg hver er ekki eftir sig eftir veikinði og ég tala nú ekki um það sem þú ert búinn að ganga í gegn um. Vona að þér gangi vel þann 22.febr. og þú rúllir þessu upp. 

Kristin (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:00

3 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Auðvitað ert þú langflottastur. Kossar og knús.

Rósa frænka 

Rósa Harðardóttir, 12.2.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Dísa Dóra

Hvað sem öll þroskapróf og slíkt segja þá er sko aldrei hægt að taka af þér að þú ert sko algjör HETJA og SIGURVEGARI

Dísa Dóra, 13.2.2008 kl. 13:11

5 identicon

Elsku Benjamín og fjölskylda. Þú ert náttúrulega algjör kraftakarl og rúlar sko aldeilis.

Bestu kveðjur í bæinn

Margrét og co

Margrét Back (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:11

6 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Alveg flottastur!  Kær kveðja

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 14.2.2008 kl. 10:41

7 identicon

Ásgeir fór í grófhreyfiþroskamat í haust og kom heldur ekki vel út þannig að það var sótt um í sjúkraþjálfun fyrir hann. Í millitíðinni setti ég hann á sundnámskeið (3svar í viku) og þegar hann loksins komst að í sjúkraþjálfuninni þá var gert annað mat því hann leit svo miklu betur út heldur en í haust. Allavega, ég veit ekki hvort Benjamín megi fara í sund, en ef hann má það, þá mæli ég sko alveg með slíku því það hjálpar alveg rosalega upp á grófhreyfingarnar. Seinna matið hjá Ásgeiri kom svo miklu betur út heldur en það fyrra en hann er núna í sundi 2svar í viku, dansi 1 sinni í viku og sjúkraþjálfun 2svar í viku.  Ég veit að þetta er dálítið mikið en ég held að þetta sé allt að gera honum gott. En ég veit auðvitað ekki hvað Benjamín má gera og hvað ekki, en vildi bara benda á þennan möguleika ef hann mætti fara í sund.

Annars veit ég ekki hvort þið hafið frétt það en Ásgeir eignaðist lítinn bróður þann 6. febrúar s.l., endilega kíkið við á heimasíðunni hans.

 Kveðja Andrea frænka.

Andrea (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 17:57

8 identicon

Halló, halló Benjamín og fjölskylda!

Þú ert nú aldeilis búinn að stækka síðan ég sá þig síðast!! Ætlaði varla að þekkja þig! Auðvitað ertu duglegastur... hef alltaf sagt það ;o)

Kíki reglulega hérna inn til að fá smá fréttir af þér og fannst voða gaman að heyra Indlandssögurnar hennar mömmu þinnar... er að upplifa það sama þessa dagana, hehehe... brjálaða umferð og allskonar skordýr... bara gaman..

Bið að heilsa kisunum... og auðvitað hinum fjölskyldumeðlimunum!

Bestu kveðjur,

Ólöf Inga - fyrrverandi sprikl-vinkona og nú á góðri leið að verða Indverji

Ólöf Inga (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband