Leita í fréttum mbl.is

Life goes on!

Hæ elskurnar, lífið er að detta í þokkalegan hversdagsstíl sem er frekar gott.   Ég fór í speglun síðasta fimmtudag og viti menn, "gúlarnir" mínir litu bara þokkalega út og ekki þurfti að gera við (drepa) neinar æðar í þetta sinn.  Þegar ég fór í speglun í byrjun janúar var gert við 3 æðar (drepnar/lokað fyrir þær) og foreldrahræin mín voru svolítið stressuð um að það myndi valda það miklum þrýstingi á æðarnar sem áttu að taka við sem yrði til þess að þær myndu rofna og mér færi að blæða aftur, en (Thank God!) það gerðist ekki.  Pjúff, hvað það var mikill léttir fyrir mömmu og pabba að vita að þetta liti skár út í vélindanu, og ef ekkert kemur upp á þarf ég ekki að fara í speglun fyrr en eftir ca.4 mánuðiSmile.   Var búinn að skrifa svaka færslu en restin datt út og ég nenni ekki að skrifa það aftur - skelli því inn á morgun.

Með letikveðju,

Benjamín Nökkvi Letihaugur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Gott að gúlarnir eru stilltir núna og ég krossa putta fyrir að þeir haldi sér þannig áfram

Kær kveðja

Dísa Dóra, 9.2.2008 kl. 17:07

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

gott að heyra, vonandi verða þeir til friðs

knús og kram

Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 9.2.2008 kl. 21:54

3 identicon

Takk , elsku Benjamín að láta okkur vita að gúlarnir haga sér vel. 

Bestu kveðjur til mömmu, pabba, Nikulásar og Teklu !  

Edda

Edda Snorradóttir, amma (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband