Leita í fréttum mbl.is

Mamma skrifar

Hæ allir, ég ákvað að skella niður nokkrum línum um prinsinn okkar og ákvað að gera það bara í minni eigin persónu - engin sérstök ástæða, þurfti það bara.  Benjómínó er hinn sprækasti og höfum við haldið okkur heima frá því á Þorlák - engar óvæntar blæðingar (7,9,13) - og er hann allur að braggast.  Við höfum ansi oft verið spurð, eftir þessar blæðingar, hvort hann sé enn slappur eftir þessar síðustu veikindahrinu - okkur þykir vænt um þessa umhyggju, en staðreyndin er sú að hetjan okkar þarf að vera gjörsamlega útslegin til að hægt sé að sjá slappleikamerki á honum.  Þegar 3 og síðasta blæðingin átti sér stað brunaði Bjössi (pabbinn, sko!) með hann upp á spítala (því mamman var svo bjartsýn að vera í vinnunni, þar sem átti að útskrifa prinsinn þennan sama dag og urðu því vaktaskipti - pabbinn tók við og mamman smellti sér í vinnugallan og í vinnuna) þar sem það sýndi sig að það var byrjað að blæða aftur.  Þegar ég svo kom uppeftir, eftir undarlega dag lífs míns (fór af spítalanum í sálfræðifötum, beint í 4 viðtöl, skrapp frá til að fara í krabbameinsskoðun, skellti mér upp á spító í millitíðinni til að hitta eldri börnin mín sem voru að horfa á Audda og Sveppa uppi á leiksktofunni, fór svo að taka við styrk vegna rannsóknarinnar minnar í sama húsi og ég hafði farið í krabbaskoðun, sá svo "missed call" þegar ég var á leið aftur í vinnuna (Bjössi að hringja og segja mér að þeir feðgar væru komnir aftur upp á spítóCrying), ég varð að fara og klára síðustu tvö viðtölin mín og brunaði svo uppeftir.  Þar sat Benjamíninn, fölur sem nár (92 í hemoglóbíni), búið að setja upp nálar í báða handleggi, og söng hástöfum "Bubbi byggir, getum við lagað það!".  Ef hann er ekki svalur þá er það enginn (Benjó sko, ekki Bubbi).

Ég veit að þetta er endurtekning á fyrri færslu en því sem ég sleppti þá er hversu hrikaleg áhrif þessar blæðingar hafa haft á sálarlíf okkar Bjössa - þessi blæðingarpakki átti loks að vera búinn, loksins vorum við hætt að missa slag úr hjartanu í hvert sinn sem Benjamín hóstaði í svefni og hlaupa eins og spretthlauparar til að athuga hvort honum blæddi nokkuð.  Sá ótti skall á okkur á fullum krafti á ný við þessar nýju blæðingar.  Okkur var svo létt þegar aðfangadagskvöld var búið - ekki vegna þess að það hafi verið leiðinlegt, þvert á móti áttum við yndislegt aðfangadagskvöld - við vorum bara svo glöð yfir því að við fengum að eiga það öll saman með öllum þeim dásamlega hamagangi sem fylgir þegar 3 grísir eru að springa úr spenningi - YNDISLEGT AÐ FÁ AÐ NJÓTA ÞESS!  Ástæðan fyrir þessari færslu minni er sú að vekja athygli á hversu brothættir foreldrar langveikra barna geta verið - kvíðinn og óttinn fyrir að eitthvað alvarlegt komi fyrir barnið þitt er raunverulegur, þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að meðhöndlun upprunalegu veikindanna lauk.  Mikilvægt er að reyna að hlúa vel að hvort öðru, tala saman, og umfram allt að fá að upplifa að það sé alveg eðlilegt að maður sé ekki "búinn að ná sér", heldur sé hversdagleikinn með langveikt barn oft fjandi erfiður!

Kærar kveðjur,

Eygló

ps. set inn nokkrar myndir af nýjustu fjölskyldumeðlimunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Æ er ekki hartatutlan í foreldrum alltaf í hnút ef eitthvað er hjá þessum litu öngum okkar.  Hvað þá þegar hjartatutlan er búin að vera lengi í extra hnút eins og hjá ykkur og loksins aðeins farið að slakna á hnútnum.  Þar greinilega ekki mikið til að herða hnútinn aftur.

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og vonandi fer nú hjartatutlan ykkar að fá frið til að leysa hnútinn

PS yndislegir nýju fjölskyldumeðlimirnir

Dísa Dóra, 21.1.2008 kl. 18:25

2 identicon

Besty kveðjur til ykkar. Eygló mín, þið eruð alltaf ofarlega í huga mér. Hann er nú meiri dúllann hann Benjó ykkar, eins og reyndar hinar mýslurnar ykkar líka og ég tala nú ekki um nýjustu meðlimina,,frekar flottir.

Saknaðarkveðjur, Gurrý

Gurrý (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:50

3 identicon

Elsku Eygló

Bestu kveðjur sendum við þér og þínum á nýju ári, þið eruð ótrúlegt fólk, sem alltaf standið upp úr.  Til hamingju með styrkinn Eygló mín, þú lætur ekki deigan síga.  Baráttukveðjur til ykkar allra, eins og ævinlega eruð þið efst á bænalistanum okkar.

Gunna frænka í sveitinni

gunna frænka (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 07:39

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Gott að gaurin sé hress.

Þetta ástand hjá foreldrum langveikra barna er að mér finnst gleymt eða ekki viðurkennt. Því tel ég að hafi langveikir foreldrar og fjölskyldur einhvern tímann þörf fyrir sálfræðiaðstoð þá sé það þegar lífið er komið í hversdagslegan farveg. Þegar fólk er farið að geta hugsað um eitthvað annað en veikindi barnsins, þó svo það sé alltaf í huganum og hver óvenjuleg breyting fær hjartað til að stoppa í manni. Því þegar veikindin eru ekki efst í huganum þá kemst þreytan og pirringurinn að og þá er oft erfitt að vinna úr hlutunum.

Fjóla Æ., 22.1.2008 kl. 08:50

5 identicon

Elskurnar mínar. Við erum alltaf að hugsa til ykkar. Þið eruð hetjur öll sömul og það er hreint ótrúlegt hvað þið hafið endalausan kraft. Knús til ykkar allra og já, æðislegar kisur. Verðum að kíkja við á næstunni að skoða þær og ykkur öll..

Knús

Margrét, Biggi og stækkandi barnahópur

Margrét Backman (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:59

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Mér varð hugsað til ykkar, og til Áslaugar og Óskars, og annara foreldra langveikra barna í fyrrinótt.  Litli pjakkurinn minn, sem er jafngamall Benjamín Nökkva, var lasinn...  Hann fékk hitakrampa þegar hann var 13 mánaða (og aftur 3½ árs) og við héldum að við værum að missa hann og sá ótti hefur aldrei sleppt tökunum í mér.  Þ.e.a.s. ég er ekki hrædd dags daglega, en þegar hann fær hita þá er ég með varann á mér all the time og sleppi honum varla úr augsýn. 
Þar sem ég lá í rúminu í fyrrinótt og fylgdist með lasarusnum mínum, og ég var með kvíðahnút í maganum, þá varð mér sem sagt hugsað til ykkar.  Hversu erfitt það má vera að lifa við svona ótta og óvissu mánuðum og árum saman. 

...Veit ekki hvað ég vil með þessum skrifum mínum...langaði eiginlega bara að kvitta og segja að þó ég þekki ykkur ekki, að þá hef ég fylgst með ykkur síðan B.N. fór í seinni mergskiptin.   Takk fyrir það.

Með kærleikskveðju af Skaganum. 

SigrúnSveitó, 24.1.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Þórunn Eva

hæ hæ Benjamín.... og takk fyrir samveruna á vöknun þó við hefðum báðir verið sofandi en við vorum báði vaknaðir þegar að ferðalagið hófst aftur til baka upp á deild... vonandi líður vel kútur og gangi ykkur vel...

koss og knús Þórunn Eva og Jón Sverrir 

Þórunn Eva , 24.1.2008 kl. 13:22

8 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Elsku Eygló, skil þig vel! ... Mín upplifun er einmitt stundum eins og að búa við stríðsástand, maður bíður alltaf eftir næstu sprengjuárás, en reynir samt að láta hlutina funkera þess á milli, en maður þorir samt varla að plana neitt, því það má alltaf búast við næstu árás!

Kær kveðja, Áslaug 

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 25.1.2008 kl. 08:12

9 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Þetta er yndisleg færsla. svo gott að lesa hana.  Því jú eins og þú segir þetta reynir svakalega mikið á okkur foreldranna.  Gott að heyra að allt sé gott núna, er á meðan er  

kær kveðja

Elísabet kennógella

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.1.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband