30.7.2007 | 14:44
"Ég átti afmæli á laugardaginn, ég átti afmæli á laugardaginn, ég átti afmæli ég Benjamín...."
Jepp, átti sko afmæli síðasta laugardag, 28 júlí, og er nú orðinn 4 ára ofurgæi! Ekki svo margir sem hefðu trúað því, sko!!! Var á snilldarættarmóti um helgina - ætt móðurömmu minnar (semsagt amma, 6 systkini hennar, börn þeirra og barnabörn), en alls mættu eitthvað um 70 manns og allt þrusu stuðboltar. Við mættum að Varmalandi seinnipart föstudags, fengu indælis gúllassúpu sem Heiðar afi bjó til (besta súpa ever, sko) og súkkulaðitertu sem Rakel amma bakaði (hef ég minnst á að þau eru pínu ofvirk!!), smelltum okkur svo í smá laut og sungum þar til miðnættis. Ég vakti allan tímann og á þeim tíma tókst Eyjó frænda og ofursálfræðing að fá mig til að hætta vera hræddur við hunda og eeeeeelska Yasmin hundinn þeirra - believe it or not (one therapy session kraftaverk!)!!. Á laugardaginn skelltu mamma og krakkarnir sér í sund, en ég, pabbi og nýja langbesta vinkona mín (hundurinn Yasmin) vorum bara á tjaldsvæðinu á meðan, ég hef nefnilega bara einusinni farið í sund (rétt eftir að ég veiktist aftur) og legg ekki alveg í að fara strax aftur - maður getur nefnilega drukknað sko! (mín eigin orð!). Eftir sundið fórum við í Borgarnes og fengum okkur síðbúin hádegisverð (ég fékk afmælispizzu), síðan var keppt í fótbolta þar sem yngra liðið (börn og barnabörn) rústaði "gamlingjunum" (Nikulás stóð sig snilldarvel og talað er um hann í ættinni sem framtíðar atvinnumann í fótbolta, sem mun halda heiður ættarinnar á lofti í þeim enska) - en þar sem "gamlingjarnir" eru útsmognir voru þeir búnir að búa til reglur sem urðu til þess að þeir telja sig hafa unnið (við hin vitum betur). Kvöldmatur var svo innandyra, en boðið var upp á lambakjöt og svínakjöt, en ég vildi nú bara brauð með sméri (sem ég fékk) og svo stóðu þessir trylltu Bæjarar upp og sungu fyrir mig afmælissönginn, bæði á íslensku og sænsku (þar sem stór hópur ættingja minna frá Svíþjóð var á mótinu), en ég varð eiginlega hálf miður mín yfir þessum söng enda skiptar skoðanir hvort um sé að ræða söng eða hávaða!! Nei, þetta var virkilega fallegt og okkur þótti rosalega vænt um að allir skyldu standa upp fyrir mér og syngja og klappa mér til heiðurs - TAKK ALLIR, ÞIÐ ERUÐ FALLEGT OG SKEMMTILEGT FÓLK!! Well, komum svo heim í gær og vorum frekar þreytt eftir helgina, en Bæjararnir eru þekktir fyrir að vera miklir stuðboltar og bera svo sannarlega nafn með rentu! Mikið um upphrópunarmerki í dagi, en svo mikið að leggja áherslu á. Erum að bíða eftir að heyra eitthvað meira um niðurstöðurnar að utan, en eigum ekki von á að heyra neitt fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.
Með ættrækniskveðju,
Benjamín Nökkvi Bæjari
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hí hí, það var gaman að sjá ykkur öll á ættarmótinu. Já auðvitað vann unga kynslóðin fótboltann, ekki spurning!
Kv. Kjartan, Andrea og Ásgeir Valur.
Andrea (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 21:18
Innilega tilhaminju með 4 ára afmælið þitt.
Gaman að heyra hvað gengur vel hjá þér og að þú ert farin að hafa gaman af hundum.Það er vonandi að þú fáir að fara í sund bráðum aftur þegar þessi veikindi er búin (því fyrr því betur !)
Ganga þér sem allra best .
Besta kveðja Dee.
Dolores Mary (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 17:08
Sæl töffari Benamín Nökkvi
Og til hamingju með afmælið. Þetta hefur verið heimikið afmælisparý og mikið um stuðbolta. Þú er mikill dugnaðardrengur og svaka gott hjá þér að vera ekki lengur hræddur við hunda. Þeir eru svo blíðir og góðir þessar elskur. Ég ætla að fylgjast vel með síðunni þinni og fá fréttir af niðurstöðunum frá Svíþjóð. Guð geymi þig og allt þitt fólk (á Íslandi og í Serje) Frábært að þið unnuð í fótboltanum. Fríða
Fríða (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.