16.7.2007 | 19:48
Komin heim í hitabylgjuna!!!
Bið vinsamlegast um að fá ekki skömm í hattinn þrátt fyrir að þið hafið þurft að bíða lengi eftir að fá upplýsingar um niðurstöðurnar úr beinmergssýninu, en daginn eftir að við fengum úr sýninu fór af stað mikið snilldar skemmtiprógramm og við ritarinn vorum of uppgefin (þar til nú) að skella inn færslu. Semsagt (TATTARRRARAAAAAA!) - MERGSÝNIÐ LEIT VEL ÚT!!! Í raun og veru leit það eins vel út og hægt var að vona, sem þýðir alls engar krabbameinsfrumur og ekki einusinni vísbending um að neitt hræðilegt sé í gangi (mergsýnið var keyrt eftir ákveðinni tækni sem í stuttu máli er þannig að útlit gömlu veiku frumnanna minna er borið saman við þær frumur sem nú voru í mergnum og þær voru, sem betur fer, ekki eins útlítandi - ég veit, pínu flókið, en veiku frumurnar voru með ákveðna "marköra" sem bentu til að þær myndu þróast í krabbameinsfrumur og þegar ég greindist aftur fyrir tveimur árum var mergurinn fullur af þessum ákveðnu frumum, sem er semsagt ekki að sjá í mergnum núna - og hana nú!!). Anywhooo, þá fengum við ekki svo mikið fleiri niðurstöður - reyndar er ég með einhver gersvepp í lungunum og það eiga eftir að koma niðurstöður úr öllum veirusýnunum sem tekin voru þegar lungun voru skoluð, og eins á eftir að koma úr vefjasýninu sem tekið var úr lungunum. Svo virðist sem þetta lungnavandamál geti orðið langvarandi og ég fékk ákveðna úðavél til að lungnameðölin nýtist mér betur þegar ég verð kvefaður og svo vildi lungnalæknirinn að það ætti að pústa mig með þremur pústum nokkrum sinnum á dag á hverjum degi til að reyna að koma lungunum í eitthvað betra horf. Well, nóg um þetta veikindadót - við náðum að skemmta okkur konunglega síðustu dagana í Svíþjóð, fórum í Gröna Lund (mamma og krakkarnir voru tryllt í rússibönunum (samt ekki bananar, he, he, he!)), svo fórum við líka í dýragarðinn og Astrid Lindgrens Värld (mæli með báðum stöðum, sko!), sváfum í einhverjum hræðilegum kofa í Vimmerby (þar sem Astridgarðurinn er) eftir að við komum úr dýragarðinum og höfðum keyrt alla leið til Vimmerby (ekki svo svakalega langt í kílómetrum en með 3 þreytta grísi sem rifust út í eitt þá munaði minnstu að leggja yrði foreldrana inn á næstu geðdeild). Við komum svo tilbaka í Hamborgarahúsið seint á fimmtudagskvöld (afmælisdaginn hans pabba), föstudagurinn fór í smá verslunarleiðangur (þar sem ég fékk fyrirfram afmæligjöf - rafmagnsbíl, ohhh, minn elskulegi Leiftur McQueen!!), og svo var bara pakkað, þrifið, og heim í yndislega kotið okkar á laugardaginn. Æði!! Við erum semsagt lent heim á klakann, einhvernveginn ekki aaaalveg réttnefni þessa dagana, og erum í fríi út mánuðinn - í fyrsta sinn í fjögur ár sem við höfum verið nokkurn veginn í "eðlilegu" sumarfríi og það er frábært. Það sem var svo stórkostlegt við þessa Svíþjóðarferð var að við fundum hvað okkur líður vel í fjölskyldunni okkar, þrátt fyrir pirring og rifrildi þá vorum við öll loksins saman og skemmtum okkur konunglega að vera "bara" saman. Heyrumst bráðum aftur.
Með samheldnifjölskyldukveðju,
Benjamín Nökkvi FrúiníHamborgelskari
Tenglar
Gamla síðan mín
www.medferd.com/Benjamin
- Benjamín (gamla síðan) Þarna hef ég bloggað síðan haust 2003
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku kallinn hjartanlega til hamingju þetta er frábært. Velkomin heim í hitabylgju og njótið sumarfrísins. Með hlýrri kveðju kona að norðan
KONA að norðan (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 21:20
Jibbbbbbbbýýýýýýýý, vei vei vei
Bara æði. Til hamingju með lífið fallega fjölskylda.
kveðja,
hanna panna
Hanna (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 21:34
Glæsilegar fréttir! velkomin heim
Njótið þess í botn að vera í fríi. Kannski maður nái að kíkja á ykkur í sumarfríinu hummm allavegana komin tími til.
Alltaf velkomin á Álftanesið góða
kv, Gurrý
Gurrý (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:04
Til hamingju elsku Benjamín með þessar frábæru niðurstöður! Og til hamingju með að vera í fríi öll saman. Og til hamingju með afmælið rétt bráðum. Til hamingu með lífið sjálft, það er svo skemmtilegt að vera til!
Kveðja frá mér og mínum börnun, Melkorku mús og Kristni krútt.
Stína frá Austurhlíð (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 10:29
Þetta eru frábærar fréttir. Innilega til hamingju elsku Benjamín og fjölskylda og njótið nú sumarfrísins ykkar á Íslenskri sólarstörnd
Dísa (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 10:47
Sæll Benjamín Nökkvi.
Mikð er gaman að lesa um eðlilegu frumurnar þínar. Þetta er alverg STÓRKOSTLEGT - FRÁBÆRT - YNDISLEGT. Þú er líka svo fráæbæt strákur og átt eftir að vera lengi lengi hérna hjá okkur. Þið hafið aldeilis skemmt ykkur í Svíþjóð og það er flott. Auðvitað hefur ritarinn verið upptekinn á "djamminu" í skemmtigörðunum og ekki getað staðið í skriftum á meðan.
Við fáum svo að lesa um hinar niðurstöðurnar þegar þær koma og ritarinn "hefur tíma"
Eigið þið gott sumarfrí. Kveðja Fríða.
Er ekki rafmagnsbíllinn flottur???
Fríða (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 18:11
Til hamingju með þessu góðu fréttir, geggjað góður draumur!!
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.7.2007 kl. 20:40
Sæl verið þið,
wow !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! tilhamingju með þessu frááááábært fréttir.
Til lukku með þetta ,það er alveg æðislegt að það gengur svona vel hjá ykkar !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Ég óska ykkur alveg indislega skemmtileg sumarfrí ,á híta bylgju ísland, því líkt og annað eins æðislegt veður sem búin er að vera dag eftir dag.Guð verið með ykkur kæru fjölskylda gaman að fá svona góðar fréttir af ykkar og æðislegt að það gekk svona vel hjá ykkar úti.
Góða nótt og sofðu rótt
Kær kveðja Dee
Dolores Mary (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 00:44
Gaman að heyra þessar góðu fréttir og einnig gaman að hitta þig um daginn í tívolíinu.
Eigið áfram frábært sumarfrí á okkar hlýja Íslandi.
Bestu kveðjur
Fjóla Æ., 25.7.2007 kl. 12:08
En yndislegt að heyra þessar fréttir. Gott að þið skemmtuð ykkur vel í Svíþjóð og innilega til hamingju með áfangann. Að hugsa sér að þið hafið varla átt eðlilegt frí í 4 ár, úff, maður fær bara hroll við tilhugsunina. Allavega, njótið kærkomins frís og megi ykkur ganga allt í haginn.
Kv. Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur.
Andrea og fjölskylda (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.