Leita í fréttum mbl.is

Live and kicking in Sweden!

Hæ hó krúsulúsurnar mínar!  Pjúff, hvað við erum fegin að það er kominn sunnudagur og rannsóknartörnin að baki.  Lentum hér í Stokkhólmi eftir tíðindalítið flug, en við krílin 3 stóðum okkur frábærlega vel og foreldrar okkar geta ekki annað en verið upp með sér yfir þessum dásamlega meðfærilegu börnum sem þau eiga.  Við dunduðum okkur bara í fluginu, ég sofnaði smá, Hrafnhildur söng alla leiðina og Nikulás spurði mömmu reglulega hvað margar mínútur væru eftir af fluginu - enginn sem grét eða reifst og má það heita hálfgert afrek þar sem við vorum búin að vera vakandi frá því um kl.04 um morguninn.  Tókum svo leigara í Hamborgarahúsið, hentum af okkur töskunum og smelltum okkur í Pulsen til að kaupa smá mat og aðrar nauðsynjarvörur.  Á miðvikudaginn fór ég svo upp á spítala fyrir kl.9, við tók augnskoðun sem tók ca. klukkutíma með því að fá hræðilega dropa í augun, eftir það fór ég upp á deild þar sem við hittum læknana mína og ég var hlustaður og skoðaður, eftir það fór ég til hormónalæknis, og að lokum var ég sendur í hjarta og lungnaröntgen.  Stanslaust prógramm til kl.14.30 - þeir sem ekki þekkja til átta sig kannski ekki á hvað þetta er mikil hlaup, en til að fara í þessar rannsóknir þarf að fara laaaaanga ganga fram og tilbaka, upp og niður hæðir, og aftur fram og tilbaka langa ganga.  Á fimmtudag fór ég svo í hjartalínurit, handaröntgen (til að athuga hvernig vöxturinn er í beinunum mínum eða eitthvað þannig - hvernig ég vex sko!), svo fór ég aftur upp á deild og fékk emlaplástur til að hægt væri að taka blóðprufur og setja upp nál fyrir svæfinguna, svo voru teknar prufurnar (10 glös - ekki að grínast!), svo fór ég að hitta svæfingarlækninn og hún var greinilega mjög þreytt þar sem hún var alltaf að klifa á því þegar tölvan fór ekki í gang hjá henni ("jag är så trött"!!!).  Á föstudeginum var ég aftur mættur fyrir kl.9, fór til lungnalæknis, hitti sjúkraþjálfa sem átti að kenna okkur á nýja úðunarvél sem ég þarf að fá fyrir lungun mín, var svo skellt upp á deild í bað, fékk róandi og brunuðum af stað niður í svæfingu fyrir kl.11.  Í millitíðinni höfðu læknarnir verið að hringja sín á milli en svæfingalæknarnir vildu vita hvort það þyrfti endilega að svæfa mig þar sem lungnamyndatakan sýndi að ég var með smá lungnabólgu og ekki svo sniðugt að vera að svæfa þá.  Krabbameinslæknirinn hringdi þá í lungnalækninn sem hélt að það yrði allt í lagi, og svo varð úr.  Búið var að láta mömmu og pabba vita að ég gæti orðið rosa slappur eftir "bronchoskópíuna" (sprautað vatni í lungun og þau "ryksuguð" og síðan tekið vefjasýni úr lungunum) og að ég þyrfti að sofa eina nótt á spítalanum.  Svæfingin gekk vel, beinmergurinn rann ljúflega og lungnavesenið gekk eins og í sögu en hrikalega mikil drulla var í lungunum og tóku þeir grilljón veirusýni.  Ég svaf lengi eftir svæfinguna en vaknaði síðan svakalega hress, fór upp á deild og var þar í stuði, þeyttist um allt á hjóli (sem var eitt það besta sem hægt er að gera eftir svona lungnaskoðun, þ.e. að hreyfa sig til að ná upp meira slími).  Ég fékk engan hita um kvöldið eins og búist var við, sofnaði svo um 23.30 og við mamma vöknuðum svo frekar hress í gærmorgun.  Fékk að útskrifast fyrir kl.11 og við fjölskyldan skelltum okkur þá niður í Hamborgarahúsið þar sem við slöppuðum af (loksins!!) það sem eftir var dagsins.  Í dag fórum við svo í svona tilraunagarð (Tom Titt) þar sem voru um og yfir 400 mismunandi uppfinningar og tilraunir sem hægt var að skoða og reyna við - ógeðslega gaman, sko!  Á morgun er það Gröna Lund (tívolí), á þriðjudaginn þurfum við að hitta lækninn og fá einhverjar niðurstöður úr mergsýninu og lungnarannsókninni, á miðvikudag langar okkur að skella okku í Astrid Lindgrens Värld, sem er í 3 klukkutíma fjarlægð héðan, en þar ætlum við að gista og skella okkur svo í dýragarð (Kolmården) á fimmtudag, pakka svo á föstudag, og svo er það "home, sweet home" á laugardag.  Ég veit, smá maraþonskrif í restina, en ritarinn er lúin og ákvað að smella restinni með í stikkorðastíl.

Með Kanelbullekveðju,

Benjamín Nökkvi SúperdúperHero


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Þú ert mikil hetja Benjamín Nökkvi, þetta er sko ekkert smá prógram.  Gangi ykkur sem allra best.  

Kveðja Matthías Davíð og Áslaug 

- ps.  sendum smá orkuskot til mömmu þinnar, því þetta tekur heldur betur á

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 9.7.2007 kl. 07:39

2 identicon

Hajrtaknúsarinn !

Gaman að fá svona skemmtilegar fréttir af þér og þínum.

Nú er bara að sjá hvort þú færð þessar línur með allra bestu heilsu, hamingju og framtíðaróskum frá mér, því hingað til hef ég fengið allar kveðjur sem ég reyndi að senda þér, beint í hausinn aftur, síðan þú fórst á bloggið . Ef þú færð þessar línur, þá bið ég svo vel að heilsa öllum í Huddinge !

Guð veri með ykkur !

Edda

p.s. Ég man eftir öllum löngu göngunum í Huddinge, ætti kannski að skreppa þangað, því ég le´ttis um nokkur kíló af hlaupunum um alla ganga og ranghala þarna !

Edda Snorradottir (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 17:27

3 identicon

Gott að allar rannsónir eru búnar og þú svona duglegur.  Núna getið þið svo slappað af saman fjölskyldan.  Mér sýnist þið nú reyndar ekki ætla að slappa af en gaman verður allavega hjá ykkur.

Sendi ykkur góða strauma og krossa putta fyrir bestu niðurstöðum sem hægt er að fá

Dísa (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:19

4 identicon

Já, maður er sko alveg búin að gleyma öllum svona hlaupum um hvippinn og hvappinn á sjúkrahúsum. Oft verið að pæla hvort það þurfi virkilega að vera svona ranghalar á sjúkrahúsum, manni fannst maður alltaf vera að fara fram og til baka og eiginlega ekkert rökrétt ferli um hvernig átti að komast frá einum stað til annars.  

En mikið er gott að rannsóknirnar séu að mestu leyti búnar og vonandi njótið þið ykkur vel í skemmtigörðunum.  

Vonandi megið þið fá góðar niðurstöður úr rannsóknunum og megi Guð vera með ykkur.

 Kv. Andrea, Kjartan og Ásgeir Valur

Andrea (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 10:17

5 identicon

Vonandi hafa öll thessi hlaup a gongunum verið til goðs og thið fáið góðar niðurstöður, og getið notið lífsins í Svíaríki. Gangi ykkur allt að óskum Hlýjar kveðjur frá konu að norðan

KONA að norðan (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 13:09

6 identicon

Sæll Benamín Nökkvi súperboy. Mig langar svo að vera netvinur þinn.   Ég er nýfarin á blogga og þar getur þú séð smá um mig á www.fridabjarna.blog.is

Þú er greinilega mikill garpur og skapgóður húmoristi, það er líka nauðsynlegt þegar maður lendir í svona veseni eins og þú hefur upplifað um dagana. (Ég var að lesa bloggið á eldri síðunni þinni úfffffff maður) Hvað með það þú ert kominn þangað sem þú ert í dag og það er sko MIKIÐ AFREK. Til hamingju með það elsku strákurinn.

Var ekki gaman í þessum flottu görðum, auðvitað. Villtu biðja ritarannn þinn að láta okkur netvini þína vit um niðurstöðurnar úr ransókunum í Sverje. Ég ætla svo að biðja Guð englana að passa þig rosalega vel svo þú verðir frískur fljótt. Kveðja til allra í fjölskyldunni. Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 15.7.2007 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Hinn íslenski súpermann!

Benjamín Nökkvi Björnsson
Benjamín Nökkvi Björnsson
Alvöru ofurhetja sem komist hefur í gegnum tvenn beinmergsskipti með hjálp einstakrar ástar á lífinu!
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband